Vikan - 16.08.1973, Blaðsíða 31
Vináttan hættulega
Antoinette. A 19. öldinni var hún
sökuð um margt, sem á sér litla
sem enga stoö i raunveruleik-
anum. Henni var álasað fyrir að
hafa lifað hátt á meðan franska
þjóðin svalt og kiknaði undan
byrðunum, sem á hana voru
lagðar. Henni voru einnig lagðar i
munn setningar, sem hún hafði
aldrei sagt: „Ef brauðið er búið,
þvi borðar fólkið þá ekki kök-
urnar?”
Greiðsla í holdi og blóði
1 rauninni var Marie Antoinette
vel gefin, bæði til orðs og æðis, en
hún naut ekki eðlilegrar um-
önnunar i uppeldinu og ,frá
fæðingu var litiö á hana sem peð i
valdataflinu i Evrópu. Litil rækt
var íögð við hæfileika hennar og
bitur lifsreynslan bugaði næstum
meðfædda bjartsýni hennar.
Aður en Marie Antoinette varö
fimm ára höfðu móöir hénnar,
Maria Teresia keisarynja og
Kaunitz utanrikisráðherra
ákveðið, að hún ætti að vera
greiðsla af holdi og blóði fyrir
samning, sem hvarvetna olli
óvinsældum, en einkum þó i
Frakklandi. Samningur þessi
milli Frakklands og Austurrikis
var undirsritaður árið sem Marie
Antoinette fæddist. Þessi
evrópsku stórveldi höfðu lengi
eldað grátt silfur saman, Staða
Marie Antoinette i Frakklandi er
óskiljanleg, ef ekki er tekið tillit
til þessarar staðreyndar. Hún var
i samvistum við hirð, sem hafði
andúð á henni frá upphafi og stór
hópur hennar vann gegn Marie
Antoinette með hertogann af
D’Aiguillon i broddi fylkingar. De
Choiseul hertogi- og hópur,
sem fylgdi honum að málum,
fagnaði hins vegar Marie Antoin-
ette, þvi að hann áleit aö hana
mætti nota i innbyrðis átökum
hópanna. Verðandi drottning
Frakklands var flækt i alls kyns
innanrikismál i Frakklandi,
löngu áður en hún kom þangað i
fyrsta skipti. Og þegar hún kom
til Versala, hafði hún ekki hug-
mynd um hætturnar, sem
hvarvetna lágu i leyni fyrir
henni.
Hiin vissi heldur ekki að hjóna-
band hennar og Lúðviks yröi ekki
fullkomnaö næstu sjö árin. Auk
þess að vera persónulegur harm-
leikur þeirra, vakti þetta ólgu i
Evrópu og segja má að öll álfan
hafi fylgzt forvitin með þvi, sem
gerðist i svefnherbergi þeirra.
María Theresa
gaf ráð
Mariu Theresu hlýtur að hafa
verið blessunarlega ókunnugt um
vangetu Lúðviks eöa þá ótrúlega
skilningslaus á hána. Kannski
gætti beggja þessara þátta og
þess vegna lokaöi hún eyrunum
fyrir flugufregnum, sem henni
bárust um rikisarfann frá Paris.
Sendiherra hennar i Frakklandi,
Mercy d’Argenteau sagði henni
óbeint frá þvi, sem aðrir töluðu
opinskátt um: „Náttúran virðist
ekki hafa miölaö rikisarfanum
öllum gjöfum sinum.”
Samt snerust allar áætlanir
keisaraynjunnar um hjónasæng
dóttur hennar. Þar átti samband
rikjanna að styrkjast og þaðan
átti sú blöndun holds og blóðs að
komasemendanlegaknýtti Habs-
borg og Bourbon' saman. í
febrúar 1770, nokkrum mánuðum
fyrir brúðkaup Marie Antoinette,
kunngeröu hirðlæknarnir Mariu
Theresu, aö hún hefði alið stúlku-
barn. Keisaraynjan lét flytja rúm
Marie Antoinette inn i svefnher-
bergi sitt og þar fræddi hún dóttur
sina um skyldur eiginkonunnar.
