Vikan - 22.03.1973, Qupperneq 22
« JL£«T AB
SPARh
*
yður mjög þakklátur. ( Hann gat
verið mjög aðlaöandi.) ,
Jena lyfti kaffibollanum og
starði hugsandi út i loftið. '
— Þetta er undarlegt. Hún hafði
séð eitthvaö. — Þetta er einn af
farþegum sömu flugvélarinnar
frá i gærkvöldi. Hvaö skyldi hann
vera að gera hér? Hér rétt fyrir
utan sé ég manninn, sem kraup
við hliðina á meövitundarlausa
manninum, vini yðar.
— Lýsið honum.
— Hann er klæddur brúnum
fötum og hann stendur rétt utan
við glerhurðina. Hann horfir
eiginlega beint i hnakkann á yður.
— Jæja, það er þá eitthvert
erindi sem hann á hingað á
flugvöllinn, tautaði Harry. An
þess að snúa sér við, fór hann að
tæta pappirsblaðið i smásnepla.
— Getið þér nú ekki sett upp
geislandi bros og sagt mér allt
sem þér vitið um þennan mann?
Hvað gerði hann i gærkvöldi?
Jean gerði eins og hann bað
hana, brosti bliðlega. — Hann
reyndi liklega ekki að gera annað
en það sem hver samborgari
myndi gera fyrir meöbróður sinn.
Hann sagðist vera að leita að skil-
rikjum i vasa vinar yðar. Svo
kom hann til min og spuröi hvað
vinur sinn hefði sagt mér. En
kona, sem kom meðsömu flugvél,
sagði að hann heföi verið að
ljúga............
— Ljúga? Harry var nú búinn
að tæta pappirinn i örsmáar
agnir.
— Já, hún sagði það. En finnst
yður það ekki skrítiö?
— Eftir þvi sem ég hefi skilið,
þá var þessi maður mjög
áhugasamur um ferðir vinar
mins?
— Ég v"it það reyndar ekki,
sagði Jeih. — Nokkru siðar
heyrði ég hann segja lögreglunni
að hann heföi alls ekki þekkt
þennan Bernie yöar. Hann hefir
liklega aðeins verið þarna af
tilviljun.
— Veriö hvar.......?
— t næsta simaklefa, sagði
Jean.
Harry hallaði sér aftur á bak,
eins og hann stæði á öndinni.
Hann sagöi: — Hvar búið þér?
— I ibúð, svaraði hún lágt.
— Búiö þér með karlmanni? Ég
á við hvort þér eruö gift. Eða
hvort þér búið meö föður yðar?
Eða eldri bræðrum ............?
Eða einhverjum?
— Eg bý ein, sagði hún
kuldalega.
Harry hnoðaði bréfsneplana
saman I kúlu. — Ég ætti liklega að
leita til sálfræðings, sagði hann
þunglega. — Hvern fjandann á ég
nú að gera við yður?
— Já, sagði hún. — Hversvegna
ættuð þér að gera eitthvað við
mig?
.— Nú förum viö aftur I gjafa-
búðina, sagði hann. — Þér segið
upp stööunni. Þér hafið fengiö
nýtt og betra starf. Hann stóð
upp.Frá þessari stundu að telja
eruö þér einkaritari heimskingja.
— Hvað i ósköpunum eruö þér
að tala um? spurði hún
hneyksluð.
— Þér eruð ráðin I mina
þjónustu, eigum við að segja
þúsund dollara á viku til að byrja
með?
— Og hvað, sagði hún iskalt, —
hvað á ég svo að láta af mörkum
fyrir allt þetta kaup?
Hann settist aftur. — Mér datt i
hug hvort þér mynduð ekki geta
þekkt aftur krakkaormana, sem
keyptu grisina, tautaði hann, eins
og við sjálfan sig. Hann leit svo á
hana með alvörusvip.
— Hafið þér vegabréf i lagi?
