Vikan

Eksemplar

Vikan - 01.02.1973, Side 11

Vikan - 01.02.1973, Side 11
VÍSNAÞÁTTUR VIKUNNAR FRAMUNDAN ER GATAN GREIÐ Áður en vikið skal að fyrripörtunum tveimur um áramótin, skulu tilfærðar fá- einar eftirlegukindur frá jólunum. Sá fyrripartur virðist hafa falliö hagyrðum vel í geð, ef dæma má eftir þeim fjölda botna, sem borizt hafa við hann. En fyrri- parturinn var þannig: Skýrðist’land þá skyggja fer ,skjannahvitum feldi. Ekkert riki af þvi ber i öllu heimsins veldi. Ágúst frá Urðarbakka. Næðir þá um norðursker nistings kuldaveldi. Petrónius. Jólastjarnan blessuð ber hirti: i ijóssins veldi Magnús Guðbrandsson, Garðahreppi. Þegar tunglið bjarta ber birtu af sólareldi. Óli. Og þá er bezt að snúa sér að áramótunum. Við birtum tvo fyrriparta annan fyrir bjartsýnismenn og hinn fyrir þá, sem bölsýnir eru. Margir botnuðu báða, en þó voru þeir fleiri sem kusu að yrkja um hinar björtu hliðar tilverunnar. Arangurinn varð þó ekki eins góður og siðast, hverju sem um er að kenna. Botnarnir voru margir keimlikir, sumir nánast alveg eins. „Gatan greið” eða „bökin breið” virðast hafa komið i hug flestra hagyröinganna. Ef til vill hafa fyrripartarnir ekki boðið upp á nægilega finlbrevtni bvað rim snertir Við treystum okkur ekki að þessu sinni til að velja nema butna, sem tramur skari, en birtum nokkur sýnishorn af framleiðslunni hér á eftir: Blessað árið ljúfa leið, Ifzt mér vel á þetta. Ekkert fárið okkur sveið, enn skal hugann létta. Það er ekki nokkur*neyð, ef náðarblómin spretta. Bjartar vohir bæta i neyð og blöðum lifsins fietta. Oft var fjnr og gatan greið og gjöfui lifsuppspretta. Rikisstjórn með bökin breið bæta vill og rétta Finnur Baldursson, Asvegi 20, Akureyri. Afram verði gatan greið, göngum veginn rétta. Sólveig frá Niku. Við sem höfum bökin breið borgum minnsta skatta Jóhannes Laxdal. Menntask. Isafirði Öjlum verður gatan greið, sem ganga veginn rétta Ingigerður Einarsdóttir, Tálknafirði. Nú er öllum gatan greið að ganga veginn rétta. Mundi Jör. Y1 og sKugga enn um skeið örlög sai; in flétta. t litlum dal á lágum meið lifsins blómin spretta. Páll E. Jóhannsson, Tálknafiröi. Eiga munum eftir skeið i allsnægtir að detta. Reykur Logason, Hlóðum. Framundan er gatan greið, gætum ei að detta. Lafðin fyrir Lúlla skreið, lá þó við að detta BirgirLaxdal, Stýrimannask. Vestmannaeyjum. Rikisstjórnar bökin breið brátt úr söðli detta. Jón Sigfinnsson, Seyðisfirði. Framundan er gatan greið, göngum hana rétta. Konni, Vestmannaeyjum. Framundan er gatan greið og gjöful hver uppspretta. Ólafur R. Gunnarsson, Reykjavik. Eflaust verður enga neyð um áramót að frótta Theodór Einarsson, Akranesi. Bölvað árið loksins leið. lizt mér illa á þetta. Gefin var oss gömul sneið, þvi gengið fékk að detta. Heimsbyggðina i heljarneyð liotðnu; larnir pyiMl.i Finnur Baldursson, Ásvegi 20, Akureyri. Látum aldrei svartan seyð sjónir vorar bletta. Sólveig frá Niku. A braut sem sýnist góð og greið „gæöingarmr'' detta. N Stjórn sem þreytir Skúlaskeið skramhi oft vill detta. Jóhannes Laxdal, Menntask. Isafirði. Landsmenn þurfa lengra skeið til losta, svika og pretta. Reykur Logason, Hlóðum. Hundahaldi og hungursneyð heizt var af að frétta. Birgir Laxdal, Stýrimannask. Vestmannaey jum. Máske bæta myndi úr neyð meira skyri að sletta. Sig. Magnússin, Hafnarfirði. Rikisstjórnin gerðist gleið, gengið fékk að detta. Konni, Vestmannaeyjum. Förum allir fjandans skeið, finn ég okkur detta. Óskar. Nú er allt á niðurleið og nærri við að detta. Mundi Jör. Margir hafa sent okkur sjálfstæðar visur og íyrriparta og þökkum viö kær- lega fyrir það. Jón Sigfinnsson frá Seyðis- firði sendi okkur visu, þar sem hann lýsir áhyggjum sinum af unga fólkinu. Við birtum fyrripart visu hans og eftirlátum svo öllum okkar mörgu og góðu hag- yrðingum að botna hana: l'ngar sálir okkar lands eru á hálum brautum.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.