Vikan - 08.03.1973, Blaðsíða 4
Ef bu ert að:
BYGGJA.
BREYTfl
EBA B/ETA
bá líttn vil í Litoveri.
bvi boö hetar ivollt
boraaO síd
LITAVER
1
Símar 32262 - 30280 09 30480
Grensásveoi 22 - 24
PÓSTURINN
Á 7 tamdar gæsir
Kæri Póstur!
Ég er ekki áskrifandi að Vik-
unni, en kaupi hana alltaf samt,
mér þykir hún skemmtileg. Það
sem mig langar að spyrja um,
er viðvíkjandi heiðagæsinni. Ég
er með 7 tamdar gæsir, sem
verða ársgamlar í vor. Hvaða
fóður á helzt að gefa þeim, og
hvað eiga þær að vera gamlar,
þegár þær byrja að verpa? Ég
hef heyrt, að þær verpi ekki
fyrr en tveggja óra, en ég trúi
því ekki. Þær hafa fengið brauð,
bleytt í mjólk, og sand og vatn
í bala til að baða sig í, þegar
þær eru inni, þegar vont er veð-
ur. Annars búum við skammt
fró ánni, og þær eru úti núna.
Það er alltaf svo gott veður, svo
koma þær alltaf sjálfar heim.
Kapítóla Sveinsdóttir,
Seyðisfirði.
Dr. Finnur Guðmundsson sagði
okkur, að heiðagæsin yrði kyn-
þroska tveggja ára og gæti þvr
fyrst orpið þó. Heiðagæsin er
grasbífur, en sé lítið fyrir hana
að hafa úti, mó gjarna gefa
henni uppbleytt kornmeti, kart-
öflur, hróar eða soðnar, eða t.
d. heilhveiti, bleytt í vatni.
Pósturinn spillandi?
Kæri Póstur!
Ég vil byrja á að þakka þér
fyrir allt gamalt og gott og hið
ágæta efni Vikunnar. Einhver
sagði, að Pósturinn væri spill-
andi, en hvað um það, hitt er
þá allavega mjög gott- Erindið
er það, að ég hef áhuga ó
Matchboxbílunum. Ég vil fá að
vita, hvort ekki sé hægt að
panta þá beint úr einhverjum
stað, þar sem búðirnar panta
þá. Þá langar mig að fó að vita,
hvar það er. Ég vona, að þú
getir bjargað mér. Hvað heldur
þú, að ég sé gamall? Hvað
lestu úr skriftinni? Hvernig eiga
meyjarmerki og vogarmerki
saman? Ver bless.
Sveitagaur.
Tveir aðilar flytja inn Matchbox-
bíla, Sambandið og Kristjónsson
hf., heildverzlun, Ingólfsstræti
12. Reyndu að hafa samband
við annan hvorn þessara aðila.
Líklega ertu 13—14 ára. — Úr
skriftinni má lesa lífsgleði og
kímnigáfu. Jómfrú og vog eiga
skikkanlega saman. Svo vonum
við, að þú verðir ekki gjörspillt-
ur af að lesa Póstinn, a. m. k.
ekki þetta svar.
Jón Hákon og
þúsundkallinn
Elsku bezti Póstur!
Ég vil fyrst og fremst þakka
ykkur þarna á Vikunni fyrir allt
gamalt og gott. Nú ætla ég að
biðja ykkur að leysa fyrir mig
eitt vandamál. Ég veðjaði nefni-
lega við frænku mína þúsund
krónum, hvort Jón Hákon Magn-
ússon hjá Sjónvarpinu væri gift-
ur. Ég segi, að hann sé giftur,
en hún segir, að hann sé ekki
giftur. Svo segi ég bara bless,
elsku Póstur.
12 ára krakkagrey
að norðan.
Það er Ijótur siður að veðja
stórum upphæðum af litlu til-
efni. En til hamingju með þús-
undkallinn, Jón Hákon er nefni-
lega harðgiftur.
Karlmaður
í þroskaþjálfun
Við svöruðum fyrirspurn um
þroskaþjálfun nýlega og sögð-
umst ekki vita af neinum karl-
manni við nám í þeirri grein.
Nú vitum við betur: það cr
nefnilega einn karlmaður við
nám í þroskaþjálfun, og þeir
yrðu víst velkomnir fleiri. Þvi
má svo bæta við, að meðan á
námi stendur, fær nemandi
greidd laun, enda er námið að
miklu leyti verklegt.
Hvar fást fiðlur?
Kæri Póstur!
Mig langar til að vita, hvort þú
getur sagt mér, hvar fiðlur fást,
og hvað þær eru yfirleitt dýrar.
Nefndu bara fyrir mig heiti á
einni búð. Og þá er bezt að
4 VIKAN 10. TBL.