Vikan - 30.08.1973, Qupperneq 4
Ef blí ert að:
BYGGJA.
BREYTA
EBABÆTA
bá litti vM í litaveri.
bví bafl hefur ivalt
horaal síp
UTAVER
Símar 32262-30280 oo 30480
Grensásveoi 22 - 24
Dóstufinn
TÓNLISTARNAM í
SKALHOLTI
Kæri póstur!
Ég þarf ekki að skrifa þér út af
einhverjum strák sem ég er
skotin i, heldur vildi ég biðja þig
að veita mér örlitlar upplýsingar
um Lýöháskólann I Skálholti:
Er kennd einhver tónlist og
tónlistargreinar?
Og svo þetta venjulega:
Hvernig er skriftin og hvaö lestu
úr henni?
Pianónemandi. *
Það er alveg sérdeilis gott að
ástarmálin skuli vera i lagi hjá
þér, én ég hringdi i Heimi Steins-
son, rektor Lýðháskólans i Skál-
holti, og hann gaf eftirfarandi
upplýsingar:
t vetur sem leið var kenndur
organleikur og nótnalestur,
einnig var söngur og gitarsláttur
kenndur. Ætlunin er að þessu
verði iikt hagað á komandi vetri.
t haust fær skólinn pianó en ekki
er neitt ákveðið um kennslu á
það.
Ef þú vilt fá nánari upplýsingar
skaltu bara hringja til Heimis og
spyrja hann.
Skriftin er falleg og þér viröist
lagið að skrifa vel án þess að
vanda þig sérstaklega.
DANSLAGATEXTAR
Elsku hjartans Póstur!
Kómdu blessaður og sæll!
Mikið óskaplega finnst mér frá-
bært að lesa svörin við póstinum
sem ykkur berst. Þessi opna I
Vikunni er ómissandi.
En þar sem ég er hvorki i vand-
ræðum með að kynnast eða segja
upp einhverjum „ofsa sætum”
strák þá ætla ég að biðja þig að
gera mér stóran greiöa og svara
þessari spurningu: „Hvar i
Reykjavikurborg get ég keypt
danslagatexta?” Þar á ég ekki
við söngbækur, heldur hef ég
eindreginn áhuga á að læra
textann við nýjustu lögin.
Lagið eftir Gylfa Ægisson
„Minmng um mann”, sem Logar
frá Vestmannaeyjum flytja,
finnst mér alveg ljómandi, og
þaétti vænt um aö fá textann
birtan, þvi eins og þú veizt, þá
gengur betur að vaska up p, ef
maöur syngur um leið.
Siðan vil ég þakka þér lestur
þessa bréfs, ég tala nú ekki um sé
þvl einnig svaraö.
Kannske gætjr þú að lokum
sagt mér, hvaða merki passa bezt
meyjarmerkinu, ég reyni þá að
velja mér einhvern eftir þvi,
(hömm).
Með beztu kveöjum og fyrir-
fram þakklæti,
Gunna stöng.
Það er alltaf ganian að fá svona
skemmtilegt hrós um póstinn, og
er ég sammála þér, aö þessi opna
Í Vikunnu er ómissandi.
Eftir þvi sem ég bezt veit hafa
allir gefizt upp á að gefa út dans-
lagatexta. Ef þú hefur alveg eld-
legan áhuga á danslagatextum
ættir þú að geta notast viö gömul
danslagatextahefti og þaii
geturðu fengið hjá fornbóka-
verzlunum I Reykjavfk. Einnig er
til i dæminu að þú hreinlega
kaupir þér plöturnar og dundir
þér við að læra textana af þeim.
Ég birti hér textann við lag,
sem nýlega er komið út á hljóm-
plötu Loga frá Vestmannaeyjum:
„Minning um mann”.
„Nú ætla ég að syngja
ykkur litið fallegt ljóð
um Ijúfan dreng sem fallinn
er nú frá
um dreng sem átti sorgir
en ávallt þó svo stóð
sperrtur þó að sitthvað gengi á.
í kofaskrifli bjó hann
sem litinn veittiyl
andvaka á nóttum oft hann lá.
Portugal hann teygaði,
það gerði ekkert til.
Það tókst með honum
yl i sig að fá.
Þið þekktuð þennan mann
þið all oft sáuð hann
drykkjuskap til frægðar
sér hann vann.
Börnum var hann góður,
en sum þó hræddust hann.
Þau hræddu hann og gerðu
aöhonumgys.
Þau þekktu ei litlu greyin,
þennan mæta mann
margt er það sem börnin fara á
mis.
Þið þekktuð þennan mann.......
Munið þið að dæma ’ei
eftir útlitinu menn,
ýmsum yfir þessa hluti sést.
Til er það að flagð
v er undir fögru skinni enn,
fegurðin að innan þykir bezt.
Þið þekktuð þennan....
Ljóðið er á enda
um þennan sóma svein,
sem að þráði brcnnivln úr stæ.
Hann liggur nú á kistubotni
og lúin hvilir bein
undir öskuhrúgu í
Vestmannaeyjabæ.
Þið þekktuð þennan mann....”
Þá hefurðu textan þinn, Gunna,
og vona ég að uppvaskið gangi
betur á næstunni.
Steingeitin er sögð eiga mjög
vel viö meyjuna, en nautið og
krabbinn eru ekki siðri.
4 VIKAN 35. TBL.