Vikan

Tölublað

Vikan - 16.08.1973, Blaðsíða 17

Vikan - 16.08.1973, Blaðsíða 17
og pappir og Cilla varð að ýta frá sér, til að koma fyrir kaffibollan- um og þykku bréfinu. Cilla er ein af þeim vandræða- anneskjum, sem eru fæddar éð þeim ósköpum, 'að geta aldréi,tekiö til I kringum sig. Hún yar f stöðugu kapþhlaupi við sjálfa sig og reyndi að halda nauösynlegustu reglur, til að allt færi ekki forgörðum hjá henni. Þaö var nú reyndar frú fi’rost að þakka, aö ruslið fékk ekki yfir- höndina, en hún kom tvisvar i viku og það var henni að þakka, að gólf og gluggar voru yfirleitt I ágætis standi. En hrærigrautinn á eldhúsboröinu lét frú Frost í friði, hún bar mikla virðingu fyrir rit- störfum Cillu. Hún tók þaö sem gefiö, aö rithöfundar ættu sérrétt á þvl aö hafa svona drasl I kring- um sig. Um þetta leyti á morgnana varð Cillu mest úr verki, meðan hún var hress eftir nætursvefninn og átti ekki von á þvl að veröa ónáðuð. Vinnan var henni holl og hélt niðri angistartilfinningunni, sem stundum greip hana, þegar hún hugsaði til þess, sem hún var komin út I. Hún var nú að skrifa þriöju skáldsöguna og nú voru liðin tvö ár, siðan hún hætti starfi sem einkaritari og fór að lifa ein- göngu af ritstörfum slnum. Þetta var hreinasta ævintýri, og hún átti ekkert upp á aö hlaupa, ef húi^ gæti ekki selt sögur slnar. Húh hafði reyndar heimspekipróf frá háskólanum, en sllk próf vorþ ekki ætlö hlutgeng, þegar veriö er að leita að'atvinnu. Einaritará; starfið hafði hún fengið I gegnum kunningskap Hún hafði lengi dundaö viö að 'skrifa smásögur og eitt sinn sendi hún eina af þeim I smásagna- keppni I blaði. Hún varö alveg undrandi, þegar hún fékk fyrstu Verðlaun og tilboö I fleiri sögur. Eitthvað, sem setiö haföi fast i henni, losnaöi viö þessa uppörvun og eftir að hún var búin aö senda frá sér tiu smásögur, þá fór hún aö skrifa fyrstu skáldsöguna, sem fjallaöi um æsku og uppvaxtarár moröingja, tilraun til aö skýra ástæöurnar fyrir þvi, að hann varð moröingi...Hún fékk góða dóma fyrir bókina, svo hún ákvaö að helga sig ritstörfum. En þá vissi hún ekkert um angistartilfinninguna, sem átti eftir aö fylgja henni, ótti vegna þess, að einhverirtima yröi hún uppiskroppa með söguefni. Nú var þaö Eva, sem vann á forlaginu, sem hafði sent henni margar úrklippur úr blööum, um morömál, sem mikið var rætt um þessa dagana. 1 umslaginu var llka mynd af morðingjanum, en hann haföi myrt tvær sýningar- stúlkur. Þetta var laglegur maöur, en andlitssvipur hans var þannig, að Cillu datt I hug, að hannheföi verið ágæt fyrirmynd I auglýsingu um hárkrem. Aftan á myndinni var nafn mannsins: Bror Martin Hedström. Einhvei: hafði skrifaö með blýanti neðast á myndina: ' Þetta er_ andlit moröingja. ' Cilla stakk myndinni inn I skjalamöppu. — Er þetta ekki eitthvað handa þér, haföi Eva skrifað. Cilla ýtti frá sér kaffibollanum og tók að skrifa á minnisblokk Hún sökkti sér niöur I úrklippurnar, fletti þeim með vinstri hendi og skrifaöi á blokkina með þeirri hægri. Og brátt var hún búin að gleyma bæði góða veðrinu og af- mælisdegi Dagmar. Þaö var brothljóö, sem vakti hana upp frá vinnunni. Hún hafði ósjtlfrátt mjakað bollanum