Vikan

Issue

Vikan - 12.04.1973, Page 56

Vikan - 12.04.1973, Page 56
Bor&iö hans var viö glugga, sem vissi út að aðalgötunni, en þegar hann nálgaðist það, hætti hann aö raula og og hleypti brúnum grimmdarlegur á svipinn. A stólnum hans sat hár, þvengmjór maður, meö ólundar- svip og mikið rostungs-yfirskegg. — Hvern djöfulinn ert þú hér aö flækjast, Georg, urraði Bryson. Óræktarlega yfirskeggið á Mellanby liðþjálfa skalf, en þaö komst þessi ólundarlegi maður næst því aö geta brosað. —■ Ja, ef þú spyrö mig góölát- lega, þá ætla ég að éta meö þér, og sföan ætla ég aö afhenda þér ástarbréf frá Kallinum. — Ef þú ert með eitthvert bréf, geturðu eins vel afhent það strax, svaraði Bryson. — Já, vitanlega gæti ég þaö, en ég vil bara ekki eyðileggja fyrir þér matarlystina. — Hversvegna ætti bréfiö að eyðileggja hana? — Vegna þess, aö þaö er veriö að fá þér verk að vinna, sagöi liðþjálfinn dauflega. Helmingurinn af lögregluliðinu er með flensu, og svo er byrjaður hér glæpafaraldur, og þar sem þu ert hérna á staðnum, vill kallinn láta þig taka að þér þetta Mur- dochmál. — Ekki veit, ég hver skrattinn getur gengiö að Scotland Yard, nöldraði Bryson. — Eru nú löggurnar farnar að fá flensu? — Já, og einmitt þegar þú ert i frii, sagði fulltrúinn i meðaumkunartón. En hér er annars málið. Bryson tók bréfið, las fyrir- skipanirnar I þvf, snuggaði og gaf þjóninum bendingu. — Viö skulum nú éta fyrst, Georg, og á meðan geturðu sagt mér það sem þú veizt um þetta. En hvað er kallinn aö skipta sér af einu sveita-sjálfsmorði? — Nú, þú veizt þá um það? — Ég sá þaö i blaöinu og þetta virðist greinilegt sjálfsmorð Mellanby hallaði sér yfir boröið og hvislaöi: — Það er búið að setja Stevens beinbrjót inn. — Stevens . . .já, það er Bur- tonwoodmoröinginn, sem var sleppt út til reynslu núna i vikunni. Drap hann Murdoch? Mellanby kinkaði kolli,—Þaö er vfst greinilegt. En það sem kallinn vill fá þig til aö gera, er aö komast aö þvi hvað orðið hafi af Burtonwood-skartgripunum, og hvar þeir séu niðurkomnir. — Umm, tautaði fulltrúinn, hugsi. — Það er nú orðiö býsna gamalt mál, en viö höfum haft auga meö þessu æ síðan. Og nú þegar þú segir það, þá höfum við alltaf haft auga með Simoni Murdoch, sem einum líklegasta „kaupanda”, sem gæti hafa komizt yfir þá. — Rétt segir þú, sagöi Mellanby. Ég athugaði skjölin áður en ég fór. Murdoch virðist hafa verið talsvert i sambandi viö beinbrjótinn áöur en Bur- tonwoodmoröiö var framiö, en hann er svo klókur refur, að viö höfum aldrei getað fest fingur á honum. Bryson svaraöi og var hugsi: Mér skilst, aðkallinnsjáieitthvert samband með Burtonwood- moröinu og hinu, aö Stevens hafi komið beint út úr lifstiöarfangelsi til aö kála Murdoch? —'Já, Stevens sendi hótunar- bréf daginn sem hann slapp út, og svo var hann gripinn skammt frá húsi Murdochs, klukkutima eftir að moröiö var framiö. — Hefuröu þetta bréf? — Það er á stöðinni. Bryson stóð upp. — Komdu, Georg, sagði hann. — Ef þú hámar meiru i þig, þá geturðu ekki hugsað, en þetta mál er eftirtektarvert. A lögreglustööinni var Bryson fulltrúa innilega fagnaö og fengiö fullt umboð hjá lögreglu- stjóranum til aö rannsaka fráfall Símonar Murdochs, I sambandi við hina horfnu skartgripi Bur- tonwoods, endur fyrir löngu. — Hvað segir Stevens? spurði Bryson, þegar Davis lögreglu- stjóri hafði gefiö honum stutt yfirlit yfir málið. — Hann þverneitar að hafa drepiö Murdoch, en játar sig hafa ætlað aö gera það. Sannast að segja var hann á leiðinni til að rota gamla manninn, þegar hann var tekinn fastur. Samkvæmt skriflegum framburöi hans — sem við trúum auðvitað ekki betur en vel — þá voru hann og Murdoch saman um Burtonwod- innbrotiö. — Þeir brutust báðir inn I húsiö, en meöan Stevens var að brjóta upp skápinn nrðri, fór Murdoch I svefnherbergi lafði Burtonwood i þeirri von að finn einhverja skartgripi á náttboröinu hennar. — Hann tók meö sér blýrörið beinbrjótsins, en svo illa tókst til, að frúin vaknaði. Til þess að þagga niður i henni öskrin, sló Murdoch hana, en þá hlýtur hann að hafa sleppt sér af hræðslu og dauðrotað hana. Stevens segist hafa fariö upp og komið aö Murdoch þar sem hann var enn að berja konuna, dauöa, og þurfti aö draga hann út. — En þá var fólk vaknað i húsinu og I flýtinum skildu þeir blýrörið eftir, og eins og þú veizt, þá var það sterkt sönnunar- gagn viö réttarhöldin. En áður en Stevens fór upp að sækja Murdoch, hafði honum tekizt að opna skápinn, og fylla poka af skartgripum. — Þegar þeir komu út, úr húsinu, fóru þeir sinn i hvora áttina og Murdoch tók pokann, þar eö hann sem þjófsnautur vissi um öruggan felustaö og haföi tök á að losna við þýfið. — Stevens þorði ekki að láta sjá sig i strætis- vagni eða neöanjarðarlest, sem kæmu frá Blackheat- hverfinu, og lagöi þvi af stað gangandi, en lögreglubill náði i hann á leiönni. Þannig hljóða skýrsla Stevens beinbrjóts um Burtonwood málið. — En hversvegna sagði hann þetta ekki viö réttarhöldin, og hvaöa grein gerir hann fyri þessu hatri sinu á Murdoch? — Hann segir að Murdoch mundi hafa þrætt, og einn fant- urinn væri álika trúveröugur og annar. Einnig kannaöist hann við, aö orðiö sem af honum fór sem slagsmálahundi, muni vitna gegn sér. — En aðalástæða hans til þess að eiga gálgann á hættu, var stúlka. Honum virðist hafa þótt 56 VIKAN 15. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.