Vikan

Tölublað

Vikan - 16.08.1973, Blaðsíða 8

Vikan - 16.08.1973, Blaðsíða 8
Ólafia Erlingsdóttir var að ljúka við uppvaskið. Eirikur Iielgason ogólafia ásamtyngstu börnunum Daginn áður hafði hún 40 manns i kaffi. fyrir utan hjólhýsi starfsmannafelags tsals. SUMARFRI I HJÓLHÝSI TVÆR FJÖLSKYLDUR 1 SELJABÆ I höfuöborg hjólhýsanna, Laugarvatni, voru um 40 hjólhýsi, þegar blaöamaöur og ljósmynd- ari Vikunnar komu þangaö i leiö- indaveöri, tveim dögum eftir góöa veöriö. I fyrsta hjólhýsinu, sem við heimsóttum, bjuggu tvær fjöl- skyldur meö samtals átta börn á aldrinum eins til fjórtán ára. Reyndar eru þaö allt dætur, og þegar viö komum þar aö, voru i vagninum 8 kvenmenn. Sesselia Jónasdóttir frá Selfossi og Hrönn Viggósdóttir frá Reykjavik tóku vel á móti okkur. Eiginmennirnir voru viö vinnu sina og komu á kvöldin og um helgar. Tvær elztu dæturnar höföu skroppiö i Kaup- félagiö. Þær voru búnar aö dvelja á staðnum i fimm daga, en hugsuöu sér til hreyfings, ef hann færi að rigna. — Er ekki þröngt fyrir tvær fjölskyldur að búa i einu hjólhýsi? — Jú, en þaö blessast. Viö erum meö hústjald hér viö hliöina, sem viö notum sem útibú. Þaö hefur gengið miklu betur en viö bjuggumst viö aö koma fyrir 8 börnum og má segja, aö viö séum haröánægðar meö lifið og til- veruna hér. Viö skýröum hjól- hýsiö Seljabær, þvi ég bý á Selja- vegi á Selfossi og Hrönn i Hraun- bæ i Reykjavik, þetta er sem sagt eins og Flugleiöir. GAFUST UPP A TJALDINU Bragi Guömundsson læknir i Hafnarfiröi ásamt konu sinni Sjálfs er höndin holl- ust” gætum við kallað þessa mynd af hjólhýsi sem virðist heimasmið- að. Rakel Árnadóttur og fjórum börnum þeirra höfðu veriö eina nótt á Laugarvatni. — Við keyptum þetta hjólhýsi i vor og fórurp á Þingvöll um hvita- sunnuna. Þar lentum viö i frosti og snjókomu. Hérna ætlum. viö aö vera i 5 daga. — Hvernig gekk að komast hingaö? — Viö vorum um tvo tima frá Reykjavik og þaö gekk bara vel. Hjólhýsið olli ekki neinum vand- ræöum.. — Hvers vegna keyptuö þiö ykkur hjólhýsi? Viö vorum búin aö gefast upp á tjaldinu. Viö fórum i fyrra um landiö meö tjald, en þaö gekk ekki. Það er miklu hentugra að eigahjólhýsi en sumarbústað, þvi hægt er að fara með hjólhýsiö hvert sem hugur girnist, -ef á annaö borö eru til vegir. I 8 VIKAN 33.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.