Vikan

Tölublað

Vikan - 08.03.1973, Blaðsíða 18

Vikan - 08.03.1973, Blaðsíða 18
Klefaveggirnir voru naktir og hvitþvegnir. Inn i þetta litla herbergi kom nokkur birta i gegnum mjóan glugga, sem var meb járnrimlum og svo hátt uppi, ab erfitt var aö ná til hans. Vit- skerti maöurinn sat i strástól og einblindi á okkur starandi og vofulegum augum. Hann var magur og hrukkóttur, og hár hans var næstum hvitt. Hann kom manni ósjálfrátt til aö ætla, að hann hefði hærzt þannig á aöeins nokkrum mánuöum. Föt hans virtust allt of við fyrir visnaða útlimi hans, innfallna bringu og mergsoginn likama. Manni fannst ósjálfrátt, aö hann heföi veriö mergsoginn af hugsunum sinum,- af hugsunum, likt og ávöxtur er mergsoginn af ormi. Þessi hugsun var smátt og smátt aö éta upp likama hans. Hún, hin ósýnilega, hin óáþreifanlega hug- mynd, sem var laus við fjötra efnisins og þannig ekki hægt aö ná tangarhaldi á, nagaöi hold hans, saug sig I blóð hans, og lagði lif hanssmám saman i algera auön. En hve þaö var dularfullt, að þessi maöur skyldi vera drepinn af hugsun! Maöur óttaöist þennan vitfirring, en aumkaöi hann einnig. Hvaða einkennilegir draumar, hryllilegir og ban- vænir, gátu svifið aö baki enni hans og myndað slikar djúpar og sibreytilegar hrukkur i þvi? Læknirinn sagöi viö mig: „Hann fær hræöileg reiöiköst. Vitfirring hans er sú sér- kennilegasta, sem ég hef nokkurn tima vitað um. Eöli hennar er þrungiö ást og þrá. Hann er nokkurs konar andadýrkandi. Hann hefur skrifaö dagbók, sem sýnir mjög ljóslega sálsýki hans. Vitfirring hans er sýnileg, ef svo mætti segja. Ef þér hafið áhuga á þessu, megið þér lita á þetta Plagg.” Ég gekk á eftir lækninum inn i skrifstofu hans, og hann rétti mér dagbók þessa ógæfusama manns. „Lesiö hana,” sagði hann, „og segiö mér siðan álit yöar á þessu.” Þetta var efni hinnar litlu bókar: „Allt til er ég var þrjátiu og tveggja ára, liföi ég kyrrlátu, ást- snauöu lifi. Lifiö virtist mér mjög einfalt, mjög gott og auövelt. Ég var rikur. Sumir hlutir féllu mér vel I geð, en mig haföi aldrei langaö i neitt af neinni ástriðu. Þaö var gott að lifa. Ég vaknaöi hamingjusamur á hverjum morgni til þess að gera þaö, sem mig langaði sjálfan til þess að gera. Og ég gekk ánægöur til hvilu meö rólega von um hamingjusaman morgundag og áhyggjulausa framtiö. Ég haföi átt nokkrar ást- meyjar, án þess að hjarta mitt heföi nokkurn tima þjáöst af þrá eöa sál min særzt ■'holund ástarinnar eftir sameininguna. Þaö ei' gott aö lifa þannig. Það er betra aö elska, en þó hræöilegt. Samt ættu þeir, sem elska, að geta fundiö hamingjuna eins og aörir, ef til vill ekki eins mikla og mina, þvi aö ástin náöi valdi á mér á alveg ótrúlegan hátt. Þar sem ég var rikur, safnaöi ég fornum húsgögnum og gripum. Oft hugsaöi ég um hinar óþekktu hendur, sem höföu snert þessa hluti, um þau augu, sem höföu dáðstaðþeim, og þau hjörtu, sem höföu elskað þá, þvi aö slika hluti elskar maöur sannarlega! Mér dvaldist stundum timunum saman viö aö viröa fyrir mér litiö kvenúr frá siöustu öld, af þeirri tegund, sem borin var i keöju um hálsinn. Þaö var svo fingert, og glerungur þess og hiö upphleypta guliskraut þess svo fallegt. Og það gekk ennþá, alveg eins og dag þann, sem einhver kona hafði keypt þaö I sjöunda himni fyrir að eignast þennan dýrgrip. Hinn vélræni hjartsláttur þess hafði ekki hætt. Þaö haföi ekki hætt aö lifa sinu vélræna lifi, en haföi alltaf haldið áfram sinu reglubundna tifi, þó aö heil öld heföi þokazt fram hjá. Hver haföi þá fyrst boriö það á brjóstum sinum, I hlýju.skjóli fatanna, hjartsláttur úrsins þétt viö hjartslátt konunnar? Hvaöa hönd Ast handan lífsins Smásaga eftir Guy de Maupassant Nótt nokkra vaknaði ég skyndilega við það, að mér fannst ég ekki vera einn i herbergi minu. En ég var samt einn. Ég gat ekki sofnað aftur, og eftir að ég hafði bylt mér andvaka um stund, reis ég upp og tók fram hið gullna hár til þess að virða það fyrir mér. Mér fannst það jafn- vel yndislegra en venjulega og þrungið enn meira lifi. Gat hin dána snúið aftur? Hún kom! Ég sá hana, snerti hana, naut hennar likt og hún var, þegar hún var lifandi fyir á timum .... haföi haldið þvi meö sinum hlýju fingurgómum og siöan þurrkað af þvi, þar eö farið var aö falla á þaö af húörakanum? Hvaöa augu höföu horft á þessa blómskreyttu skifu, beöiö eftir stundinni, hinni kærkomnu stund, hinni dýrlegu stund? Hve ég þráöi þaö að sjá hana og þekkja, konuna, sem haföi valið þennan sjaldgæfa og frábæra grip! En hún er dáin. Ég er haldin þrá eftir konum fyrri tima. Ég elska allar þær, sem hafa elskaö fyrir löngu. Saga um liönar ástir fyllir hjarta mitt söknuöi. Ó, feguröin, brosin, bliöuatlot æskunnar, vonirnar! Allt þetta ætti aö vera eilift! Hve ég hef tárfellt um nætur vegna kvenna liðinna' alda, svo fagurra, bliöra og dásamlegra, sem höföu opnað varir sinar fyrir kossum og eru nú dánar! Kossinn 18 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.