Vikan

Issue

Vikan - 28.06.1973, Page 47

Vikan - 28.06.1973, Page 47
kvikmynd eftir tveggja ára hlé. Hún á að leika hlutverk Lily Langtry, enskrar leikkonu i myndinni The Life and Times of Judge Roy Bean. Hún notaði tækifærið til þess að fá greidda feröina til Acapulco, sem hún ætl- aði hvort sem var að fara, auk þess sem hún fær greidda 50 000 dollara fyrir leik sinn í myndinni, en upptakan á atriðum hennar mun aðeins taka tvo daga. Nú er erfitt að imynda sér, að konan sem gengur um götur London i svartri drakt, sem nær niöur á hné, sé sama fræga Ava og sú sem var. Sú Ava, sem hefur átt sér þrjá eiginmenn og útelj- andi elskhuga. Sú Ava, sem einu sinnisagði: „Nóttin er timi lifsins — það þarf hæfni til þess að lifa á nóttunni”. — Það sorglega er, segir Ava sjálf, — að ég hef verið kvik- myndastjarna i þrjátiu ár, án þess að ég geti minnzt nokkurs af þvi sem liðið er með stolti. Ég he aldrei gert neitt, sem hefur gildi. Það kann að vera að ég hafi nokkrum sinnum eldað sæmileg- an kvöldverð og verið einhverjum þokkalegur félagi. Það er ekki mikið. . . nei, það er ekki ýkja mikið. CAT STEWENS Framhald af bls. 39 og konur, sem öll höfðu eitthvað að bjóða, jafnvel sjálft sig, stóðu i hvferri dyragætt i Soho. Allstaðar var ys og þys. Andstæða alls þessa voru svo næturnar, þögnin og tómleikinn, sem grúföi sig yfir allt, eftir að hver hafði haldið til sins heima eða jafnvei ekki svo langt, og breitt yfir sig lakið. Min tónlist hefur alltaf borið keim borgarinnar, jafnvel sú sem ég er að skrifa núna”. Cat býr nú i húsi i Fulham, sem er i London. Það er þriggja hæða, en það er aðeins eitt herbergi, sem er notað eitthvað að ráði. Þar hefur hann örfá húsgögn, sima, rúm og pianó. Þar sefur hann og vinnur. „Það bezta við það að semja tónlist, er að geta leikið hana og sungið fyrir aðra. I hvert skipti, sem ég hef samið lag, verö ég að geta leikið það fyrir ein- hvern, sem er nálægur. I hvert skipti, sem ég lýk viö stóra plötu, leik ég hana fyrir fjölskyldu mina, til að fá að heyra álit þeirra. Ef ég er ekki viss um eitt- hvað, eða eitthvað er óklárað, þá sé ég það á viðbrögðum þeirra”. Þannig vinnur Cat Stevens. Þegar Cat er spurður um álit sitt á tónlist annarra og á öðrum tónsmiðum, svarar hann. „Smekkur minn á tónlist er sifellt að breytast. Stevie Wonder er i miklu áliti hjá mér eins og er, i raun finnst mér hann stórkostleg- ur. En öll tónlist hefur sitt gildi, sama hvernig hún er”. En það er fleira en tónlistin, sem hefur gildi fyrir Cat Stevens. Ljóö hans hafa vakið mikla eftir- tekt, svo ekki sé meira sagt. Sam- setning ljóða hans og laga á án efa eftir að lifa i endurminningum margra um ókomin ár. MAÐURINN SEM HITTI.... Framhald af bls. 14 og rólegur, og þá mundum við fá aö vita, að Eileen Willard váeri lif- andi og jafneitruð og endranær, og að þetta væri ekki annað en æðisgengin skynvilla hjá honum. Ég tróð i hann róandi pillum og kom honum upp i rúmið mitt sem ég hafði þó fulla þörf fyrir sjálfur, en mundi fráleitt nota. Eftir nokkra stund verkuðu pillurnar og hann leið út af. Hann var enn meö byssuna i krepptri hendinni, til þess að min fingraför skyldu ekki finnast á henni, og ég hafði ekki