Vikan

Útgáva

Vikan - 01.02.1973, Síða 13

Vikan - 01.02.1973, Síða 13
HVÍTAR NELLIKUR L \Ú Hún krosslagði fætuma. Þetta vom fallegir fætur. Hræðslan skein enn úr augum hennar, en það skein lika út úr svipnum, að hún ætlaði að segja allan sannleikann og ekkert nema sannleikann................... Timothy Trant lautinant i morðdeild lögreglunnar i New York, athugaði við- mælanda sinn vandlega. Þetta var ung kona, frið og róleg— róleg og köld, næstum eins og hvitu nellikurnar, sem hún bar á öxlinni. Hún sagði: — Ég heiti Angela Forrest. Þér munið eftir mér, er ekki svo? Trant leitaði i minni sinu, sem var næstum óbrigðult. — Ég held ekki......jú, hvernig læt ég . . .Vitanlega. í Princeton. Á dansleik þar. Hvitur kjóll, mikið fleginn á bakinu. Þér dönsuðuð ágætlega. Bláu aúgun stækkuðu. — Svo þér munið það? En hversvegna ættuð þér lika ekki að gera það. Ég mundi það að minnsta kosti. Þér hafið unnið svo mörg slyng afreksverk á þessum niu árum. Þessvegna datt mér i hug að leita til yðar þegar ég þarfnaðist hjálpar. — Hjálpar? sagði Trant. Og þér leitið til Morðdeildarinnar? — Já, ég vildi leita þangað hjálpar, en hjá einhverjum, sem væri ekki bara venjulegur lögreglumaður — einhverjum, sem héldi ekki strax, að ég væri brjáluð. Hún losaði nellikurnar af öxlinni. — Ég kom i tilefni af þessum blómum. Það var áhugi á óhefðbundnum hliðum mannlegrar hegðunar, sem hafði beint Timothy Trant frá öruggari viðskipta- starfsemi og yfir i lögregluliðið. Og það var sannarlega óhefðbundið, að ung stúlka kæmi til Morðdeildarinnar með blóm. Ungfrú Angela Forrest var honum ráðgáta. — Það er afmælið mitt i dag. Hún lagði blómin á borðið. — Þessi blóm komu i morgun — nokkrar tylftir—og sendandinn lét sin ekki getið. — Og þér hafið áhyggjur af þvi? — Ég er hrædd við það: Hræðslan, sem hún reyndi þó að stilla, gerði bláu augun hörku- leg. — Þér skiljið — tvö skyldmenni min fengu sendar — nafnlaust — hvitar nellikur á afmæiisdaginn sinn. Innan nokkurra klukku- tima voru þau bæði — dauð. — Þetta er óhugnanlegt, sagði Trant, hissa. Stúlkan, sem var uppstökk, þaut upp: — Þér trúið mér ekki? Trant brosti. — Ég get nú hvorki trúað né rengt fyrr en ég veit eitthvað meira. — Nei, liklega ekki. Þér viljið þá, að ég segi yður alla söguna? — Já, sannarlega vil ég það, sagði Trant. Hún krosslagði fæturna. Þetta voru fallegir fætur. Hræðslan skein enn út úr augum hennar, en það skein lika út úr svipnum, að hún ætlaði sér að segja sann- leikannallan sannleikann og ekkert nema sannleikann, rétt eins og hún væri fyrir rétti. — Fyrst var það hann John Forrest ofursti, fráendi minn. Þér hafið kannski heyrt hann nefndan. Hann dó fyrir hálfu ári. Skotinn með sinni eigin skammbyssu. Trant mundi eftir þessu máli: — Þreyttur herforingi, sem átti nú fyrir höndum borgaralegt lif, sem honum fannst tilgangs- laust. Þetta hafði verið afgreitt sem augljóst sjálfsmorð. Framhald, á bls. 36. 5.TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.