Vikan - 28.06.1973, Qupperneq 37
— Það er kominn hádegis-
veröartimi, sagði Mariotti.
— Þá sting ég upp á, að við
borðum saman, svaraði Verrell,
— en við ættum bara að vera
hérna kyrrir þangað til viö
heyrum eitthvað meira.
— En það er enginn ástæða til
aö verða af matnum fyrir þetta,
sagði Mariotti, hneykslaður. —
Það er hægt að koma til okkar
boðum, hvert sem er.
Ef þeir ættu að búast við
nokkurm árangri, yrðu þeir að
bjóöa fulltrúanum i mat með sér,
hugsaði Verrell... Hann stóð upp.
— Jæja, viö skulum þá fara
eitthvað og fá okkur matarbita,
sagði hann. Mariotti baröi á borð-
ið með feitum fingrunum. — Það
er ágætt á Miramare, en þó ekki
eins gott og á Borgia. En þvi
miður er dýrt á Borgia.... Hann
þagnaði....
— Við skulum reyna Borgia,
sagði Verrell.
Klukkan var orðin hálfsex.
Sólin var farin að siga niður undir
sjónhring, en hitinn var enn sá
sami. Vindur var enginn og rykið
á götunum, lá kyrrt i loftinu, ef
við þvi var hreyft og ætlaði alveg
að kæfa vegfarendur. Hestar
stóöu spenntir fyrir vagna
sveitamannanna og hengdu niður
haúsinn, menn hölluðu sér upp að
húsaveggjum og voru of
máttfarnir til að tala, en
hálfsoltnir hundar voru meira að
segja hættir að róta i rusla-
haugunum.
Verrell og Georg sátu i
loftlausum forsalnum i
gistihúsinu sfnu og drukku úr
hverju iskældu glasinu á fætur
öðru, bullsveittir, og biðu báöir
eftir þvi, sem þeir vissu nú oröiö,
að mundi aldrei ske.
Þjónninn, sem gekk svo hægt,
aö nálgaðist kyrrstööu, færði
þeim ný glös og tók hin af
borðinu. Lengst i burtu var
rafvirki að fitla vió loftræstikei fið
og var sýnilega ekkert nær þvi að
ljúka verki sinu en þegar hann
haföibyrjað á þvi um morguninn.
— Hvað eigum við að hanga
hérna lengi? spurði Georg.
Verrell hikaði með svarið. —
Ég veit það eiginlega ekki.
svaraðihann loksins. Ég býst við.
að þegar dimmt er orðið, verði öll
von úti, hversu hægfara sem þessi
bátur hefur verið, þá hlýtur hann
að veröa kominn hér móts við
fyrir aftureldingu, nema þvi
aðeins hann hafi bilað.
— Hann hefði fariö einhverja
lengri leið.
— Þvi gátum við alltaf búizt
við.
Georg þerraði af sér svitann
meö gegnblautum vasaklút.
— Ég hefði ekkert á móti þvi að
losna héðan.
— Segjum tveir.
— Ég hef alltaf haldið, að ég
gæti þolað hvaða hita, sem vera
skal, en þetta hérna ....
Þjónninn kom enn með iskæld
glös og setti á borðið. — Eruö þér
hr. Verrell? spurði hann.
- Já.
— Þaö eru skilaboð til yöar,
sagði hann. — Þau eru vist eitt-
hvað áriðandi, bætti hann við,
hver fjandinn getur það þá verið?
Við aðra tilraun skildi þjónninn
fyrst, við hvaö var átt og svaraöi:
— Þaö veit ég ekki, herra.
Verrell reyndi að stilla
óþolinmæði sina, — Hver veit,
hvað þau eru .
— Viö afgreiðsluboröið, herra.
Þau sögðu, að . . . .
Verrell ruddist framhjá
þjóninum, sem var steinhissa á
öllum þessum hamagangi. Georg
elti en gaf sér ré.tt tima til að taka
upp tvö nýju glösin af borðinu og
hafa á brott meö sér.
Afgreiöslumaðurinn sem var að
horfa á pappirsblað, og virtist
hafa verið lengi aö þvi. — Já,
herra, sagöi hann á ensku.
Framhald á bls. 50