viljað óróa hann frekar með þvi aö taka hana af honum. Nú, þegar hann var i fastasvefni, loksins, var ég hálfhrædaur við að taka hana af honum, en þó enn hræddari við að láta hana kyrra. Ég náði henni smámsaman af honum með þvi að losa einn fing- ur i einu. En rétt þegar ég var á leiöinni út til þess að athuga hana betur, nógu langt fra hon- um, hringdi siminn. Þetta var lögreglan. Hún vildi vita, hvort Frank Willard væri óhultur hjá mér, en þar var hann talinn vera. Ég sagði, að hann væri hér og sofandi uppi i rúmi. Ég var með svo mikinn hjartslátt, að mér fannst lögreglumaðurinn hljóta aö heyra hann, en röddin i mér var samt eðlileg og ég var nógu hress til að spyrja, hvers- vegna hefði verið hringt. Þeir eru vlst bara að vita vissu sina og hafa vitað um ástandiö, sem hann var i. — Ég vildi bara vita, að honum væri óhætt hjá þér, sagði maður- inn. — Og þar er hann heppinn. Maöurinn sem var á veröi við hús ið konunnar hans, rétt áðan sá að hliðardyrnar voru opnar i hálfa gátt, en gat ekki vakiö neinn með þvi að berja, svo aö hann fór inn. Fann konuna dauða I rúminu sinu. Myrta. Ég er feginn, aö þinn maöur hefur þar hvergi nærri komið. Hvenær kom hann til þin? Hvað getur maður verið fljótur að sjá við öllum gildrum og ljúga, svo aö þvi veröi trúaö, jafnvel áð- ur en maður veit, að maöur ætli aö gera það? Ég var ekki nema hálfa sekúndu að þvi. Þeir mundu áreiðanlega kom- ast að þvi, að hann hafði stokkið frá okkur i mbrgun. Þeir gatu lika frétt af byssunni, en þvi gat oröið hægt að sleppa, þvi hann gæti hæglega hafa fleygt henni i ána. Svo vissi ráðakonan min, aö hans var enn saknað þegar hún fór heim til sin, klukkan rúmlega sex. Hafði nokkur séö hann næsta klukkutimann áður en hann kom til min? Það var ómögulegt að vita, þar varð ég að láta mér nægja ágizkanir. Hve langan tima gat ég gert grein fyrir honum, án þess að fá yfir mig hóp gagnvitna? Klukkan hvað hafði hún veriö myrt? Seint? Elskhugar læðast ekki inn um bakdyr fyrr en dimmt er orðið, og eftir aö fólk hefur farið heim úr kvikmyndahúsum. — Um klukkan tiu, sagöi ég. — Og ekki vel á sig kominn. Hann 'þarf að taka erfiðri endurhæf- ingu, og honum er ailt þetta um megn. Ég hef gefið honum deyfi- lyf, svo að hann er alveg út úr heiminum. Get ég nokkuð hjálp- aö? — Manngreyið getur varla haft neitt gagn af þessu, sagöi fulltrú- inn i meðaumkunartón. — Það er ekki nema satt. En kannski get ég komið i veg fyrir að hann heyri það, næstu tvo dag- ana. Reynið að hringja ekki i mig hingað, ef ske kynni, að hann heyrði það. Hafið þið nokkra hug- mynd, hver gerði þetta? — Nei, það hefur ekkert komið fram, sagði hann og sleit simtal- inu. Þegar ég lagði frá mér simann, skalf ég eins og hrisla. Ég hafði alveg steingleymt byssunni og hún lá i skúffunni hjá mér alla nóttina. Ég var með kligju. Ég gat ekki trúað þvi, að þetta heföi verið ég sjálfur, sem var að ljúga, beita brögðum og hindra lögregl- una i starfi, og þannig hjálpa lik- legum morð.ingja. Ég botnaði ekkert i þessu. Ég var eins og fluga i kóngulóarvef. Svona byrj- ar þá þetta — út frá rangindum, sem voru áreiðanlega ekki lög- reglunni að kenna. Þvi að hvar hafði Frank Willard ekki fengið