Hún ýtti stólnum frá borðinu og
starði á hann, skelfingu lostin.
— Hvaö eigið þér við með þvi.
Augnaráð hans varð eins og
lasergeisli. — Ég á við það aö þér
komið með mér og reynið að
hjálpa mér að finna krakka-
ormana.
— Koma með yður..............
hvert.......?
— Hvert sem við þurfum aö
fara. Ég get fundið út hvaöa
flugvél var tekin á leigu fyrir
ferðamannahópinn i gærkvöldi
klukkan sjö. Og hvað farþegárnir
eru nú staddir- hvar við getum ef
til vill náð þeim. En fyrsta starf
yðar verður að finna hvert ferða-
ávisunin hefir farið, hvaða banki
hefir leyst hana inn, svo viö
getum vitað eitthvað um þann
sem keypti þriðja grisinn.
Jean skalf. Þegar hún stóð upp.
— Þér eruð alveg frá yður.
— Nei, nei, aðeins heimskur,
sagði hann, þungur á brúnina.
— En ég er ekki svo heimskur að
ég ætli að láta ganga frá yður eins
og Bernie.
— Ó, hamingjan sanna.
— Hvaö haldið þér að þessi
njósnari haldi að við höfum veriö
að tala um allan þennan tima?
spurði hann reiðilega. — Og ég
var jafnvel svo heimskur að vera
að skrifa niður það sem þér
sögöuð. Hann var reyndar búinn
að eyöileggja bréfsnepilinn.
— Hvaöa njósnari og hvers-
vegna.......?
. — Komið nú, tók hann frami
fyrir henni. — Við skulum koma
og segja húsbónda yöar að þér
hafið skipt um vinnu.
Meöan hann greiddi reikn-
inginn horföi Jean út um
glerhurðina. Maðurinn I brúnu
fötunum, digri maðurinn, sem
hafði verið með blómsveig um
hálsinn i gær, beygöi sig yfir
dagblað og þóttist vera aö lesa. —
(Hversvegna hélt hún að hann
þættist vera aö lesa?)
Um leið og þau komu inn i
gjafabúöina, ýtti hann henni til
hliöar og skálmaöi I áttina til frú
Mercer, sem var aö afgreiða við-
skiptavin. Hann sagöi hátt og
skilmerkilega: — Ég vona aö þér
komizt af án ungfrú Cunliffe?
Við höfum nefnilega gert meö
okkur samning. Vilduð þér ekki
vera svo góö að skýra þetta fyrir
eiganda verzlunarinnar? Viljið
þér nú ekki vera svo væn, frú
Mercer? Ég er búinn að útbúa
notalegt ástahreiður handa okkur
og mér er mikið i mun aö viö
getum komizt þangaö sem fyrst.
Frú Mercer var blóðrjóð og
Jean sá greinilega rautt af reiöi.
Konan, sem var að verzla flissaði
kjánalega.
En Harry Fairchild sneri
ávisanahefti milli handanna,
skrifaði nafn eigandans og
simanúmer. — Ég get reyndar
gert út um þetta við hann sjálfur,
sagði hann vingjarnlega. —
Komdu nú, sykurbrúðan min,
sagði hann við Jean
Jean reyndi að skýra þaö fyrir
frú Mercer að hann væri að gera
aö gamni sinu, að þetta væri ekki
satt, en frú Mercer hvæsti
hreinlega á hana, rétt ens og
slanga. Jean varö þá köld og
róleg. Hún hafði reyndar enga
löngun til að vinna þarna áfram.
Hún streyttist ekkert á móti,
þegar Harry dró hana með sér út
úr búðinni.
— Það var svo, sagði Harry
glaðlega. Hann tók ekkert tillit til
þess aö hún var alveg dolfallinn
og utan við sig. — Nú þurfum við
aðeins að losna viö hann.
