Vikan

Tölublað

Vikan - 08.03.1973, Blaðsíða 38

Vikan - 08.03.1973, Blaðsíða 38
hann miklu minni áhuga, hafBi reynt af þeim of mikiö kæruleysi og tillitsleysi i kynferBismálum tii aB hann treysti þeim til aB nota þær samvizkusamlega. Þessi verja skyldi vera þannig, aB hiin ylli konunhi engum óþægindum eBa bólgu, og ekki átti hún heldur aB draga úr kynnautn hvorki konu né karlmannS. Á læknisferli sinum- hafBi dr. Mensinga komist I kynni viB ótal aBferBir til aB hindra getnafi, sem fólk hafBi gripiB til þrátf fyrir andstöBu klerka og lækna. Margar þessar aBferBir voru þannig, aB þær báru fyrst og fremst vitni um örvæntingu og algera fáfræBi þeirra, sem gripu til þeirra. Sumar konur höfBu bruggaB sér drykki úr eitruBum jurtum, aBrar reyndu bænir og særingar. Enn aBrar höfBu reynt aB hrista niBur úr sér sæBiB meB þvl aB hoppa eins og óBar væru þegar aB' samförum loknum. Einnig þekktist þaö aö troöa hinu og þessu, til dæmis ullarlagöi eöa sneiö af rófu eöa kartöflu, innst i leggöngin, til aö hindra aö sæöiö kæmist sína náttúrlegu leiö. Fjölmargar, sem prófaö höföu þessi ráö og mo. 3 önnur, höföu oröiö þungaöar engu aö siöur og þar á ofan veikar. Eina aöferöin, sem einhvern árangur virtist bera, var svo- kölluö „aö-gæta-sin” aöferö (á þýzku: Sich-in-achtnehmen). Prestarnir flokkuöu hana undir Visinda- og guöfræöiheitiB Onanismus og töldu hana þar áf leiBandi grófustu synd. Þá meiningu rökstuddu þeir meö frá- sögninni af Ónan i Fyrstu Mósebók. Júda, sonur Jakobs og aö sögn forfaöir Júdaættkvislar og GyBinga nútimans, haföi getiö þrjá syni viö kanverskri konu, og hétu tveir þeir elztu Ger og Ónan. SIBan stendur skrifaB: ,,Og Júda tók konu til handa Ger, frum- getnum syni slnum, hún hét Tamar. En Ger, frumgetinn son Júda, var vondur I augum Drottins, svo aB Drottinn lét hann deyja. Þá mælti Júda viB Ónan: Gakk þú inn til konu bróöur þlns og gegn þú mágskyldunni viö hana, aö þú megir afla bróöur Jrínum afkvæmis. En meö þvl aö ónan vissi, aö afkvæmiö skyldi eigi veröa hans, þá lét hann sæöiö spillast á jöröu I hvert sinn er hann gekk inn til konu bróBur slns, til þess aö hann aflaöi eigi bróöur slnum afkvæmis. En Drottni mislíkaBi þaö, er hann gjöröi, og lét hann einnig deyja.” Áhrif þessarar forn-hebresku þjóösögu á kynferöisllf og kynlífs- siBferöi kristinna þjóBa hafa veriö ósmá allt til þessa dags. Ot frá henni leit kirkjan á hverskonar sjálfsfróun sem' dauöasynd, og samfarir sem höföu annan tilgang en getnaö voru litlu eöa engu betur séöar. Sjúklingar Mensinga, sem höföu „ónaneraö” á þennan hátt, voru haldnar slikum samvizku- kvölum aö þær gátu trauölega sagt honum hiB sanna. Og rofnu samfarirnar (á latínu: coitus interruptus) höföu fleiri neikvæöar hliöar. Þeir karlmenn, sem' reiöubúnir voru aö „passa sig” á þennan hátt, voru ekki margir, og auk þess fengu fæstar konur kynferBislega fullnægingu, ef þessi aöferö var viöhöfö. En þær voru engu aö siöur reiöu- búnar aö neita sér um fullnæg- inguna, ef þær meö þvi móti gætu tryggt sig gegn þungun. En bæöi var erfitt aö treysta þvi, aö karl- mennirnir héldu aftur áf sér, og þar aö auki fullyrtu margar konur að þær heföu oröiö þungaöar, þótt svo aö maöur þeirra heföi gætt sin. Síðasta neyöarúrræöiö varö