Vikan

Tölublað

Vikan - 16.08.1973, Blaðsíða 12

Vikan - 16.08.1973, Blaðsíða 12
NAFNLAUS Marianne svaf með höfuðið i örmum sér á gluggaborðinu. Peter horfði út um gluggann. Sjóndeildarhringurinn var föl- þlár, þokulegur. Allt i einu lyfti Marianne höfðinu og horföi út. Hún virtist skelfingu lostin. — Hvar erum við? — Peter hugsaði sig um. — Ég svaf nýlega, þegar lestin var kyrr góða stund, en klukkan er næstum fimm, svo ef það var stór bær, þá hlýtur það að hafa verið.... Marianne stóð upp og byrjaði að klæöa sig i kápuna og laga til háriö. Rugluð augu hennar störðu á landið fyrir utan. Peter dró hana niður. — Þú ætlar vlst ekki að hoppa af meöan lestin er á ferð. Svafstu yfir þig? BÆR Smásaga eftir Britt-Marie Thurén Það var þögult samkomulag milli þeirra, nokkurs konar lcikur: Hvaðan þau komu og hvert þau ætl- uðu, átti að vera leyndarmál. Indæl kveðjustund hafði hann sagt. Engir örvæntingarfullir kossar, engin tár. Smá útúrdúr. Það var jú bara það, sem skipti máli. Eða hvað? — Já, hjálp, hvilikt naut ég get verið. Ég sagði ekki, hvert ég ætlaði, en sofið gat ég, róleg, vegna tilfinningarinnar um að ég væri I góöum félagsskap! — Næsta skipti manst þú eftir að geta þess, hvert þú ætlar, jafn- vel þótt samferðamaðurinn sé grár og leiðinlegur. — Já, en hvaða hjálp er að þvi nú? Hún hló stutt, fór úr kápunni, sá fram á, aö hún hefði fyrir sér dágóða stund, til að ákveða hvað hún ætti að gera, áður en komið yrði á næstu stöð. Peter sagöi: — Ég hef ennþá enga hugmynd um, hvert þú ætlar og kannske er það jafn gott, að þú minnist ekki á það. Við förum úr á næstu stöö og svo tekurðu fyrstu lest I hina áttina. Á þessu spori ganga margar lestir og dagurinn er nýbyrjaður. Siðan get ég haldið áfram á sama miða til mins ákvörðunarstaðar. — Þú ferö ekki af min vegna! — Eins og ég sagði áöan skiptir það mig engu máli. Mér liggur ekkert á. — Jú, en ég get bjargað mér Sjálf. — Þaðheldégalveg örugglega. Litill bær rann hjá augum þeirra. Hann haföi engin úthverfi 12 VIKAN 33. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.