Vikan

Tölublað

Vikan - 08.03.1973, Blaðsíða 40

Vikan - 08.03.1973, Blaðsíða 40
 HEIMILISELDAVELAR RAFMAGNS- MIÐSTÖÐVARKETILL ELDAVÉLASETT * Við Öðinstorg, sími 10322 —' Hafnarfirði, sími 50022 Sendum gegn póstkröfu - Greiðsluskilmálar fyrstu konu, en hann var líka ofsalega ástfanginn af Supötru. Eins og flestir Thailendingar var Thavi léttlyndur. Hann tók lffiö ekki svo hátiðlega, að minnsta kosti ekki hjónabandiö. Er karlmaðurinn ekki fjöl- kvænismaður i eðli sinu? Og einn góðan veðurdag kom honum ráö i hug. Einu sinni, þegar Supatra kom heim frá vinnu, beið hann fyrir utan heimili hannar. Unga stúlkan reigði sig og þóttist ekki sjá hann. En hann hljóp til og greip um hönd hennar og hélt henni lengi fastri, svo lengi að nágrannarnir sáu til hans og þar með var hann búinn að eyði leggja mannorð Supötru og það eina sem hægt var að gera til að bjarga þvi, var að flýta sér i hjónaband. Thavi hafði brotið siögæðisboðorðið, með þvl aö gripa um hönd saklausrar stúlku. Og hvaö Supötru viðkom, þá var þetta ekki betra en að eignast barn utan hjónabands. Hinn reiði faðir var glóandi af heift, þegar hann varö að snara sér I aö halda brúökaup dóttur sinnar og þessa óstýriláta unga manns, sem hann hafði þó einu sinni haft svo mikið álit á. Hann flýtti sér til stjörnu- spekings, til aö vita hvenær hentugast væri að framkvæma athöfnina, þvi að annaö var ekki þorandi. Siðan sendi hann út boö til nokkur hundruð fjölskyldu- meölima og vina. Supatra komst •tiltölulega fljótt yfir óttann, sem hafði gripið hana, þegar Thavi greip hönd hennar. Hún sætti sig við þennan framgang mála, enda var hún ennþá mjög ástfangin af honum. Kvöldið fyrir brúökaupiö var helgað hugleiðslu, eftir gömlum sið. En hinar frómu hugsanir brúðarinnar viku fljótlega fyrir öðrum hugsunum og hún fór aö hugleiöa hvernig hún gæti bezt notað þá möguleika sem buðust. Aö lokum tók hún fasta ákvörðun. Þaö var ekki ennþá búiö aö segja siðasta orðið: Hún ætlaði sér að koma þvi þannig fyrir að hún gæti orðið fyrsta kona. Hún var viss um að henni tækizt það á einhvern hátt. Aö morgni brúðkaupsdagsins var brúðurin með svo mikinn leikhroll, að hún gat hvorki smakkaö vott né þurrt. Hún hélt sig á herbergi slnu og þaöan sá hún munkana þrjá koma frá klaustrinu. Þeir áttu að stökkva vatni á veggina I stóru stofunni, þar sem hjónavigslan átti að fara fram og bera fram frómar bænir fyrir deginum og framtiðinni. Þetta gerðu þeir, tóku svo á móti gjöfum frá fööur brúöarinnar og flýttu sér á brott. Svo fóru vinir og venzlafólk að drifa að úr öllum áttum. Thavi kom meö hóp af vinum og úr glugganum gat Supatra séð aö hann afhenti móður hennar stóran gullhring. Hve mörg þúsund hann kostaöi, vissi hún ekki, en hún vissi að hann var tákn fyrir það, sem áður var greiösla fyrir brúðina. Þetta var kallaökanom: greiðsla fyrir móðurmjólkina...... Svo kom faðir Supötru og sótti hana og fylgdi henni til Thavis. Stofan 'var troðfull af glöðum_ veizlugestum, þegar brúðhjónin gengu rólegum skrefum upp að altarinu, sem havði verið útbúið innzt i stofunni. Þau báru reykelsi og logandi kerti. Svo krupu þau við altarið og snertu gólfiö með enninu, létu armana hvila á litlu gylltu borði og fingurna leika um skálar, sem voru fullar af blóm- hnöppum. Og einum munni höfðu þau yfir siöaboöorö Búddatrúar- manna: — Ég leita hælis hjá Búdda . . .Ég ’leita hælis I Dhamma, hinni heilögu ritningu . . . .Ég leita hælis i Sangha, hiniú heilögu munkareglu .... Og svo staðfestu þáu það heit, sem þau höföu gefið fyrir löngu, loforð um aö myrða engan, stela engu, og fremja aldrei neitt ósiðlegt, ljúga ekki, drekka ekki áfenga drykki .... Svo gekk faöir brúöarinnar frám og vafði hvitri silkisnúrú um höfuð þeirra og batt þau saman. Þetta átti að tákna sameiginlega lifslinu þeirra frá þessum degi að telja. Að lokum málaði faðir Supötru tákn frjóseminnar á enni brúðhjónanna. Þar á eftir kom svo sjálf vigslan, sem var mikilvægasta atriöið. Fyrst komu foreldrarnir og siðan allir gestirnir, einn eftir annan, blessuðu brúöhjónin og stökktu vigðu vatni á hendur þeirra, tuldruðu fyrirbænir og faðir hennar lagði svo undurfallega sveiga úr jasminblómum um hálsinn á þeim báðum......... Supatra og Thavis voru þá oröin hjón . . . .en hjónabandið var alls ekki viöurkennt af landslögum. Veizlan stóð alla nóttina, en Supatra og Thavis tóku ekki þátt I henni.Strax.aðvigslu lokinni, fór Thavis meö brúði sina heim til litla hússins, sem hann hafði leigt handa „litlu konu” sinni. Þetta var einfaldur staurakofi, sem stóö á skuröbakka en mjög boðlegur að mati þarlendra kvenna. Þau höfðu haft mikinn hraða á aö komast af staö, ekki eingöngu til að fá að vera ein, heldur lika vegna þess að hveitibrauðsdagar þeirra áttu að hefjast á þeim tima sem stjörnu- spámaðurinn haföi tiltekiö. Þetta er álitiö mjög mikilvægt i Tháilandi, til þess aö hamingjan fylgi hjónabandinu. Þegar kom að miönætti varð Thavi aö yfirgefa hana, hann varö aö flýta sér heim til „fyrstu konu”, sem 40 VIKAN 10. TBL. V

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.