þá stundum aö framkalla fósturlát. Sumar höföu gert þaö marg- sinnis. Þær gerðu þaö meö hnefahöggum á kviöinn, eöa þá aö þær stungu prjónum upp I legiö, svo aö aöeins tvær aöferöir séu nefndar. Og ofan á þetta bættust samviskukvalir 'og helvltis- hræðsla, þvl 'að samkvæmt kristilegum móral hét það svo að fóstureyöing væri enn verri synd en afbrot þau, sem kennd voru viö Ónan ræfilinn. Eitt af þvl fyrsta, sem leitt var i lög I Þýzkalandi eftir aö þaö sam- einaöist i eitt riki meö Prússa- konung sem keisara áriö 1871, var aö hverri þeirri konu, sem eyöa léti fóstri, skyldi refsað meö fangelsisvist eöa þrælkunar- vinnu. Ekki dugöi þetta ofbeldi yfirvaldanna þó til að stöðva fóstureyöingar. Mensinga komst fyrst að þvi þegar hann var kallaður aö sjúkrabeöi kvenna, sem voru að dauða komnar eftir aö hafa framkallaö fósturlát meö einhverri háskaaðferöinni. Þær sögöu honum marga ófagra söguna af þeim ráöum, sem þær höföu gripiö til I neyö sinni. Þetta leiddi til þess, aö dr. Mensinga fór svo lltiö bar á að grennslast eftir, hvaöa aöferöir til getnaöarvarna væru heimul- lega notaöar hjá „betra fólki þýzku og erlendis.” 1 öllum þeim fræöibókum, sem þá voru til I heiminum um kvensjúkdóma, var ekki ein einasta lína um kynllf konunnar eöa getnaöar- varnir. En I hinum og þessum öðrum fræöum var aö þessu vikiö. Flestar hinar skárri af aöferðum þeim til getnaöarvarna, sem fólk notaöist enn viö I laumi, höföu þegar veriö þekktar hjá yfirstéttum fornþjóöa Róm- verskar heföarkonur höföu prófaö aö leggja innan I leggöngin þvagblööru úr sauökind og Gyöingakonur höföu troöiö inn i sig svampi gegnvættum I ediki. Eftir aö kristindómurinn náöi undirtökum á Vesturlöndum, haföi kirkjan látiö strika allar upplýsingar um þetta háttalag fornþjóðanna út úr þeim ritum, sem hún kom höndum undir. Þaö var ekki fyrr en á seytjándu öld, aö menn.fóru aö voga sér aö minnast á þetta opinberlega á ný, og þá fyrst meöal aöalsins I Frakklandi. 1 endurminningum sinum segir sá margfrægi kvennamaöur Casanova frá, verjum, sem geröar voru úr kindagörnum og dregnar yfir getnaöarliminn, og mun þetta I fyrsta sinn aö I skrifuöum heimildum er getiö smokksins, verju sem karlmenn nota enn I dag, þótt eitthvaö muni hafa dregiö út útbreiöslu hans meö tilkomu Pillunnar. Garnirnar, sem þessir fyrstu smokkar voru búnir til úr, vóru látnar liggja lengi I vatni, svo að þær yröu næfurnunnar, meö þaö fyrir augum aö smokkarnir drægju sem minnst úr kynnautninni. En þessar verjur voru svo dýrar, aö aðeins rfka fólkiö gat veitt sér þær. Þegar .fyrir 1840, þegar gúmið var komiö til sögunnar, var að vlsu fariö að framleiöa smokka úr gúmi og hafa þá til sölu I lyfjabúðum, en veröiö var enn of hátt til að almenningur réöi viöjiaö. í Frakklandi höföu konur líka aftur fariö aö nota edikvættu svampana, sem Gyöingar höföu haft um hönd foröum tíö. Var um þá bundin snúra, svo aö handhægt væri fyrir frúrnar aö draga þá út úr sér aö samræöi loknu. Hertogafrúin af Portsmouth, sem var viðhald Karls annars Breta- konungs, kenndi ensku aðals- kvenfólki notkun þessara svampa skömmu fyrir aldamótin 1700. Edik verkar aö visu eyöileggjandi á sáðfrumur, en þó reyndust þessir svampar ekki vel öruggir. Madame de Sévigné, frgeg menntakona