Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 22.03.1973, Qupperneq 21

Vikan - 22.03.1973, Qupperneq 21
En eitt var alveg ljóst, þaö voru einhverjir, sem voru reiöubúnir til að fremja bæöi morö og rán til aö komast aö leyndarmáli Bernies. En hvers vegna? spuröi Harry sjálfan sig. Leyndarmál Bernies var ábyggilega i sparigrisnum. Og hvar vár þessi gris nú? Jean Cunliffe leitá hann, bláum augum og sagði: — Búðin var full af börnum i gærkvöldi, þér verðið aö skilja það. Börn eru mjög tor- tryggin, þau halda aö vörurnar sem eru sóttar i vörugeymsluna, séu alls ekki eins góöar og þær sem hafa verið i búöinni. Hún beit á vörina og svo sagöi hún brosandi: — Ég man vel að ég seldi þrjá sparigrisi, hélt hún áfram. — Ég man það, vegna þess aö ég lagði á mig litina, svo aö ég gæti fyllt aftur i skarðið. Einn grisinn var rauður. Litil stelpa öskraöi eins og vitlaus, benga þess aö hún vildi eignast þennan gris, en foreldrarnir reyndu aö fá hana til að skilja að þaö væri mjög óhentugt aö hafa leirmuni i farangri sinum á feröalagi um Evrópu. Harry var búinn aö ná sér i blýant og blaö. Hann skrifaði: „Rauöur-Stúlka-Evrópa”. Hann mætti augum hennar og kinkaði kolli, eins og til að örva hana til að halda áfram frásögninni. — Ég man ekki hvað þau sögðust heita, sagði hún, — en þau báðu mig um að flýta mér. Þau sögðu að ég þyrfti ekki aö pakka grisnum inn. Flugvélin þeirra var á förum. Þetta var einhverskonar hópferð, allt ákveðið og greitt fyrir fram. Er þetta nokkuð til hjálpar? — Það er ekki ómögulegt, sagði hann. — Haldið áfram. Og nú var bros hans innilegt. — Einmitt vegna þess að þessi krakki var svoddan óhemja, man ég að það var önnur telpa, sem vildi þennan sama gris. En hún lét segjast og þáði þann græna. Harry skrifaöi „Telpa, grænn”. — Hún hét Deirdre og var frá trlandi, sagði Jean. — Ég heyrði það á mæli hennar. Hann leit snöggt upp. Var það rétt að það brá fyrir viður- kenningarsvip i grá-grænu augunum? — Mér fannst þetta nafn svo fallegt, sagöi Jean brosandi. — En biöið andartak, nú man ég nokkuð meira. Móöirin talaði um aö þær væru á leið hdim til Ballycoo. Bally-coo. Nú brosti Harry út undir eyru. — Dugleg stúlka, það má nú segja, sagöi hann. — En nú man ég vist ekki mikið meira, sagði Jean hikandi. — Svo voru tveir grisir eftir, sá guli og filabeinshviti. Ég seldi litlum dreng þann gula. Ég man það glöggt og lika að faðir drengsins, eða maðurinn sem var meö honum, borgaði með ferðatékk upp á tiu dollara. Hún leit á hann út undan sér. Það gæti verið að ég væri ekki lengur svo heimsk i hans augum? hugsaöi hún. — Hvar er þessi ferðatékkur núna? — Ég býzt við að hann sé i bankanum. Harry virti fyrir sér athuga- semdirnar á pappirnum. — Þvi i ósköpunum var vinur yðar að láta svona mikilvæg skilaboð i sparigris? spurði hún undrandi. — Þeirri spurningu get ég ekki svarað. Harry var farinn að vera kvikur á stólnum. — Drekkið nú kaffiðyöar, ungfrú.......Jean? — Jean Cunliffe. — Ungfrú Cunliffe. Ég þakka yður hjartanlega fyrir það hve þér hafið verið samvinnuþýð. Þetta litla sem þér vissuö virðist mjög mikilvægt eins og er. ég er 12. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.