Vikan - 08.03.1973, Blaðsíða 17
Isra, fjölskylda Supötru, fyrir framan æskuheimili hennar.
Maöurinn meO gleraugun er faöir hennar. Móöir hennar stendur
á milli hans og frændans, sem heldur á barni.
Thavi og Supatra búa f þessu húsi, sem reist er á staurum og er
meö bárujárnsþaki.
◄
Supatra er tvftug og mjög lagleg stúlka. Thavi biölaöi til hennar f
heilt ár, án þess aö láta sér detta Ihug aö kyssa hana.
Síamsstúlkan Supatra var
aöeins tuttugu ára, þegar hún
kynntist fyrst vonzku heimsins,
en hún var fljót til aö læra af
reynslunni. 1 heilt ár haföi ungur
myndarlegur maöur biðlaö til
hennar, á þann dyggöuga hátt,
sem sæmandi er í Thailandi.
Þetta var myndarlegur maöur,
tuttugu og sex ára og hann hafði
góöa stöðu, sem móttökustjóri við
eitt finasta hótelið i Bankok.
Hann heitir Thavi og þótti ekki
amalegt mannsefni, svo Supatra
horfði björtum augum á fram-
tíðina. Hann var lika mjög
aölaðandi maöur, laglegur- og
háttvís. Þegar á allt var litið, var
hann ákaflega ákjósanlegt
mannsefni.
1 fyrstu fékk Thavi Supötru til
að koma með sér i langar
gönguferöir, en þá voru alltaf
tvær vinkonur með henni, til að
gæta siðgæðisins og fyrirbyggja
slúður. Þau voru feimin i fyrstu
og töluðu fátt. Vinkonurnar voru
lika siflissandi og það bætti ekki
um fyrir þeim. Eftir nokkra
mánuði lagði ungi maðurinn i það
að bjóða henni i bió, sem hún
þáði, en að sjálfsögðu varö hann
aðbjóða vinkonunum lika. önnur
þeirra sat á milli þeirra, svo að
þau hefðu ekkert tækifæri til
„ósiðsemi”.
Svo fór Thavi að heimsækja
sina heittelskuðu. Hann var
kynntur fyrir fjölskyldunni, sem
strax tók vel á móti honum.
Foreldrar stúlkunnar voru mjög
hrifin af þessum hlédræga unga
manni.
Faðir Supötru var skrif-
stofustjóri i stóru verzlunar-
fyrirtæki og var nokkuð vel
stæður, en hann hafði sjálfur
unnið sig upp og kunni þvi vel við
þennan unga aðdáanda dóttur
sinnar. Thavi átti mikla framtið i
hóteliðnaðinum.
Faðir Supötru hikaði þvi ekki
við aö gefa unga fólkinu grænt
ljós.
Á heitum kvöldum sátu þau tvö
þvi oft á veröndinni framan' við
hús foreldra Supötru og töluðu
saman, en foréldrarnir höfðu
samt á þeim strangar gætur. Þau
voru lika mjög feimin, en Thavi
gat þó nokkrum sinnum stungið
að henni visuhendingum og
aðdáunarorðum.
Það heyrði til. En hann varð
kjarkaðri, þegar frá leið
og las fyrir hana ástarkvæöi,
stundum söng hann lika ástaróð.
Þau voru Hka farin að sitja lengi á
veröndinni, stundum fram undir
morgun. Hann hafði lika kysst
hana nokkrum sinnum, én ekki
samt á vesturlandavisu. Hann
þrýsti nefinu fast að vörum
hennar, til að geta andað að sér
ilmi frá hörundi hennar og ef til
vill að snerta sál hennar.
Þótt þau væru nú látin ein i
marga klukkutima, snerti hann
ekki einu sinni hönd hennar eða
strauk um skinandi hár hennar.
Það er bannað i Thailandi.
Höfuðið er álitið helgasti staður
likamans, sem alls ekki má
snerta. Það vita allir góðir
Siamsbúar. Hendurnar eru lika
heilög vé og að snerta þær er það
sama og að gera tilraun til aö tæla
stúlkuna. Og að sjálfsögðu varð
Supatra, eins og aörar
Simastúlkur að vera hrein og
ósnert, þegar hún gengi i
hjónaband.
Framhald á bls. 39.
10. TBL. VIKAN 17