Vikan - 22.03.1973, Síða 7
MIG DREYMDI
TIL TUNGLSINS
Elsku draumráðandi!
Ég sendi þér hérna draum til að glíma við. Mér fannst
ég vera að fara í langt ferðalag. Ferðinni var heitið alla
leið til tunglsins. Ég var búin að fá einhvers konar grímu
til að hafa á leiðinni.
Jæja, ég var heima og var inni í herberginu mínu. Fugl-
arnir mínir (ég á páfagauka, karl- og kvenfugl) voru bunir
að verpa á gólfið í búrinu. Það einkennilegasta var, að það
var varphús fvrir framan búrið og inni í því var gulur fugl,
eins og svanur, en bara miklu minni. Hann lá á eggjum.
Rétt áður en ég vakna var mamma að segja mér að gefa
nú fuglunum vel, því að ekki væri víst að ég kæmi strax
heim aftur.
Ég man drauminn ekki lengri. Vonast eftir svari sem
fyrst. Ég hef áður sent draum og þakka fjarska vel fyrir
ráðninguna. A.A.
Ö'l táknin i þessum draumi virðast hafa jákvæða merk-
in?u: tungl, fuglar, egg. Við ráðum drauminn þannig, að
þú munir innan skamms fá verðskuldaða viðurkenningu
fyrir vel unnið starf á einhverju sviði.
MEÐ HJARTA Á TÁNUM
Elsku draumráðandi!
Mig dreymdi draum fyrir nokkru og langar mi,kið að
biðia þig að ráða hann, því að hann hefur valdið mér svo
miklum heilabrotum. Draumurinn var allur skýr og ekk-
ret rugl kom inn á milli. Mér fannst hann alltaf endurtak-
ast. aftur og aftur.
Fn draumurinn er svona:
Ég var stödd á Akureyri. Það var vetur og snjór yfir
öliu, tunglsljós og stillt veður og þess vegna ekki mjög
kalt. Mér fannst ég koma inn á einhvern skemmtistað, en
veit ekki hvar hann er, því að ég er ekki kunnug þarna.
Mikið var af fólki í aðalsalnum og nokkrir krakkar, sem
stóðu úti í horni og voru að kjafta saman. Eg kannaðist
ekkert við þá.
Þar sem ég stend þarna kemur allt í einu strákur út úr
aðalsalnum og stendur eins og í einhverju dái .(undir ein-
hverjum áhrifum) fyrir framan dyrnar. Hann virðist ekki
vita neitt af sér, né hvað er að gerast í kringum hann. (Ég
þekki ekkert þennan strák, en veit alveg hver hann er).
Mér fannst strákurinn endilega þurfa að komast heim
til sín, en hann þyrfti hjálp til þess eins og hann var á
sig kominn. Mér fannst krakkarnir í horninu kannast mjög
vel við hann, en þeim sé eitthvað illa við hann og þau vilji
ekki hjálpa honum heim. Eg verð mjög undrandi yfir því,
að bau vilji ekki skipta sér neitt af honum.
Ég geng til þeirra og spyr, hvar hann eigi heima. Þau
nefna tiltekna götu og húsnúmer, sem ég vil ekki láta uppi
hér (gatan er til á Akureyri). Ég styð síðan strákinn út og
ætla að hiálpa honum heim til sín. Hann rankaði ofurlítið
við sér, þegar við komum út. Við töluðum ekkert saman,
en i hvert skipti sem ég leit á hann, þá brosti hann til mín.
Við héldum hvort utan um annað, því að ég varð að styðja
hann.
Mér verður litið niður og tek þá eftir, að hann er í ofsa-
lega stórum og háum skóm, sem eru eldrauðir og með
hjarta á tánum. Það bar mikið á skónum í hvítum snjón-
um. Við gengum framhjá einhvers konar skemmtigarði,
sem var allur uppljómaður, og þá sá ég Akureyrarkirkju.
Það var leigubíll fyrir utan garðinn og kona í honum. Ég
spyr hana, hvar gatan sé, sem krakkamir sögðu mér frá.
Hún segir, að gatan sé langt í burtu og við verðum að
ganga upp mikinn bratta og síðan niður aftur til þess að
komast á leiðarenda. Hún segir einnig, að það verði mjög
erfitt að komast upp, því að það sé svo hált og við getum
dottið. Ég segi, að hún þurfi ekkert að óttast um okkur.
Við komumst þetta alveg.
Við höldum áfram og komumst klakklaust upp. Það lifn-
aði alltaf meira og meira yfir stráknum. Eg held bara, að
hann hafi verið farinn að segja eitthvað. Ég leita stöðugt
að götunni, en finn hana hvergi.
Þá fer ég með strákinn inn á einhverja biðstofu og ætla
að láta hann biða þar, þar til ég hafi fundið götuna. Eg
kem inn á aðra slíka biðstofu. Þar er fólk, og ég spyr það
um götuna, en það veit ekki hvar hún er. Þá hætti ég al-
veg að leita að götunni og fer aftur til stráksins í biðstof-
una. Þar var enginn nema hann. Báðar biðstofurnar voru
málaðar í allavega tónalitum.
Og þá varð draumurinn ekki lengri.
Með fyrirfram þakklæti fyrir birtingu.
Ein 17 ára, sem vonast fljótt eftir ráðningu,
annars springur heilinn.
Það er fátt um tákn í þessum draumi, og verður því að
reyna að ráða hann eftir hugblænum. Þetta er sannkallað-
ur stemningsdraumur. Liklega kynnist þú innan skamms
strák, sem þér er lítið gefið um í fyrstu, en leiðir ykkar
liggja saman aftur. Ytri aðstæður hans eru eitthvað erfið-
ar og sömuleiðis á hann við sálræna örðugleika að striða.
Áður en þú veizt af hafið þið tengzt sterkum böndum. Þú
ert hrædd um, að þú kallir yfir þig óhamingju og erfið-
leika með því að vera með honum og reynir að losa þig við
hann. En þér tekst það ekki, og að síðustu verður þér ljóst,
að þér líður hvergi betur en í návist hans þrátt fyrir allt.
SUMAR OG SMJÖR
Kæri draumráðandi!
Mig dreymdi, að ég væri að koma af litlu jólunum í skól-
anum. Ég var í ósköp venjulegum hversdagsfötum, en hélt
á kertalampa. Úti var gott veður. Með mér var strákur, en
ég er hrifin af bróður hans. Þegar við komum út úr skól-
anum, lögðum við lampana upp við skólann og gengum
svolítið í burtu. —
Þá vorum við komin upp í sveit. Við lögðumst á mag-
ann í grasið beint á móti hvort öðru og töluðum saman og
kysstumst öðru hverju. Við virtumst vera óskaplega ást-
fangin. Þá var allt í einu farið að snjóa, nokkrir krakkar
komu og við fórum í snjókast við þá. Strákurinn hljóp á
eftir mér og ætlaði að bíta í mig. Hann náði mér loksins,
og þá varð aftur sumarveður. Við héldumst í hendur og
hlupum í burtu.
Um leið vaknaði ég.
Ég vona, að þú skiljir þetta.
Með þökk fyrir birtinguna, ef úr henni verður.
Ein forvitin.
Það er taliff fyrir trúlofun, ef ógiftan dreymir, aff hann
beri kerti meff björtu ljósi. Viff fáum ekki séff annaff en
þetta sé hinn bezti draumur í alla staffi, nema ef vera
skyldi snjórinn, sem ef til vill táknar skammvinn veikindi.