Vikan

Tölublað

Vikan - 16.08.1973, Blaðsíða 23

Vikan - 16.08.1973, Blaðsíða 23
lYight aiull TIGRIS straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg- um mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFELAGA » Innflutningsdeild SAMBANDSHÚSINU RVÍK, SÍMI 17080 hver i fjölskyldunni, sem gerði þetta. Þetta var Peter ætlað og þá skipti það ekki máli, hvort Sandy fylgdi með. — Nei, nei, það getur ekki verið satt! — Það vill auðvitað enginn kveða upp úr um það, heldur þú ekki að það hafi verið Ernest, sem gerði þetta? — Þú átt þó ekki við, að hann hafi fyrirfarið sinu eigin barni? Mig hryllti við þessari hugsun. — Það getur verið að Frances hafi gert það, sagði hún, myrk á svipinn. — Og svo hefir Ernest séð fyrir Peter, til að hefna sin. — Það held ég ekki, sagði ég. — Það væri kannski hægt að trúa einhverju sliku um Ernest, vegna þess að hann er sjúkur maður, en ég trúi þvi ekki samt. En hvað gat komið Frances til að fremja slikt ódæði? Getur þú gefið skýringu á þvi? — Vegna peninganna. Allir peningarnir, sem þau eru alltaf að hugsa um, ganga þá til hennar eigin barna. — Mér finnst það nú ekki nægi- leg ástæða. — Hún hataði Elisabeth! sagði Amy æst. — Það var augljóst. Hún hataði Söru og hún hataði Elisabeth! — Það getur verið að hún hafi hatað hana, en það er ekki þar með sagt, að hún hafi myrt hana. — Þú getur trúað þvi, sem þér finnst sennilegast, sagði hún ró- legri, en finnst þér ekki undar- legt, að þú skildir sofna svona fast? Það var einkennilegt, þegar ég sofnaði. Það hefir aldrei komið fyrir mig, þegar ég hefi þurft að hugsa um börnin, ekki fyrr en þetta sinn. — Ég hafði sjálfsagt drukkið of mikið, sagði ég. — Það getur verið, en ég drakk aðeins mjólk. Hún vissi, að ég drakk alltaf mjólk með börnun- um, áður en ég fór út með þeim. Hún getur hafa sett eitthvað i mjólkina mina. — Hún var ekki einu sinni heima, þegar þetta skeði. Hún hafði farið eitthvað með Peter, Sandy og Maggie. — Það sá enginn hvenær hún fór. Og ekki heldur hvenær hún kom aftur. — Ég get ekki hugsað mér Frances sem morðingja, sagði ég og hristi höfuðið. — Morðingi er sjúkur á einhvern hátt, en það er Frances ekki. — Hvað veizt þú um það, hún getur verið meira eða minna geggjuð. Hún vill láta lita út fyrir að hún sé mjög hyggin. Ernest er lika greindur, en hann er nú samt eitthvað skritinn! Það vita allir. Heldurðu ekki að þau séu öll meira eða minna galin, vegna þess að þau eru svona auðug og heita Sanders. Svo bætti hún við: — Minni auð- ur en þetta, getur nú gert fólk,, undarlegt. — Ég held að Ernest kæri sig ekki mikið um peninga, sagði ég. — Hann hefir heldur ekki gert það peninganna vegna, heldur til að hefna sin, sagði hún, undrandi yfir heimsku minni. — Til að hefna sin. — Það sem skeði við vökina, var ekkert annað en slys, sagði ég ákveðin. — Eftir miðdegisverðinn voru báðir drengirnir svo æstir og , uðu ekki um annað, en hve það hefði verið sniðugt, sem Charles og Ernest höfðu gert, þegar þeir voru drengir. Þeim fannst sér- staklega sniðugt að vefja saman teppum og læðast út að næturlagi. Ég heyrði til þeirra. Og ég get sagt þér, að hefði þetta ekki skeð og jafnvel þótt Ernest hafi nú ekki sagað þessi göt i isinn, þá hefði hann fundið upp á einhverju öðru, fyrr eða siðar. Við sátum svo hljóðar. — Þetta skiptir ekki máli nú, sagði Amy. — Mér kemur þetta ekki við lengur. Látum þau bara kála hvert öðru, ef þau láta Sandy i friði. Þ.au eru búin að gera hon- um nógu mikið illt. Hann getur varla farið út fyrir dyr, það benda allir á hann og tala um hann. — Það getur ekki verið satt, sagði ég, agndofa. — Þetta hlýtur að vera eitthvað, sem þú imyndar þér. — Hversvegna heldurðu að hann fari ekki i skólann? Börnin láta hann ekki i friði og spyrja hann stöðugt, hvort hann hafi drekkt Peter. Þau hafa spurt hann hvort hann hafi hrint Peter i vökina. Kennslukonan sagði mér það. Börnin heyra foreldra sina tala um það heima. Hún var með tárin i augunum. — Amy, svona máttu ekki ’ hugsa. Fólk gleymir þessu og all- ir sem þekkja Sandy vita að hann myndi aldrei gera neitt þvi slikt. Ég faðmaði hana að mér og hún reyndi að þurrka tárin. — Það eitt er öruggt, að eitt- hvað hræðilegt skeði þetta kyöld. Sandy sá eitthvað, en hann fæst ekki til að segja hvað það var. — Hann gleymir þvi fljótlega, ef enginn talar um það, sagði ég hughreystandi og stóð upp til að ná i kassann, sem ég hafði skilið eftir fram á gangi. Ég tók upp gjafirnar, sem ég hafði keypt handa þeim. — Viltu leggja þetta undir jóla- tréð fyrir mig? Þetta er smávegis frá mér til ykkar Sandy. — En hvað þetta er fallega gert. Þú hefðir ekki átt að vera að þessu. Þér veitir ekki áf öllum þinum peningum. Við sátum svo um stund og töl- uðum um barnið, sem ég átti von á, um jólin og svona sitt af hverju, þangað til hringt var dyrabjöll- unni. — Þetta hlýtur að vera Charl- es. Ég bað hann um að sækja mig hingað. En það var ekki Charles, sem stóð á tröppunum, það var Ern- est. Það var farið að snjóa, þegar við ókum heim á leið. Ernest sagði ekki neitt og ég gat ekki lát- ið mér detta neitt i hug, til að brydda upp á samtali. — Hvernig liður Sandy? spurði hann samt eftir nokkra stund. — Honum liður ekki rétt vel. Hann er hættur i skólanum. Hin börnin láta hann ekki i friði. — Þetta grunaði mig. Það er einmitt það sem hægt er að búast við af fólkinu hér. Við þögðum svo, þangað til hann stöðvaði bilinn, fyrir fram- an aðaldyrnar á Sanders Hall. — Svo þér hafið ákveðið að verða kyrr hérna, sagði hann. — Ég hefi lofað Charles þvi að dvelja hér„ þangað til Joan hefur alið barnið sitt, já og ég mitt, sagði ég rólega. Ég ætlaði ekki að láta hann hræða mig. — Það getur nú ekki verið skemmtilegt fyrir yður, eftir það sem á undan er gengið. — Það er að sjálfsögðu erfitt að missa barnið sitt. — Hversvegna komið þér yður þá ekki i burtu? Það getur verið hættulegt fyrir yður að dvelja hér. — Hversvegna ætti það að vera hættulegt, ég get ekki imyndað mér, að nokkur kæri sig ujn, að Framhald á bls. 40 33. TBL. VIK.AN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.