Meö; þennan undirbúning i vega-
nesti, var Marie Antoinette send
til Frakklands 21. april 1770 tii
þess að gefa Evrópu erfingja með
Habsborgarablóð i æðum. Þá var"
hún 14 ára og sex mánuðum
betur.
Prinsessunni höfðu verið send
málverk af festarmanni sinum
eins og venja var til. Eitt þeirra
sýndi rikisarfann i viðhafnar-
búningi og það yljaði Marie
Antoinette um hjartaræturnar.
Skrifað var til Frakklands að
„hún hefði horft lengi á
myndina”. Maria Theresa vissi
hvernig slik málverk af konung-
um voru fegruð og kom róti á
drauma dóttur sinnar með þvi að
minna hana á, að ást væri sjald-
gæf i hjónaböndum. „Heimilis-
hamingja byggist á gagnkvæmu
tilliti og venjum”, uppfræddi hún
hana. En orð móöurinnar þýddu
ekki meira fyrir prinsessuna þá,
heldur en þau myndu gera fyrir
hvaöa táning á hennar aldri sem
væri nú á dögum, tvö hundruð
árum seinna. Hún hélt upp-
teknum hætti og horfði oft ástúð-
lega á málverkið og athugul hirð-
mær sá hana virða það fyrir sér
„af stakri umhyggju” á leiðinni
frá Austurriki til Coppiégne, þar
sem ákveðiö haföi verið, að hún
hitti unnusta sinn.
Hún hlýtur að hafa orðið
fyrir vonbrigðum, þegar hún sá
manninn, sem hún átti að bindast
ævilangt.
Klunnalegur og
luralegur
Veslings franski rikisarfinn var
ekki gæddur þeim ytri eigin-
leikum, sem æskilegir eru
verðandi kóngi og fallnir eru til
þess að hrifa verðandi brúði.
Hann var þungur i hreyfingum og
luralegur og liktist á allan hátt
fremur sveitastrák en prinsi.
Þunglamalegar hreyfingar hans
voru eins konar fyrirboði
/itunnar-, sem settist á likama
hans á næstu árum. Hann var
ákaflega nærsýnn og það gerði
hann enn luralegri.
Eiginlega var það tilviljun, að
þessi sextán ára gamli piltur var
rikisarfi Frakklands. Faðir hans
var einkasonur Lúöviks XV, og
hann og eldri bróðir Lúðviks st-
óðu báðir nær rikiserfðum, en
báðir voru látnir. Tveir yngri
bræöur hans, greifinn af
Provence — þekktur við hiröina
undir nafninu Monsieur — og
greifinn af Artoies voru báöir
betur hæfir til þess aö taka viö af
afa sinum. Báðir voru þeir undir-
förulir og unnu leynt ogljóst að þvi
að gera litið úr bróður sinum og
ollu með þvi Marie Antoinette
margri óhamingjunni. Lúövik átti
einnig þrjár systur. Elisabet hét
sú yngsta og var enn barn að
aldri, þegar Marie Antoinette
kom að frönsku hirðinni, en hún
átti eftir að verða henni mjög
nákomin þó að það væri ekki i
Versölum.
Dyggðirnar voru
ekki við hæfi
Fyrirlitningin sem prinsinum
var sýnd, enda þótt hann væri
löglegur erfingi franska rikisins,
ekki einungis af bræðrum hans
heldur einnig miklum hluta þess
aðals, sem átti að þjóna honum og
virða hann, er eitt eftirtektasta
merkið um byltinguna, sem i
vændum var. Undir luralegu yfir-
bragði krónprinsins leyndust þó
hæfileikar, sem hefðu gert hann
aö afbragðs konungi á hvaða staö
öðrum og hvaða tima öðrum en i
Versölum á ofanveröri átjándu
öld. Einn þessara eiginleika hans
var djúp ást til frönsku þjóðar-
innar. Hefði hann haft tækifæri til
þess að stjórna Frakklandi og
frönsku þjóðinni á sama hátt og
hann hafði stjórn á franska
aðlinum, sem þó var honum and-
snúinn, hefði sagan orðið öðru-
visi. Auk virðingarinnar og ástar-
inna-r, sem Lúðvik XVI. bar til
þjóöarinnar var hann óvenju við-
lesinn á þess tima mælikvarða.