viö hirö Lúövlks fjórtánda Frakkakonungs, segir frá þvl að konur þar á bæ hafi skolað sig meö álúni og 1710 var sprauta til skolunar fundin upp i Frakklandi. Skolunaraöferöin reyndist þó ekki fullörugg heldur og þótti auk þess spilla ástar- sælunni, þar sen> konurnar þurftu aö hendast á fætur strax aö sáö- láti loknu ef verulegar llkur áttu aö vera til þess aö skolunin heföi tilætluö áhrif. Sú aöferöin til getnaðarvarna, sem Mensinga lækni leizt hvaö bezt á, haföi veriö notuö af ung- verskum konum. Þær höföu reynt aö loka legopinu, sem skagar fram I leggöngin, meö hettu sem þær hnoöuðu úr býflugnavaxi. Um 1830 hafði lltt þekktur læknir þýzkur, dr. Wilde, reynt án mikils árangurS að búa til sllka hettu úr hrágúml. Svipuö varnaraöferö var þekkt á Italiu, eöa svo segir •Casanova I endurminningum slnum. Þar lokuöu konur innri hluta leggangnanna meö hýöi af hálfri sltrónu, sem þær lögöu saman meö þumal- og vlsifingri og stungu svo inn I sig. 1873 trúöi Mensinga manni aö nafni Friedrichsen fyrir vand- ræöum slnum. Friedrichsen þessi bjó einnig I Flensborg og haföi fyrir atvinnu aö smíöa tæki fyrir lækna. 1 félagi bjuggu þeir tveir til hettu, sem Mensinga nefndi (Occlusiv-Pessar” (af latneska oröinu „occludere”, sem þýöir: aö loka). Hetta þessi átti ekki aöeins aöloka legopinu, heldur og öllum innsta hluta leggangnanna, án þess þó að þaö drægi nokkuö úr ánægju hlutaöeigandi. Hettan var næfurþunn og úr gúmi. Þaö var auövelt aö leggja hana saman meö fingrunum og stinga henni slöan inn I leggöngin, þar sem hún bréiddi sjálfkrafa úr sér, alveg eins og sítrónubörkurinn, sem þær Itölsku höfðu notað. Christine, kona Wilhelms Mensinga, var sú fyrsta sem notaði þessa nýju verju. Þetta geröi að verkum, að þau hjón gátu nú notiö kynllfsins án þess aö þurfa aö hafa áhyggjur af ótlma- bærum barneignum. —Dætur þeirra tvær, Lilli og Helma, fæddust meö þægilegu millibili, 1874 og 1878. Þeir Mensinga og Friedrichsen héldu stööugt áfram aö endurbæta hettuna. Mensinga uppfræddi sjúklinga sina enn- fremur grandgæfilega um, hvernig þær ættu aö meöhöndla hettuna. Fyrst áttu þær aö mýkja leggöngin meö sápulööri, svo aö innfærslan yrði auöveldari. Vikulega og einnig alltaf fyrir byrjun tíða varö aö taka hettuna út, þvo hana vandlega og láta hana siöan inn aftur. Hettan var auk þess ódýr og hægt aö nota þá sömu I allt aö þvl þrjú ár. Og hvorki fyrir eöa eftir samræöi þurfti aö gera nokkrar truflandi og leiöinlegar ráöstafanir. Mensinga lifði nú „hamingju- rikasta tlmabil ævi sinnar,” aö þvi er hann sjálfur segir frá. Konur, sem áður höföu stundaö rofnar samfarir og enga fullnægingu fengiö, og aörar, sem „framiö höföu sjálfsfróun I leyni”, komu nú til hans hver af annarri, færöu honum þakkir og sögöu aö nú væru allar þeirra kynllfsáhyggjur úr sögúnni. Aörar, sem haldiö höföu sér köldum og hlutlapsum viö samfarir I þeirri fánýtu trú, aö þaö kæmi I veg fyrir þungun, nutu nú kynlífsins I fyrsta sinn á ævinni. „Tár þeirra vættu hönd mlna aö skilnaöi,” skrifar læknirinn I Flensborg. Til hans komu út- plskaöar og uppgefnar konur, konur sem þjáöust af sjúkdómum I legi, nýrum, hjartveikar konur, konur verkamanna, ökumanna, 38 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.