Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 01.02.1973, Qupperneq 7

Vikan - 01.02.1973, Qupperneq 7
SÍÐAN SÍÐAST AUÐUR SKAPAR EKKI ALLTAF EININGU Það á líklega við þegar talað er um Paul Getty og fjölskyldu hans. Getty er, eins og kunnugt er, álitin ríkasti maður í heimi, enda hafði hann grætt Mna fyrstu dollaramilljón, þegar hann var tuttugu og þriggja ára. Fyrirtæki hans í 82 löndum gefa honum daglega um það bil 450 milljónir króna, svo maður gæti haldið að hann gæti keypt allt. En svo er ekki, það virðist ekki vera auðvelt að kaupa gæfuna. Hann hefur verið fimm sinnum kvæntur og fimm sinnum hafa konur hans skilið við hann. Hann hefur líka eignazt fimm syni, en nýlega átti hann átt- ræðisafmæli og þá kom aðeins einn sonur hans, sá yngsti, til veizlunnar. Hinir þrír (einn er látinn) sendu gamla manninum ekki einu sinni skeyti. Á myndinni er yngsti sonur- inn, Gordon Getty með konu sinni í af- mælishófinu, sem haldið var á Dor- chester hótelinu í London. Charles og Ulla hugguSu hvort anna'ð eftir að hún hafSi misst fóstriS. ULLA MISSTI FÖSTUR Franski vísnasöngvarinn frægi, Charl- es Aznavour, hélt nýlega söngskemmt- un í Ólympíusalnum í París og hlaut mjög góðar undirtektir að vanda. Engu að síður, þegar söngvarinn var kom- inn á bak við tjöldin á eftir, brast hann í grát og bar sig hið hörmuleg- asta. Eiginkona hans, sænsk ljóska að nafni Ulla, var þar nærstödd til að hugga hann, en ástæðan til grátsins var sú, að hún hafði þá nýskeð misst fóstur. Þau hafa þegar eignazt tvö börn, stúlku sem nú er þriggja ára og eins árs dreng. En Charles vildi helzt eign- ast þriðja barnið. Hann er nú fjöru- tíu og átta ára og segist ekki vilja komast meir til aldurs, áður en meira fjölgar í fjölskyldunni, þar eð óheppi- legt sé að börnin alist upp með mjög rosknum föður. VARASÖFI Árið 1938 gerði Salvador Dali mál- verk, sem var nákvæm eftirlíking var- anna á Mae West, sem var einhver frægasta manneskja fyrsta skeiðs kvik- myndanna. Nú eru til sölu í Ítalíu og Englandi sófar úr rauðu frauðplasti, sem eru nákvæm eftirlíking listaverks- ins. Á neðri myndinni er eitt slíkt húsgagn, en á þeirri efri er konan sem lagði listamanninum til fyrirmyndina og innblásturinn, eins og hún leit út þegar hún var upp á sitt bezta. Mae West er raunar enn á lífi, áttræð að aldri en furðu ern. Hún býr í Kali- forníu. RITA CADILLAC Rita Cadillac er þrítug fyrirsæta og fatafella. Eftir tólf ára starf, nú síðast í „Crazy Horse Saloon“ í París, hitti hún um jólin ríkan verksmiðjueig- anda frá Briissel, sem hún ætlar að giftast. En þar sem henni eru boðin góð laun, ætlar hún að koma við í Bergen aan Zee í Hollandi og þá er sennilegt að hún sýni sig í þessum bún- ingi, sem sýnir botnlausu tízkuna á mjög áhrifaríkan hátt. SA A KVÖLINA SEM A VÖLINA Þær eru ekki fáar ungu stúlkurnar sem bendlaðar eru við enska ríkiserf- ingjann Prince Charles, ekki færri en tólf eru það vel ættaðar að þær koma vel til greina í-hásæti drottningar. En hver verður sú sem hreppir hnossið, það er hin mikla gáta. Ef hann sést dansa við stúlku, þá er óðar farið að rekja ættir hennar og athuga hvort blóð hennar sé nógu blátt. — Hér á myndinni sést hann með einni, sem hann hefur oft sézt með upp á síð- kastið. Hún heitir Lucia Santa Cruz og er dóttir auðugs kaupsýslumanns. Það er sagt að prinsinn sé mjög hrif- inn og nýlega bauð hann henni um helgi til Balmoral, sem er aðsetur konungsfjölskyldunnar í Skotlandi. En nú er aðeins eftir að vita hvort hún finnur náð og viðurkenningu.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.