Vikan

Útgáva

Vikan - 12.04.1973, Síða 11

Vikan - 12.04.1973, Síða 11
VÍSNAÞÁTTUR VIKUNNAR EITUR, PRJÁL OG FÝSNAFANS.. Minningin um Kristján Jónsson Fjallaskáld lifir. 'Tvö nýlegustu dæmi þess eru ljóð, sem núlifandi skáld hafa ort um hann. Kristján frá Djúpalæk yrkir heilan kvæöabálk um Fjallaskáldið i nýjustu ljóðbók sinni, „Þrilækir”, og Hannes Pétursson hefur nýverið birt kvæði, sem hann orti um myndina frægu, þar sem Kristján situr auðnulaus úti á túni með fleyg i hendi. I þessum þætti skulum viö rifja upp fá- einar stökur eftir Kristján Fjallaskáld, sem orti fleygustu lausavisu, sem til er á islenzku, visuna, sem landinn kveður, óðara og hann hefur fengið sér ögn i staupinu - „Yfir kaldan eyðisand”. Manvisa Ef þú kæra kyssir mig, kætist brjóstið fremur, eina skal ég elska þig — unz önnur skárri kemur. Hræsnarinn Blekkir slunginn mannorö manns meinsemd þrungin hver.ri hrekkvis tunga hræsnaráns höggorms ungum verri. Óskin Ó, að ég hreyfðist hinzta sinn hýröur víns áf tári og bana yrði beður minn bjartrar drósar nári. Sumargjöfin Nær grundin skrýöist grænni flik, gleöi kvikna ljósin, þá mun svífa sunnan úr Vik svanbrjóstaða drósin. Urn tik Táta min er trygg i lund, þótt tikar beri heiti, aldrei muntu eignast sprund eins að sinu leyti. Óbæn Farðu bölvaður frá mér brott, forðist þig allt, sem heitir gott, yfir þig dynji hefndar-hríð, himinn og jörð þér risti nið. Við stúlku Lát sem fljótast lyndisgljúp lifsins straum þig bera ofan .i það undirdjúp eiginkona að vera. Sveinn á Búðum Sveinn á Éúðum fái fjúk: fékk hann hana Stinu, öndin spriklar öfundsjúk innan i brjósti minu. Um Jón Jónsson frá Steinnesi Þú ert sá mesti maður, Jón, makalaus bæði I raun og sjón, en furðuleg er flónska sú, að fáir vita það nema þú. Haust Allt fram streymir endalaust ár og dagar liða, nú er komið hrimkalt haust, horfin sumars bliða. Viö kvörtuðum yfir þvi um daginn, að okkur heföu borizt fáir botnar meö réttu innrimi við fyrripartinn um unglinga- vandamálin. Heldur hefur nú rætzt úr þessu, og hér á eftir fara nokkrir botnar viö fyrripartinn. Ungar sálir okkar lands eru á hálum brautum. Vinsins skál og vimudans verður tál i þrautum. Þorfinnur Jónsson, Ingveldarstööum. ■' |í''V: ':o. ; : - . Eitur, prjál og fýsnaíans fyllir skálar óvitans, Dómald Asmundsson, Mávahliö 18. Ógnar tálið, aura fans eykur máliö þrautum. Agústfrá Urðarbaki. Eiga rjál við andskotans eiturnál i sprautum. Bergði af skálum breiskleikans barn og tálið hnaut um. Mundi Jör. Veldur skála villtur dans . voða, táli og þrautum. Óli. Sopið kál er beggja blands bergt með táli og þrautum. A.Þ. t flestu á máli meistarans menguðu táli andskotans. Krunka. Elta gálur, enginn stanz, elska að skála í lautum. Hjördis Lindal, Hjarðartungu. Hinar mála hallir sands heims i táli og þraýtum. K.G.A. Að lokum minnum viö á fyrripartinn . um gosiö I Vestmannaeyjum, sem birtur var i siðasta þætti: Illt er að varast örlög grimm, Eldgos i Helgafelli.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.