Vikan

Tölublað

Vikan - 08.03.1973, Blaðsíða 34

Vikan - 08.03.1973, Blaðsíða 34
Kaupmenn- Innkaupastjórar PRIMETTA- Sólglerau^u L973 eru komiu Eins og umlanfarin ár komurn við til með að liafa |>að bezta fáanle^a af sólgleraugum PKIMETTA sólgleraugu þekkja allir H.A. Tulinius heiidverzlun Austurstræti 14 Framhald af bls. 31. spjaldift og dollaraseölana, sem Jean hélt á — Jú, alveg sjálfsagt, herra Fairchild, kurraði hún. — Við getur örugglega komið þvi fljótt I kring, Jean. Hann kinkaði kolli til frú Mercer og gekk út úr búöinni. Hann brosti glaðlega til Jean. — Er hann eitthvaö skrftinn? spurði Jean. — Þetta er Harry Fairvhild, sagði frú Mercer með merkis- svip. — Hann hefir ráö á hverju sem hann vill. En nú biöa viöskiptamenn eftir afgreiðslu. Viltu sinna þeim? Jean sneri sér að skyldustörfunum. Frh.inæstablaði. AST HANDAN LlFS Framhald af bls. 19. ilmi þess, drekkja augum minum i hinum gullnu bylgjum þess og sjá loks hið skæra, bjarta líf fyrir handan það. Ég elskaöi það! Já, ég elskaöi það! Ég gat ekki lengur lifað fjarri þvi eða verið ánægður eina stund án þess að hafa það fyrir augum. Ég vænti — ég vænti — hvers? Ég veit það ekki — jú, ég vænti hennar! Nótt nokkra vaknaði ég skyndilega við það, aö mér fannst ég ekki vera einn i herbergi minu. En ég var samt einn. En ég gat ekki sofnað aftur, og eftir að ég haföi bylt mér andvaka um stund, reis ég upp og tók fram hiö gullna hár til þess að virða þaö fyrir mér. Mér fannst það jafnvel yndislegra en venjulega og þrungið enn meira lifi. Gat hin dána snúið aftur? Kossunum, sem ég haföi hlýjað þvi meö, tókst ekki að gera mig sælan, og ég bar það að rúmi minu og lagöist niöur viö hliö þess, þrýsti þvi aö vörum mlnum likt og ástmey, sem maður vonar að mega njóta. Hin dána sneri aftur! Hún kom! Já, ég sá hana, snerti hana, naut hennar likt og hún var, þegar hún var lifandi fyrr á tlmum, stór, ljóshærð, þrýstin, með svöl brjóst cg hörpulagaðar mjaðmir. Og ég gældi við og fylgdi þessum dásamlegu, bylgjumynduöu llnum eftir með augunum, frá hálsinum og til ökklans, og þær voru þrungnar yndislegri mýkt. Já, ég naut hennar hvern dag og hverja nótt. Hún haföi snúiö aftur, dauðinn, hinn fagri dauöi, hinn dularfulli, óþekkti og aödáanlegi dauði, kom til lifsins á hverri nóttu. Hamingja min var svo djúp og heit, að ég gat ekki dulið hana fyrir umheiminum, Ég fann til ómennskrar gleöi nálægt henni. Og við aö njóta þess óáþreifan- lega, ósýnilega dauða, fylltist ég djúpri, ólýsanlegri gleði. Engirin elskhugi hefur nokkurn tima notiö heitari né hræðilegri unaðar. Ég vissi ekki, hvernig ég á'tti að leyna hamingju minni. Ég elskaöi þennan dýrgrip svo heitt, aö ég gat ekki þolaö aö yfirgefa hann. Ég bar hann þvi alltaf á mér, hvert sem ég fór. Ég gekk með hann um stræti borgarinnar, eins og þessi dýrgripur væri eigirikona min, fór meö hann inn i leikhús og veitingahús, likt og væri hann ástmey mín. En þeir sáu þetta og gátu sér hins rétta til. Þeir tóku mig og fleygöu mér I dýflissu likt og illræöismanni. Þeir tóku dýr- gripinn frá mér! Ó, hvllik kvöl! Hér endaöi dagbókin..Og um leið og ég léit hugsandi augnaráði á lækninn,-kvaö allt I einu við hræöilegt óp, logandi af reiði og kveljandi þrá,- og virtist fylla fangelsið. „Hlustið þér,” sagöi læknirinn, ,,þaö er nauösynlegt að skvetta isköldu vatni á þennan and- styggil ega vitfyrring fimm sinn- um á dag. Þetta óp var frá Bertrand, sem varö ástfanginn af hinni dánu.” Ég komst viö af undrun, hryllingi og meðaumkun og stamaði: ,,En þetta hár — var það — var það til I raun og veru? ” Læknirinn stóð á fætur, opnaði skáp, sem var fullur af flöskum og læknistækjum, og kastaði til min þykkum vöndli af gullnu hári, sem flaug til min eins og gullinn fugl yfir þvera skrif- stofuna. Ég skalf, þegar ég fann hina bliðu, léttu snertingu þess. Og ég . stóð þar, og hjarta mitt baröist af viðbjóði og þrá, viðbjóði þeim, sem viö finnum til viö að snerta hluti, sem eru i sambandi viö glæpi, og þeirri þrá, sem fylgir freistingunni til þess aö reyna og rannsaka eitthvað, sem er dulrænt og bannfært. Læknirinn yppti öxlum og bætti við um leið: „Hvað er það, sem hugur mannsins erekki fær um?” 34 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.