Vikan

Tölublað

Vikan - 16.08.1973, Blaðsíða 15

Vikan - 16.08.1973, Blaðsíða 15
SÍÐAN SÍÐAST BRITT EIGNAST BARN ' Sænska kynbomban og kvikmyndastjarnan Britt Ekland eignaðist sitt annað barn um daginn. Faðirinn er milljónamæringur, sem heitir Lou Adler og hefur lifsviður- væri sitt af framleiðslu kvik- mynda og hljómplatna. Britt er svo sem ekki bláfátæk sjálf: hún á hús i . London og i Kaliforniu, Einnig er hún sögð eiga, eitthvað á sparisjóðsbók Fæðingin var sársaukalaus, þó stúlkan hafi verið við meðvitund allan timann. Hún er reyndar ekkert á þeim buxunum að gifta sig á næstunni, en segist kunna ágætlega við hann Lou sinn og vel geti skeð, að þau taki sig til einn góðan veðurdag og láti pússa sig saman i það heílaga. Þó að Britt og Lou hennar séu bæði milljónamæringar, hegðaði Britt sér eins og allar verðandi mæður: saumaði og prjónaði á blessaðan drenginn sinn, hann Nicholai. Fregnir frá London herma, að Britt og sonurinn hafi ekið frá fæðingadeildinni i Rolls-Royce og heima hjá henni beið dóttir- inn Victoria, sem er átta ára. LOKS VAR EKKERT ÓSAGT Liza Minelli sagði á blaða- mannafundi um daginn, að öll skrif blaðanna um samband hennar og Peter Sellers hafi flýtt fyrir sviplegum , enda- lokum þess. — Við vorum spurð svo margra spurninga um samband okkar, væntan- legt hjónaband og ást okkar, að undir lokin var ekkert ósagt. En ég sé ekki eftir neinu! Hvernig getur maður séð eftir einhverju, sem var svo dásamlegt og frábært — og hjónaband var aldrei á dagskrá hjá okkur. Samband þeirra Péturs og Lizu var lengi vel talið sam- band ársins eða hjónaband ársins, en sem sagt af þvi varð ekkert. Pétur sagði alvarleg- ur i bragði að það hafi verið hún sem batt endi á þetta allt saman. GILBERTí GAUTABORG „Hjörð stjörnunnar kom i rútu: um 60 manns, siðhærðar buxna- og peysuklæddar persónur af báðum kynjum og margvislegu þjóðerni. Stjarnan sjálf kom i leigðum lúxusbil, — óásjálegur, þreyttur og órakaður strákur i gráum buxum....” Svo segir i fréttum frá Gautaborg, en stjarnan Gilbert O’Sullivan var þar á hljómleikaferðalagi um dag- inn. — Ég kann eiginlega bezt við að hjóla, en þetta eru soddan vegalengdir, að maður verður að notast við bil, lét hann hafa eftir sér við kom- una. Hann er annars við beztu heilsu, á fjögra ára dóttur og hefur umboðsmann.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.