Vikan - 16.08.1973, Blaðsíða 34
þannig aö engin stund dagsins
liður svo, að ^g geti ekki vitað
hvað hún hefur sagt, gert eða
heyrt...”
„Vertu óspör á atlot!"
Vangeta krónprinsins var al-
varlegt áhyggjuefni fyrir Austur-
riki. tfyrsta lagi var hægt að rifta
hjónabandinu með blessun kirkj-
unnar, á meðan það haföi enn
ekki verið fullkomnað. Bourbon-
arnir frönsku höfðu áður sent frá
sér brúðir. Ef slikt gerðist, skipti
ekki máli hvers „sökin” var.
Maria Theresia skrifaði
Mercy: ,,Ég prédika þolinmóö
fyrir dóttur minni, að hún megi
ekki láta hjónabandið fara út um
þúfur”. Keisaraynjunni hefði
ekki veitt af að vera þolinmóð
sjálfri, þvi að innan tveggja mán-
aða fara bréf hennar að bera
keim af móöursýki. „Vertu óspör
á atlot”, ráðleggur hún dóttur
sinni. „Þú verður að veita honum
einlæg atlot”, skrifar hún nokkr-
um vikum seinna. Hún hafði feng-
ið skýrslu um að krónprinsinn
hafði „rætt vandann” viö konu
sina og sagt við hana: „Ég veit
fullvel hvaö hjónaband felur i sér.
. . Timinn, sem ég hef ákveðið er
að renna upp. Þér munuð sjá aö
við munum lifa saman i Compi-
égne”. öll franska hirðin virðist
hafa hlustað á þetta samtal og
allir voru undir stóra atburöi bún-
ir, þegar þeir komu til Compi-
égne. En enn gerðist ekkert og
brúðurin tilkynnti nokkuð fast-
mælt, að hún „væri sér vel meö-
vitandi um hvað heilagt hjóna-
band fæli i sér”.
Sex ár liðu áður en Lúðvik XVI
gekkst undir skurðaðgerð, sem
læknaði hann af vangetunni. Fæð-
ingar barnanna, dóttur 1779, son-
ar 1781 og annars sonar 1785, ger-
breyttu öllu lifi Marle Antoinette.
En þau komu of seint. Viöhorf
hjónanna hvors til anpars og
venjur þeirra voru orðnar svo
fastmótaðar, að þeim varð ekki
breytt. Hnekkurinn, sem álit
hennar hafði beðið á árunum
næstu á undan, þegar hún hafði
leitað ánægju af þvi að safna alls
konar fólki i kringum sig, var það
versta. Hnekkur þessi var óbæt-
anlegur, vegna þess að Marie
Antoinette var ein þeirra kvenna,
sem álita að þjóðfélagsstaða
þeirra ein, sé næg til þess að
þvaðrið láti þær i friði. En i sam-
félagi eins og franska hiröin var á
18. öld var þvaöriö þaö eina, sem
skipti verulegu máli.
Af öllum uppátækjum drottn-
ingarinnar var stofnun klúbbsins,
sem gekk undir nafninu „innri
hringur drottningarinnar” hvað
mest fádæmi. Meðlimir þessarar
litlu hirðar áttu það sameiginlegt,
að þeir voru ungir og laglegir og
eins ákafir i að látast áhyggju-
lausir og drottningin var. Aðal-
stöövar tilgerðarrikis þeirra var
Trianon, litil höll, sem Lúðvik
hafði gefið Marie Antoinetbstuttu
eftir lát fyrirrennara sins á kon-
ungsstóli. i allt of mörg ár varð
þetta töfrandi tilgerðarland raun-
verulegt konungsriki Marie
Antoinette i stað Frakklands.
Einfaldleiki var einkenni iif-
ernisins i Trianon, þar sem
sveitalifsins var notið á þann hátt
sem Rousseau rómaði svo mjög.
Umhverfið var allt i sama artda
og Rousseau tjáöi i náttúrudýrk-
un sinni. í augum Marie Antoin-
ette varð Trianon aö eins konar
eilifu surnarlandi, þar sem enginn
eltist. öll alvarleg og um leið
sorgleg málefni voru útilokuð frá
þessu litla lokaða svæði. Þar var
ekki leyft annað en leikir og söng-
ur, oft barnalegir leikir eins og
blindingsleikur.
Þess þarf naumast að geta að
þeir sem ekki höfðu aðgang aö
þessari paradis — það voru niutiu
prósent hirðarinnar og þar á
meðal kóngurinn — voru mjög
móðgaðir vegna þess. „Stór
hirð”, skrifaði móðir drottningar-
innar, „verður að vera öllum op-
in”. Og stór hluti þeirra sem léku
sér i Trianon, -voru ekki eins sak-
lausir og þeir létust og Marie
Antoinette hélt að þeir væru.
