Vikan - 22.03.1973, Page 47
TRUMAN CAPOTE
Framhald af bls. 10.
segja. Sjálfur er ég ánægður
með verkið, en framleiðand-
inn, Paramount Pictures, er á
öðru máli. Eg kenni í brjósti
um þann, sem reynir að end-
urbæta handritið.
Ég var fimm ár að skrifa
,,Með köldu blóði“, og eitt ár
að jafna mig eftir það, ef hægt
er að segja svo. Það líður varla
sá dagur, að eitthvað af því
sem ég upplifði þá, varpi ekki
skugga á tilveru mína.
En áður en ég fór að vinna
að þeirri bók, reyndar strax
eftir að „Morgunverður hjá
Tiffany" kom út árið 1957, fór
ég að safna efni í stóra skáld-
sögu, sem ég kallaði „Answered
Prayers“, bókin heitir þvi
nafni. Ég tók bókarheitið eftir
orðum, sem höfð eru eftir
Heilagri Theresu: „Það hafa
runnið fleiri tár yfir bænum,
sem voru bænheyrðar, en yfir
þeim, sem ekki voru bæn-
heyrðar." Og ég held að þetta
sé satt: um leið og ein bæn er
uppfyllt, ber maður aðra fram.
Þetta er eins og hundar í kapp-
hlaupi við gervihéra, þeir ná
honum aldrei. Þetta á við bæði
það góða og vonda í lífinu.
„Answered Prayers" er
margslungin bók og mesta verk
sem ég hef fengizt við fram að
þessu. Hún er þrisvar sinnum
lengri en allar bækur mínar
til samans. Síðustu árin hef ég
haft hug á að ljúka þessu verki,
en það er eins og þetta vindi
alltaf upp á sig, en verði að
lúta ákveðnum takti. — „An-
swered Prayers“ er eins og
hjól með tylft hjólrifa, og vél-
in, sem knýr hjólið er mjög
óvenjuleg kona, sem hefur átt
hálft hundrað ástarævintýra
og hefði getað gifzt hverium
sem hún vildi, en hefur elsk-
að ,,eldri“ mann í tíu ár, mann
sem ekki getur kvænzt henni,
vegna þess að hann á konu
fyrir og mörg börn, og vill alls
ekki skilja við konu sína, þar
sem hann hefur hug á því að
gefa kost á sér áem forseta
Bandaríkjanna.
Ef þú hefðir ekki ákveðið
að gora ritstörf að ævistarfi
og verða skapandi listamaður,
hvað hefðir þú þá gert?
Ég hefði kosið að verða lög-
fræðingur. Ég hef reyndar oft
hugleitt það, og margir lög-
fræðingar, þar á meðal dóms-
málaráðherra og hæstaréttar-
dómari, hafa sagt mér að ég
hefði getað orðið mjög góður
glæpamálalögfræðingur, þótt
rödd mín, sem talin er skræk
og barnaleg, hefði kannski
ekki notið sín sem bezt í rétt-
arsölum.
Ég hefði heldur ekki haft á
móti því að láta einhvern sjá
fyrir mér, en það hefur eng-
inn sýnt neina löngun til þess,
nema þá í eina viku eða svo.
Stundar þú íþróttir?
Já, ég fer stundum í nudd.
Getúr þú búið til mat?
Ekki handa öðrum. Ég bý
alltaf til sama matinn handa
sjálfum mér; tómatsúpu og
kex. Stundum legg ég í það að
baka kartöflur og borða þær
með nýjum kaviar.
Hefur þú nokkurn stjórn-
málaáliuga?
Ég hef þekkt nokkra stjórn-
málamenn, sem ég hef metið
mikils og það er ekki hægt að
hugsa sér hve ólíkir þeir eru
hver öðrum. Adlai Stevenson
var vinur minn, mjög kær vin-
ur. Við vorum einmitt gestir í
sama húsi, þegar hann lézt og
ég minnist þess að ég sá lög-
regluþjón vera að láta ofan í P
^öskurnar hans. Ég komst við,
þegar ég sá að hann ætlaði að
fara að loka þeim og tók eitt
af hálsbindum hans. Ég hafði
einmitt verið að dást að þessu
hálsbindi kvöldið áður og hann
saeði þá að ég mætti eiga það.
Ég hef líka haft miklar mæt-
ur á Ronald Reagan. Margir af
vinum mínum halda að ég sé
að gera að gamni mínu, þegar
ég segi það. Þótt Stevenson og
Reagan hafi verið svo eiör-
ólíkir menn, hefur sá síðar-
nefndi þó eitt sameiginlegt með
þeim fyrrnefnda, nefnilega lát-
leysi og hreinskilni, þeir horf-
ast beint í augu við mann og
segja það sem þeim finnst, og-
það er mjög óvenjulegt í okk-
ar hópi, svo maður tali nú ekki
um hóp stjórnmálamannanna.
É’g get ímyndað mér að Reag-
an fylkisstjóri og Jakob Ja-
vits, senator í New York hafi
ósjálfrátt andúð hvor á öðr-
um, en samt gæti ég trúað að
þeim kæmi prýðiléga saman.
CRaunverulega ástæðan fyrir
bví að ég læt mér tíðrætt um
Reagan og Javits er sú, að ég
er mikill aðdáandi eiginkvenna
þeirra, sem raunar eru jafn-
ólíkar og eiginmenn þeirra.
Frú Javits er fáguð en frökk
stórborgarastúlka, með blíða
rödd og ástleitin augnasvip,
hressilet í tali. Og frú Reagan,
já, ég held að það séu ekki
margar konur í hennar stöðu,
sem eru eins innilega amerísk-
MIDAPRENTUN
LátiÖ prenta alls konar aögöngumiöa, kontrol-
númer, afgreiðslumiða og fleira á rúllupappír.
Eina prentsmiðjan á landinu, sem prentar
slíka miða. Höfum einnig fyrirliggjandi og
útvegum með stuttum fyrirvara ýmiss konar
afgreiðslubox.
LEITIÐ UPPLÝSINGA
HILNIR hi
Síðumúla 12 - Sími 35320
ar, það er eitthvað yfir henni,
12. TBL. VIKAN 47