hjálp og stuðning ef ekki hjá lög- reglunni og fangelisyfirvöldun- um? En samt var það nú svo, aö þetta, sem ég hafði gert, hefði ég engan veginn komizt hjá að gera. Hún var dauð. Hún hafði verið myrt. Nú þýddi ekkert að vænta fag- urs morguns, sem gerir vanga- veltur andvökunnar hlægilegar, fagurs morguns, þegar Eilenn Willard gengi framhjá, lifandi og kát á armi eins nýja vinar sins. Eitt atriði I sögu hans hafði þegar fengið staðfestingu, en hvað i dauöanum gat ég gert fyrir hann og fyrir veglinginn sjálfan mig? Ég var byrjaður á verki, sem þurfti að ljúka, en hvernig? Það vissi ég ekki þó mig ætti lifandi að drepa! Ég gat ekki haldið kyrru fyrir. Ég ráfaði um húsiö þangað til birti af degi, en þá yfirgaf ég Will- ard, sem enn svaf, og gekk út i bæinn. Ég varð að komast aö ein- hverju um tima og smáatriði til þess að vita, hvaö ég ætti að segja þegar hinar óumflýjanlegu spurningar hæfust. Fyrr en ég vissi eitthvað meira, gat ég hvorki sagt satt né haldið áfram að ljúga. Fulltrúinn virtist ekkert hissa að sjá mig. Ég býst við, að ein- hver órói i mér væri ekki nema eðlilegur, þar eð ég hafði eigin- manninn i mínum vörzlum. — Af hverju hefuröu áhyggjur? sagði hann með brosi, sem fór i allar taugar minar, — ef skjól-. stæðingur þinn hefur verið kominn i rúmið klukkan tiu? — Já, þú þarft ekki neitt að kvarta, sagði ég. — En ég verð að segja honum tiðindin fyrr eða seinna og þú veizt, hve jafnvægiö hjá honum er tæpt. Ég þarf aö geta svaraö öllum spurningum hans og leiða þetta leiðindamál sem fyrst til lykta. Hvernig held- urðu, að hann bregðist við ef ein- kennisklæddir lögreglumenn birt- ast snögglega og fara aö spyrja hann spjörunum úr — eftir allt þetta, sem hann hefur orðið aö þola? — Þess verður engin þörf, sagöi hann rólega. — Við þurfum ekki einusinni að láta hann þekkja likið, þvi að hún á bróöur, sem getur gert það. 1 köldu svitabaði reyndi ég að halda áfram að veiða upp úr hon- um. — Guði sé lof fyrir það. Mér væri illa viö aö láta hann sjá likið. Það getur varla veriö fallegt núna — allt blóöi drifið.... — Hver hefur talað um blóð? sagði hann hóglega og lyfti ann- arri augnabrúninni. — En hitt er rétt, aö hún er ekki falleg. Kyrkt kvenfólk er það sjaldnast- — Kyrkt? Ég fann hnén á mér verða alveg máttlausSSíT^reip i borðið til þess að halda mér upp- réttum. — Það voru þarna lítilsháttar blóðslettur en það var ekki henn- ar blóð. Hún tók sterklega á móti. Maöurinn, sem gerði það skildi eftir talsvert skinn af úlnliðum og framhandleggjum undir nöglun- um á henni. Þetta eru þvi miður algeng endalok kvenna af hennar tagi. Hún hefur haft að minnsta kosti þrjá karlmenn i takinu, sið- an maöurinn hennar fór I fangels- ið — svo aö það gat varla hjá þvi farið, að henni yrði stútað fyrr eða seinna. Eitt andartak var ég alveg orð- laus. Mér létti svo mjög, að mig næstum kligjaöi. Ég var aö þreifa á mjóum úlnliðujn Franks Will- ards fyrir skammri stundu, þegar ég var að taka f honum byssuna, og ég vissi, að á þeim var engin rispa. Lögreglan var ekki á hött- unum eftir honum — haföi bein- linis engan áhuga á honum. En hver var það þá, sem hann 26. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.