Vikan - 28.06.1973, Side 10
FYRRUM DROTTNING KVIKMYNDANNA
AVA GARDNER
w a Gardner býr nú í London og lætur nm Éiiii
i mú . Einu sinni var hún stjarnan, sem állir
töluðu um og sá dagur Ielö varla, að hennar væri
ekki getið í slúðurdálkum blaðanna. Nú eru liðin
tvö á frá því hún lék siðast i kvikraynd, en hún
hefur ekkí iagt leíkinn á hilluna. Þvf að hún hefur
samþykkt að leika i kvikmynd, sem John Huston
mun stjórna.
Ava Gardner er komin á sex-
tugsaldur. HUn sefur ein i himin-
sæng á þriðju hæð, fimmhæða
húss sins, sem stendur við Alex-
anderstorg i London. Þar eru
járngrindur fyrir öllum gluggum
og tveir lásar fyrir útidyrum.
Einar dyr I kjallaranum eru
læstar með þremur lásum, þær
liggja að vinkjallaranum. Himin-
sængin er smiðuð úr messing og
klædd skrautlegri blúndu. Hana
keypti Ava i Madrid, þar sem hún
bjó i mörg ár. 1 rúmi þessu liggur
HPSK
®SS!S
Mlllll
Ava flest kvöld fram að miðnætti,
les og hlustar á nið umferðarinn-
ar á Brompton Road.
Ava var einu sinni álitin ein
fegursta kona heims og umsetin
karlmönnum. En nú er enginn
maður i lifi hennar. Sannleikur-
inn er sá, að hún hefur ekki hrifizt
af neinum manni siðan slitnaði
upp úr sambandi hennar við leik-
arann George C. Scott fyrir sex
árum.
Það er eins og hjarta hennar
hafi dáið við það og hún dregið sig
inn i sjálfa sig.
1 stað þess að eltast við karl-
menn eyðir Ava dögunum i að
elda mat og bjóða vinum sinum til
kvöldverðar heima hjá sér. Siðan
situr hún með þeim i stássstof-
unni og spjallar við þá fram á
nætur.
Hún borðar kvöldverð afar
sjaldan úti, en hún fer við og við á
tónleika i Albert Hall eða þá á bió.
Einn bezti vinur hennar, Paul
Mills, sem heimsækir Gardner
oftar en nokkur annar, segir: Ava
einangrar sig svo mikið frá um-
heiminum, að fæstir hafa hug-
mynd um að hún búi i London.
Hann og kona hans hafa þekkt
leikkonuna árum saman — alveg
frá þvi hún lék i kvikmyndinni
„Ólgandi blóð” árið 1956 og þau
hafa haldið vináttunni siðan. En
eiiis og öðrum vinum hennar
hefur þeim oft orðið sundurorða
við Gardner. Þau hafa mörgum
sinnum farið frá övu i fússi, en
hún hefur kallað i þau aftur dag-
inn eftir með auðmjúkum afsök-
unarbeiðnum.
övurnar eru nefnilega tvær.
önnur er hlýleg, skemmtileg og
viðkvæm kona. En vaki hún of
lengi, drekki og spili plöturnar
meö Sinatra of hátt, er engu lik-
ara en hún skipti algjörlega um
ham.
Þrátt fyrir allar sögurnar, sem
gengið hafa um drykkjuskap övu
er hún i rauninni alls ekki mikið
fyrir vin. — Ég man aldrei eftir
þvi að mér hafi þótt vin gott, segir
hún. Ég drekk eingöngu til þess
aö yfirvinna feimnina, segir hún.
Hafi Ava drukkuð of mikið er
hún rauð og þrútin daginn eftir.
Svo virðist sem hún hafi glataö
fegurð sinni fyrir fullt og allt. En
þaö liður ekki á löngu áöur en hún
er endurheimt.
— Að mlnu áliti, segir Elisabet
Taylor, — er Ava Gardner raun-
verulega fögur. Þaö er ég ekki.