Vikan - 16.08.1973, Blaðsíða 6
TEXTI: PÁLL HERMANNSSON
/
*V. >■ 2, ■ iinrr——
i * f ■ j
r- i ,i —rnr—
ÍÉÍÉ^
ÍT P§| ££•
Hjólhýsi eru or&in staöreynd á
Islandi! Hjólhýsi voru I augum
flestra lslendinga lengi vel bara
eitthvaö, sem gaf á að lita i
pöntunarlistum erlendra stór-
verzlana, e&a svona vagnar, sem
þeir draga á eftir bilunum sinum I
útlöndum. Fyrir rúmum áratug
voru fyrstu hjólhýsin flutt til
íslands. Var þar stórhuga fólk að
verki, sem sé& haf&i sýningu hjól-
hýsa i Danmörku. Þegar hjólhýsi
sáust fyrst á vegum hérlendis
hristu menn höfuöið og sög&u: Ja,
þetta fólk virðist ekki gera sér
grein fyrir, aö þaö býr á íslandi!
En smátt og smátt breyttist
þetta hugarfar og er reyndar enn
aö breytast. A árinu 1970 höföu
veriö flutt um 40 hjólhýsi hingað
tii lands.
Hvaö er hjólhýsi? Flestir halda
sig eflaust geta svaraö þeirri
spurningu: Smáhús á hjólum,
sem dregin eru á eftir bflum. Þaö
er jú rétt, en sú skilgreining segir
frekar lltið. Hjólhýsi er smækkaö
hús, sem er vel færanlegt. Hjól-
hýsin eru nlörg og margvisleg, en
þau, sem flutt hafa verið'hingaö
til lands, éru flest meö svefn-
plássi fyrir 4—6 fullorönar mann-
eskjur, meö eldavél og vaski.
Nokkur eru meö isskáp og ofn. 011
þessi tæki ganga fyrir gasi. Hiö
eina I húsunum, sem notast viö
rafmagn eru ljós og dæla, sem
dælir vatni i vaskinn. Þau hús,
sem hafa toilett hafa smaklefa,
sem hægt er aö stækka og salerni,
sem i eru notuö þurrefni til eyð-
Ferðamáti íslendinga er öðum að breyt-
ast. Nú eru hjólhýsin til dæmis komin til
sögunnar og þegar farin að setja sterkan
svip á sumarlif landsmanna. Alls munu
vera til rösklega 400 hjólhýsi á landinu,
og eigendur þeirra hafa stofnað með sér
félagsskap til að gæta hagsmuna sinna. í
þessari grein er spjallað um hjólhýsi
almennt og siðan skroppið að Laugar-
vatni, sem verið hefur eins konar höfuð-
borg hjólhýsanna i sumar.
ingar. Hjólhýsi eru sem sagt
Ibúðir i smækkaðri mynd, eða öllu
heldur færanlegir sumarbústaðir.
A siöasta ári kom svo kippur i
innflutninginn og voru þá flutt inn
tvöfalt fleiri hjólhýsi en til voru i
landinu. 1 sumar er talan komin
upp í yfir 400, og á enn eftir aö
hækka.
Að erlendri fyrirmynd hefur
veriö stofnað félag hjólhýsaeig-
enda, sem vinna mun aö hags-
munum félagsmanna sinna: að
bæta a&stööu fyrir hjólhýsi hér á
landi og taka upp tengsl viö
svipuö félög erlendis.
A fjórum stööum á landinu
hefur veriö sköpuö aöstaöa fyrir
hjólhýsi: A Laugarvatni, Húsa-
6 VIKAN 33. TBL.