Vinátta sú, sem tókst með Axel
von Fersen og Marie Antoinette
veturinn 1773—1774, hleypti hon-
um aðeins stutta stund inn fyrir
hringinn I Trianon. Axel sneri aft-
ur til Sviþjóðar eftir að hann hafði
lokiö uppeldisferð sinni um
Evrópu, um leið og Marie Antoi-
nette varö drottning Frakklands i
mai 1774. Vinátta þeirra var rétt
aöeins að byrja. Þegar hann sneri
aftur til Frakklands áriö 1779 var
hann strax tekinn i klúbb drottn-
ingar. Hrifning hennar á von Fer-
sen hélzt. Og þegar hann hóf máls
á þvi að hann vildi fara til Ame-
riku og berjast þar fyrir Frakk-
land i innanlandsófriðnum, lét
Marie Antoinette gera hann að
yfirmanni konunglegu Deux-
Pontshersveitarinnar.
t þrju ár barðist von Fersen i
Ameriku. Þegar hann kom aftur
til Parisar i júlimánuði 1783,
höfðu orðið miklar breytingar i
Frakklandi. Óveðursblikur voru á
lofti. Á meöan Fersen var fjar-
verandi hafði andúöin á Marie
Antoinette aukizt að miklum mun
og hún varð orðin hataðasta
manneskja i Frakklandi. óró-
leikatimabil eru algeng i sögu
flestra þjóöa og þá finnur vox
populisér syndasel til þess að láta
reiði sina, hræðslu og vonbrigöi
bitna á. Arið 1783 var Marie Ant-
oinette orðinn slikur syndaselur
frönsku þjóöarinnar. Hún var i
mikilli þörf fyrir ærlegan vin.
Eftir þetta var vinátta þeirra-Ax-
els dýpri og innilegri en áður.
Axel von Fersen snýr baki við
voldugum föður sinum og
embættismannaferli i Stokk-
hólmi. Hann veröur Parisarbúi og
trúfastur vinur Marie Antoinette
til blóðugra endalokanna.
i 35. blaði heldur áfram
að segja frá sambandi
þeirra Marie Antoinette
Frakkadrottningar og
sænska greifans Axels von
Fersen. Inn í frásögnina
fléttast stjórnmálaástandið
í Frakklandi og Evrópu á
árunum fyrir stjórnarbylt-
inguna miklu.
Framhald af bls. 14
til að enginn sæi, að það var pláss
fyrir fleiri i klefanum.
Hann sem sagt gekk inn, settist
gegnt ungu konunni og leit
upplitsdjarfur á hana til að hún
viðurkenndi tilvist hans. A þvi
varð nokkur bið, sv'o leit hún upp,
horfði beint fram, beint i gegnum
andlit hans, og i gegnum klefa-
vegginn. Hann vissi, að hún var
hætt að lesa, en hugur hennar var
ennþá i bókinni. Hann beygði sig
litið eitt áfram, safnaði kröftum
og sagði:
— Fyrirgefiö, þessi bekkur
virtistlaus: ég er vonandi ekki aö
ræna honum frá einhverjum?
Hún horfði á hann, hváði, og
þóttist hafa skilið, hvað hann
haföi sagt, þó hugur hennar væri
viðs fjarri.
— ó, nei, hann er laus. Sá, sem
sat þar, fór á siðustu stöð. Eða
var það stööin þar áður?
Hún hélt áfram að lesa, hafði
kannske ekki hugmynd um, að
hann haföi sagt eitthvað. Hann
sat kyrr og horfði yfir brún
bókarinnar. Hún fletti og hann sá,
að nýr kafli var að byrja. Hann
notaöi tækifærið: — Ætlið þér
langt:
Nú virtist hún reið:
— Ég ætla af i þeim bæ, sem ég
ætla til. er það yöur til ama?
Honum létti, og hló. Hann skildi
vonzku. — Þér eruð greinilega
vön að ferðast og hafið vit á að
losna við leiöinlegar klefavið-
ræður. En ég er lika vanur ferða-
maður og tala bara, þegar það
borgar sig, og veit lika hvenær
það borgar sig. Einmitt núna hef
égbara áhuga á einu nytsamlegu
smáatriði. Ég ætla ekki af fyrr en
snemma i fyrramálið og það væri
Nafnlaus bær
34 VIKAN 33.TBL.