Vikan

Tölublað

Vikan - 16.08.1973, Blaðsíða 18

Vikan - 16.08.1973, Blaðsíða 18
Mammaá Anh er 30 ára og stundaði nám í Bandaríkjunum. Hún er í góðri vinnu og er nútímaieg i hugsunarhætti, en hún býr enn hjá móður sinni. Annað væri óhugsandi fyrir ógifta dóttur. I Saigon er mikill fjöldi fallegra ungra kvenna. Laglegar þokkafullar og aldrei of mikið málaðar. Brúneygar, svarfhærðar, sólbrenndar og aðlaðandi. Konumar verða alls staðar á vegi manns. Þær eru á hávaðasömum mótor- hjólunum, stundum einar sér, stundum að baki ein- hvers annars. Sumar eru á venjulegum tvíhjólum eða þær sitja undir sólhlífinni í burðarstól hjá fötralegum Kínverjum. Sumar ganga á götunni. í Saigon er hraðinn tiltölulega lítill. Enginn kærir sig um að flýta sér í hitanum. Nær allar víetnamskar konur eru klæddar ao dai, hálfsíð- um kyrtli, sem tekinn er upp í hliðunum. Ein ungu kvennanna í Saigon heitir Anh. Hún varð nýlega þrítug en lítur út fyrir að vera yngri. Anh segist ekki hafa áhuga á stjómmálum þó að fátt verði fólki í Saigon eins tíð- rætt um og stjómmál, ekki sjzt áhrif styrjaldarinnar á líf fólksins í landinu. Margir bandarískir her- menn eru giftir víetnömsk- um konum og enn al- gengara er að þeir hafi átt börn með víetnömskum konum. Anh segist aldrei myndu geta gifzt út- lendingi. — Hvorki Bandaríkja- manni né nokkrum öðrum. Ég held ekki að vestur og austur geti mætzt. Anh heldur mjög fast við þessa skoðun sína þó að hún telji sig nútímalegri í hugsun en flestar jafnöldrur sínar. Hún telur fásinnu að víkja frá þeirri reglu, að ógift stúlka búi heima hjá foreldrum sín- um, hversu gömul og sjálf- stæð sem hún annars sé. Þetta er álit Anh og það jafnt fyrir því að hún hefur stundað nám við háskóla í Bandaríkjunum og kynns þar gjörólíkum hugsunar- hætti. — Það sem við lærum erlendis þarf ekki allt ^að vera betra en það sem við eigum að venjast hér heima. Ég held að það sé ekki gott, að stúlkur búi einar. Það orsakar of margar freistingar. Við er- um ekki tilbúnar til að veita frelsinu viðtöku. Víetnamskur málsháttur segir að hnífaleikur feli í sér hættu á að skaða á sér hendurnar. Þetta lýsir nokkuð vel því sem Anh meinar. Hún qerir beturen segja það. I Víetnam er það tiarla fátítt að stúlkur séu með piltum, áður en þær gifta sig. Þær sem banda- risku hermennirnir áttu vingott við, voru flestar barstúlkur eða hórur. Eftirnafn Anh er Ngien. Hún heitir raunar öðru for- að nafni líka, Tuyet. Það er rómantískt og mjög algengt nafn, sem þýðir snjór. Innrætið er hvítt eins og snjór og óhætt er að segja, að Anh ber þetta nafn með rentu. Hún fæddist í Hanoi. Þar átti faðir hennar stórar jarðeignir i Vinh — Yen- héraði. Þegar komm- únistar tóku völdin í sínarhendurárið 1954, flýði fjölskylda hennar til Saigon. Þau höfðu með sér peninga og nokkra verð- mæta muni, en mest af eig- um sínum urðu þau að skilja eftir. Föður Anh tókst að fá vinnu í bóka- verzlun og þau gátu keypt sér lítið hús í úthverfi Saigon. Þetta var alls ekki svo slæmt, þó að þau söknuðu síns fyrra lífs. Anh tók stúdentspróf úr kvennaskóla og fékk styrk til hjúkrunarnáms í Colorado. Faðir hennar hafði mikinn áhuga á því að hún færi, en móður hennar var ekki gefið um að stúlkan hennar færi svona langt frá sér. Hún óttaðist, að Aríh gæti ekki séð um sig sjálf. r Framhald á bls. 38

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.