fram á boröbrúnina og svo féll hann á gólfiö og fór I þúsund mola. Cilla andvarpaði, stóö upp til að týna upp brotin, sem hún lét innan i dagblað. Svo náði hún I sóp og fægiskóflu og þvoði siöan gólfið, sem haföi verið sklnandi vel bónaö. Svo gekk hún að elda- vélinni, til að fá sér kaffi I annan bolla, en fann, sér til undrunar, að kaffiö var alveg orðið kalt. Hún leit á klukkuna og þá brá henni. Tlminn hafði hlaupið frá henni og nú var hún komin I tlmahrak, þótt hún heföi farið svona snemma á fætur. Allt varð til að tefja hana. Þaö hafði dottið tala af gulu dragtinni hennar og sú bláa var I hreinsun. Cilla var jafn snyrtileg meö falnað sinn, eins og hún var kæru- laus með húsverkin. Hún vildi alltaf vera vel til fara, sérstak- lega þegar hún fór I heimsókn til Dagmar. Hún stakk sig á nálinni, þegar hún var að festa töluna og það ætlaöi aldrei aö hætta aö blæöa. Hún átti heldur ekki neina skó, sem pössuöu við dragtina, hún varö að fara I skó meö þykk- um botnum, sem voru mjög óþægilegir. En að lokum gat hún virt sjálfa sig fyrir sér I speglinum I for- stofunni. Það var ekkert vafamál, dragtin var ljómandi falleg og sannarlega þess virði, sem hún greiddi fyrir hana. Liturinn fór henni llka mjög vel. Hún var orðin mjög sólbrún, enda haföi hún veriö I viku uppi i fjöllunum og augu hennar voru svo dökkblá, að jafnvel kunnugir héldu þvl fram aö hún væri móeygð. Hárið var ljóst, sitt og gljáandi. A forlagsmyndunum, sem fylgdu bókum hennar, var hún venjulega með svolltið bros við annaö munnvikiö. Þetta bros kom alltaf ósjálfrátt, en hún haföi samt æft það töluvert, til að láta ekki bera á þvl, að hún var I raun og veru mjög feimin. Hún breiddi i flýti yfir rúmið og lét allt draslið eiga sig. Til allrar ólukku haföi hún Saabinn heldur ekki heima við, hún varð að ganga þó nokkurn spöl til blla- verkstæðisins. Ungur piltur ók bílnum fram fyrir hana og tautaði: — Hákansson kemur rétt strax, en hann sagði að billinn væri I lagi. Hún settist undir stýri og ók af stað. Aldrei hafði hún lagt svona seint af stað, á afmælisdegi Dag- mar. Þegar hún var komin úr mestu umferöinni I bænum, lá þjóð- vegurinn fram undan I sólskininu og hún leit aftur á úriö. Dagmar myndi finnast hún koma ófyr.ir- gefanlega seint. En hún myndi nú samt ná fyrir kaffiö klukkan ellefu. Þaö var álveg fastur liður þennan dag, „til að ég geti notiö þess aö hafa þig hjá mér allan daginn, Cilla litla”. Það voru margar furðulegar hugmyndir, sem Dagmar hafði á stundum. Sennilega var einhver tilfinningasemi bak viö allt þetta umstang á afmælisdaginn • og Cilla fann til sektar yfir þvi, hve sjaldan hún heimsótti systur slna. Dagmar myndi ekki gera svona mikið úr afmælisdeginum, ef Cilla væri tlöari gestur hjá henni. Hún var mér sem móðir I mörg ár, hugsaöi Cilla. Hún á engin börn sjálf og hún er einmana. Ég ætti aö heimsækja hana oftar. En þetta með afmælisdaginn gekk eiginlega allt of mikið út I öfgar, að þaö ætti aðeins að vera fyrir fjölskylduna, sérstaklega Framhald á bls. 36 Ný framhaidssaga eftir Gunnar Berg. Stalían Jernberg Cilla Malmström Fyrsti hluti. 33. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.