Vikan

Tölublað

Vikan - 08.03.1973, Blaðsíða 21

Vikan - 08.03.1973, Blaðsíða 21
Ný framhaldssaga 0 Bernie hafði reynt að segja honum eitthvað með einu orði, lykilorði, og nú varð hann að finna einhverja merkingu i skilaboðunum til föður sins. En það var ljóst að hann varð að fara varlega. Hvemig átti hann að setja þetta orð i samband við það sem skeði á flugvellinum? Hvar var „svinið”, sem hafði reynt að heyra hvað Bernie reyndi að segja honum, rétt áður en hann missti meðvitundina? Fyrsti farþeginn, sem kom út úr þotunni, hljóp viö fót nokkra metra á undan hinum farþegunum. Hann hélt öðrum handleggnum upp að siðunni og minnti helzt á flugvél með brotinn væng. Rauður blómsveigur, sem hékk um háls hans, stakk mjög i stúf viö náfölt andlitiö. Hann virtist óstöðugur á fótunum og hálfslagaöi milli hópanna, sem biðu eftir farþegunum frá Honolulu. Skyndilega sneri hann hratt til vinstri og lagöi leið sína að gjafabúðinni á flugveHinum. Unga afgreiðslustúlkan var önnum kafin bak við búöarborðiö, þegar hann staulaöist inn og hún leit ekki strax upp.-Fyrir framan afgreiösluborðið var komið fyrir lágu borði með leikföngum. Hann hallaöi sér yfir þaö, til að yrða á stúlkuna. Hún sá strax að hann var með sársaukadrætti á andlitinu og að handleggur hans féll niður, en hún sá ekki aö hann þuklaöi eftir hakinu á sparigrís úr leir, sem stóö á lága borðinu. Hún sá heldur ekki að hann stakk varlega samanbrotnum miða niöur um rifuna á sparigrisnum. Hann þrýsti miðanum niöur með skjálfandi hendi. Svo beindi hann augunum, sem voru greinilega m.eð sótt- hitagljáa, til hennar. — Hvað get ég gert fyrir .yður? spurði hún. — Hvar eru slmarnir? spurði hann. — Þarna beint á móti. Hún benti á slmaklefana. — Þer hafið farið framhjá þeim. Er eitthvaö aö? Hann virtist ekki heyra til hennar, en sneri sér aö útgöngu- dyrunum. Þaö stóð mögur, miöaldra kona I dyragættinni. Hún leiddi barn og opnaði munninn, eins og til að segja eitthvaö. Hún haföi greinilega llka komið meö vélinni frá Honolulu, þvl að hún var meö tvo litrlka blómsveiga um hálsinn. Maðurinn stundi þungan og þaö var greinilegt að hann var mjög þjáður: — Vlkið aöéins til hliðar, systir, leyfið mér að komast fram hjá. Konan deplaöi augunum og dró barnið að sér. Maðurinn hvarf út um dyrnar og nú draup blóð af fingrum hans. Rauðu droparnir sáust mjög greinilega á gólfinu. Afgreiðslustúlkan, sem hét Jane Cunliffe, saup hveljur. Þ'að fyrsta sem henni datt I hug var að engum ætti að líðast að láta sér blæöa. Hún sagöi við konuna: — Hann er særður. Svipur konunnar var kuldalegur. — Bobby, komdu og littu á myndabækurnar, sagði hún og dró syfjað barnið á eftir sér. Hún sagði við Jaen i hvössum róm: — Hversvegna geriö þér ekkert? Jean hljóp út úr búöinni. Hún varð að smeygja sér sitt á hvað innan um mannfjöldann og allt I einu var hún umkringd barnahóp, sem virtist vera þarna i einhverjum tilgangi. Þetta var samt mislitur hópur, þvl að börnin voru af mismunandi þjóöerni. Jean sá þarna kolsvartan drenghnokka og annan ljósbrúnan, freknaöa — rauöhæröa telpu og litla austurlenzka telpu meö skásett augu og svart hár. Feitlagin, nokkuð ósnyrtileg kona kallaöi til barnanna og bað Jean afsökunnar á látunum i þeim, en Jean ruddi sér braut I gegnum hópinn. Var hún búin aö missa af vesalings manninum? Nei, þarna sá hún blóöbletti. Fólkið blaðraði saman i sífellu og engin tók eftir þvl að það gekk i blóöi mannsins, en Jean fylgdi sporunum til vinstri — meðfram sima- klefunum. Var 'hann þarna inni? Nei, það var litill náungi meö gráan flókahatt. En þarna? Já. Ljósið féll á náfölt andlitiö, sem var afmyndað af sársauka. Augu hans voru lokuö. Hún flýtti sér áfram, því hún haföi komiö auga á einn öryggisvörðinn. Þegar hún gekk framhjá klefanum, sem var við hliðina á særða manninum, sá hún digran náunga, sem sýnilega hlustaöi af mætti eftir einhverju. Hann var lika með blómsveig urti hálsinn. Harry Fairchild hallaði sér makindalega aftur á bak I mjúku hægjndi i glæsilegri ibúð sinni. 10. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.