Hann ýtti henni i áttina til
mannsins i brúnu fötunum. — Þér
eruð einmitt maðurinn sem ég
þurfti að tala við. Þessi stúlka
segir að þér hafið veriö viö-
staddur þegar Bernie
Beckenhauer datt niöur i
gærkvöldi, sagði hann ákveðinn.
— Viljið þér segja mér hvaö þér
gerðuö við farangursnúmeriö
hans? Þér tókuð það. Og hvað
geröuð þér við farangur hans.
— Yður skjátlast, það hlýtur aö
hafa verið einhver annar, sagöi
maöurinn illskulega. Stingandi
augnaráð hans varð flöktandi.
— Hvaö heitið þér? spurði
Harry mynduglega og gekk i
áttina til hans.
— Oh, hver eruð þér, ef ég'
mætti spyrja? Maðurinn rétti úr
bakinu.
— Fairchild. Harry Fairchild.
— Ég heiti Victor Varney. Og
ég held þér vitið ekki hvað þér
eruð að tala um
— Þér voruð meö flugvélinni
frá Hawaii i gærkvöldi, er það
ekki rétt? Hún sá yður. Og hvað
eruð þér að gera hér nú? Harry
gekk fast aö honum.
Maðurinn varð ergilegur. — Ég
held að þér séuð alveg geggjaður.
Afsakið mig, ég hefi engan tima
til að tala við fábjána. Hann sneri
sér við og gekk I burtu. Harry
horfði á eftir honum, þar til hann
var alveg horfinn.
— Ja, ég veit ekki,
ég . . . .Harry leit niöur til Jean,
sem var að reyna aö koma tal-
færunum i gang. — Nú heldur
hann vonandi að hann viti allt
sem þér hafiö sagt mér.
Án þess að mögla lét hún hann
teyma sig inn i simaklefa. Hann
ýtti henni inn fyrir dyrnar og lét
hana setjast. Og þar sat hún,
hálfpart falin bak viö hann og
hlustaði á að hann sagöi ein-
hverja vitleysu i simann.
Harry valdi númerið á
skrifstofu búöareigandans. Hann
fékk að vita hvaða banka hann
skipti við. Bankinn var ekki opinn
ennþá. Þá valdi hann einkanúmer
bankastjórans. Sagöi honum
allskonar vitleysu. Svo hringdi
hann á upplýsingaskrifstofu flug-
félagsins og fékk að vita brott-
farartima flugvélanna. Hann
fékk þær upplýsingar sem hann
vildi. Þarnæst hringdi hann til
ferðaskrifstofunnar, til að vita
hvert ferðamannahópurinn hafði
farið kvöldið áður.
Þegar hann var loksins búinn
að ljúka öllum þessum langlokum
af I simann, stakk hann höndinni
undir arm hennar og þrammaði
af stað með hana. Hún var alltof
viðutan, til að taka eftir litla,
óásjálega manningum með gráa
flókahattinn, sem stóö i næsta
simaklefa.
Harry teymdi hana að
miðasölunni og keypti, ekki einn,
heldur tvo farmiöa til
Kaupmannahafnar. Hann spurði
svo um framhaldsflug til
Amsterdam og Jean reyndi ekki
einu sinni aö bera fram mótmæli.
Hann hafði örugglega ráð á aö
fara til Kaupmannahafnar,
hvenær sem honum dytti i hug og
hann gat keypt svo marga
farseðla sem hann lysti, en hún
ætlaði ekki að fara meö honum.
Harry sagði: — Við höfum
nákvæmlega fjóra klukkutima til
að láta niður i töskur og koma
okkur af staö. Getiö þér náð þvi á
svo stuttum tima?
— Nei, sagöi hún meö isköldum
róm.
Þau voru á leiö til útgöngu-
dyranna. — Þá verð ég aö finna
einhver ráð til að fela yður á
öruggum stað og hafa um yöur
traustan lifvörö. En ekki i húsi
föbur mins.
— Nú, sagði hún, — hversvegna
ekki þar?
Framhald á bls. 39.
22 VIKAN 12. TBL.