Vikan - 16.08.1973, Blaðsíða 48
MIG DREYMDI
Vetur konungur.
Fyrirstuttu dreymdi mig draum, sem mig langar til
að fá ráðinn.
Ég var stödd í herbergi ásamt einhverjum fleiri, en '
ég man ekki nákvæmlega hverjir það voru. Inni í þessu
herbergi stóð stór, hvítmáluð kista á miðju gólfi. Hún
varsvipuð líkkistu, nema hvað hún var miklu stærri og
það stóðu vinstaup á hornunum á henni.
AAér fannst vera ýtt á hnapp í veggnum og þá fer að
sjást í hár á manni, sem mér fannst koma upp um
kistulokið. Hann lyftist ósköp hægt. Fyrst kom höfuðið
og ég man, að hann var með hvítt, mjög sítt hár og afar
sitt skegg. Þetta var mjög gamall maður, frekar
grimmdarlegur á svip og mérfannst þetta vera sjálfur
guð.
Þegar hér var komið sögu, voru allir farnir út úr her-
berginu nema ég. Þá ferég út, en lokaði ekki dyrunum
alveg á eftir mér, heldur stóð \ gættinni og horfði á
þennan mann. Eftir örlitla stund segi ég: Þetta er
Vetur konungur að kveðja. Síðan lokaði ég dyrunum.
Lengri varð draumurinn ekki.
Með von um að þessi þáttur lifi vel og lengi, kveð ég
að sinni.
Virðingarfyllst.
E.B.
I þessum draumi eru mörg tákn en þau eru svo ósam-
stæð, að erfitt er að henda reiður á merkingu
draumsins. Hann getur boðað votviðrasamt tímabil, að
öllum líkindum seinni hluta sumars eða í haust. óvist
er, hvort merking hanser dýpri, en viss atriði í honum
benda óneitanlega til þess að þú ratir i ástarævintýri
með þér eldri manni.
Pilluglös.
Kæri draumráðandi!
Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum,
sem mig dreymdi nú fyrir stuttu.
Mér fannst ég vera að tala við vin minn, sem er með
stelpu á föstu. Mér fannst hann sitja annaðhvort í tjaldi
eða bíl. Ég gat ekki greint almennilega hvort heldur
var.
Mér fannst ég spyrja hann af hverju hann sé með
þessari stelpu. Hann svaraði: ,,Út af þessu, og dró um
leið pilluglas upp úr vasanum. Mér fannst vera dóp í
þessu glasi.
Við þetta varð mér svo illa við stelpuna og mér
fannst vera pilluglös allt í kringum hana.
Þannig endaði draumurinn.
Ein forvitin.
Sennilega er þér ekkert vel við stúlkuna enda ber
draumurinn þessglögg merki aðhann er í einhverju
framhaldi af hugsunum þfnum í vöku. Þó ætti að vera
óhætt að spá þvf, að þú komist yfir óvild þína f garð
stúlkunnarog þið getið orðið beztu viniröll þrjú.
STÁLFÆTUR.
Kæri draumráðandi!
Fyrir stuttu síðan dreymdi mig eftirfarandi draum:
fcg og vinkona min og bróðir hennar vorum f raman við
húsið, sem ég á heima í. Hann er lamaður, en ég var að
gefa honum stálfætur og þágathann vel gengið.
Draumurinn varð ekki lengri.
Með fyrirfram þökk.
Ein vongóð.
Draumurinn er fallegurog gott til þessað vita, að þú
ert vinur vina þinna. Þú átt eftir að verða vinkonu
þinni og bróður hennar mikill styrkur, þóaðárangur
verka þinna verði kannski ekki eins alger og var í
draumnum.
KORNABARN
Kæri draumráðningamaður!
Fyrir skömmu dreymdi mig draum, sem mig
langar til að biðja þig að ráða fyrir mig, þvi að ég
held að hann boði eitthvað sérstakt.
Ég giftist fyrir stuttu i og i draumnum fannst
mér ég vera ásamt manninum minum heima hjá
okkur. Enn sem komið er eigum við engin, börn
inni i hjónaherberginu stóð vagga, sem i var litill
drengur.
Mér fannst ég ekki vilja snerta barnið, en
maðurinn minn var alltaf að biðja mig um að
sinna þvi. Til okkar komu gestir og þá fyrst dreif
ég mig og fór að hugsa um drenginn. Maðurinn
minn varð mjög glaður yfir þvi óg spurði mig,
hvort ég vildi ekki taka hann með.Ég vissi ekki
hvert, en varð samt ákaflega ánægð yfir þessu
boði og lofaði manninum minum þvi, að upp frá
þessu skyldi ég hugsa vel um barnið okkar.
Við þetta vaknaði ég. Ég þakka kærlega fyrir
ágætt efni Vikunnar og vona að þú sjáir þér fært
að ráða þennan draum.
Með vinsemd.
Sólveig.
Böl er að þá barn dreymir, nema sveinbarn sé
og sjálfur eigi, segir málshátturinn. Þú þarft þvi
ekki að kviða þvi, að draumurinn boði þér neitt
slæmt, en trúlegt er að þú eignist barn áður en
langt um liður og sennilega kviðir þú fyrir
móðurhlutverkinu. Sá kviði er ástæðulaus, enda
ert þú áreiðanlega alls trausts verð.