En hann skorti andlegt fjör og
samkvæmishæfni, sem hriðlifið I
Versölum krafðist.
Honum til mikillar ógæfu féllu
hæfileikar hans ekki að þeim
kröfum, sem samfélagið. sem
hann liföi i, krafðist af konungi.
Hæfileikar hans fengu ekki notiö
sin vegna ósigrandi feimni og
skorts á sjálfstrausti.
Aður hafði það tiðkast við
margar hirðir aö hiröfólkið fylgdi
ekki aðeins brúöhjónunum aö
brúðarsænginni heldur væri það
einnig vitni að þvi að sameining
hjónanna yrði fullkomin. Þessar
venjur höfðu þó lagzt niöur við
frönsku hirðina, þegar Marie
Antoinette og Lúðvik XVI. voru
gefin saman. En sú venja var
ennþá rikjandi að drottningin æli
börn sin að viðstöddum áhorf-
endum, ekki aðeins innan hirö-
arinnar heldur einnig almennings
i Paris, sem einnig fékk að vera
viö fæðinguna. Þessi venja hélzt i
Frakklandi fram að stjórnar-
byltingunni.
Að kvöldi brúðkaupsdags
þeirra Marie Antoinette og
Lúðviks XVI. fylgdi fjöldi hirö-
fólks þeim að brúðarsænginni.
Svefnherbergi .þeirra var svo
þéttskipað að þau gátu varla lokið
siðasta hluta giftingarathafnar-
innaryegna þrengsla. Krónprins-
essan varð að afklæðast innan um
fólkið, siðan rétti fyrsta hirðmey,
sem var hertogaynjan af Chart-
res, henni náttserkinn. Krón-
prinsinn afklæddist einnig og
konungurinn rétti honum nátt-
klæðin. Erkibiskupinn af Rheims
blessaöi hjónasængina með þvi að
stökkva á hana vigðu vatni og
brúðhjónin stigu upp i. Forhengiö
var dregið fyrir en strax aftur. Sá
þáttur athafnarinnar voru leifar
frá þeim tima, þegar vitni urðu að
vera að þvi að hjónabandið væri
fullkomnað. Állir i herberginu
hneigðu sig og beygðu fyrir
hjónunum i rúminu. Siðan gekk
fólkiö út, kóngurinn fremstur.
Rúmtjöldin voru degin fyrir
aftur. Þau skýldu harmleik,
sem átti eftir aö hafa áhrif á alla
Evrópu.
1 yfirspenntu andrúmsloftinu i
Versölum, þar sem ómerkileg-
ustu atburðir fengu pólitiska
merkingu, gat jafnvel það sem
geröist bak við rúmtjöldin i rúmi
krónprinsins og krónprinsessunn-
ar, ekki dulizt fyrir njósnandi
auga. Það var tæpast farið að
grána af degi, þegar allir i Ver-
sölum vissu að ekkert hafði gerzt.
Veizlugleðinni daginn áður var
kennt um vangetu krónprinsins.
En dagarnir liðu og uröu aö
vikum og það varð augljóst,'að
eitthvað alvarlegt var að i svefn-
herbergi franska rikisarfans.
Einn þeirra, sem hvað mestar
áhyggjur hafði, var greifinn de
Mercy d’Argenteau, sendiherra
Mariu Theresiu i Frakklandi.
„Gamli refurinn” var dæmi-
gerður 18. aldar diplómat. Hann
vár slunginn og samvizkulaus og
púðraði andlit sitt svo það leit út
eins og lifandi grima. Aðalverk-
efni hans sem sendiherra
keisaraynjúnnar i Versölum, var
að fylgjast með dóttur hennar og
senda næstum daglega skýrslur
til keisaraynjunnar um hegðun
hennar og framkomu. Hann hóf
starf sitt með þvi að múta þjónum
Marie Antoinette til þess að
njósna um hana. „Ég er búinn að
tryggja mér þrjá aðila, sem eru i
þjónustu hennar”, skrifar hann til
Vinar. „Það er ein þjónustu-
stúlknanna og tveir garcons de
chainbre, sem gefa mér nokkuð
nákvæmar skýrslur um það, sem
gerist i kringum dóttur yðar...
Framhald á bls. 34
33. TBL. VIKAN 31