Vikan

Tölublað

Vikan - 30.08.1973, Blaðsíða 8

Vikan - 30.08.1973, Blaðsíða 8
Árið 1780 gerði Marie Antoi- nette Axel von Ferseh aö yfir- manni konunglegu Deux-Ponts- hersveitarinnar. Hersveitin sigldi siðan til Ameriku til þess aö hjálpa Ameríkumönnum 1 sjálf- stæðisbaráttu þeirra. Greinilegt var aö drottningin var djúpt snortin við brottför greifans. Creutz greifi skrifaði bréf til Gústavs III og er það bezta heimild seinni tlma manna um áhuga þann, sem drottningin hafði á Axel von Fersen: „Ég vil :trúa yðar náð fyrir þvi, að ungi greifinn Fersen hefur notið sérstakrar náðar drottning- arinnar og það hefur komið af stað miklu slúðri. Ég leyni þvi ekki, að ég sjálfur held að hún beri hlýjar tilfinningar til hans. Ég hef orðið þess of augljóslega var til þess aö efast um þaö. Fer- sen hefur komið einkar vel fram i þessu máli, bæði vegna feimni sinnar og óframfærni og, þó eink- um meö þvi að ákveða að fara til Ameriku. Meö þvi að fara héðan forðast hann allar hættur og með þvi aö falla ekki i freistni sýnir hann sjálfstjórn, sem sjald- gæf er á hans aldri. Drottningin haföi ekki af honum augun, sið- ustu dagana fyrir brottför hans, þegar hún horfði 'á hann fylltust augu hennar tárum . . .” Hann var fjarverandi i þrjú ár. Sem aðstoðarmaöur Rocham- beau, foringja franska hjálpar- hersins, komst Fersen I nána snertingu viö sjálfstæðisbaráttu Amerikumanna. Bréf hans til föð- ur sins frá Ameriku voru gefin út árið 1929 af F.U. Wrangel. Þau gefa mjög glögga hugmynd af frelsisstriöi Bandarikjamanna eirts og það var I augum ungs út- lendings og eru mjög athyglis- verð. Hann hitti Washington. Hann var i bardaganum við Yorktown og varö þá vitni aö fæð- ingu nýs heims. Hann varð einnig vitni að falli gamla heimsins I Evrópu. lAmériku fann hann ævintýrin, sem hann leitaöi. Fersen gat sér orðstir fyrir Amerikuferð sina, en i Evrópu var hann umtalaður fyrir önnur ævintýri. Hann kom ekki aftur til Frakk- lands fyrr en i júli 1783. Hann komst þá aö þvi, að miklar breyt- ingar höfðu orðiö i landinu á með- an hann hafði verið fjarverandi. Hún var hataðasta manneskja I landinu Frelsisstriö Bandarikjanna, sem hafði verið viðburöarrikt ævintýri fyrir ungu frönsku aöalsmennina, átti eftir aö hafa eftirköst • efnahag rikisins. Það skerti gjaldþol franska rikiskass- ans og engin ráð fundust til þess að vinna bug á vandanum. Sagt er að það hafi kostaö Frakka um það bil 773 milljónir lira aö skapa Bandarikin án þess að fá nokkuö i staðirtn. Frá lokuin striösins og þangað til byltingin hófst sex ár- um siðar, var það mesta vanda- mál frönsku stiórnarinnar að finna leiðir til þess að borga skuldirnar, sem hún hafði steypt sér i til þess að kosta striðsrekst- urinn. A meðan Fersen var 1 Ameriku, hafði Marie Antoinette orðið hat- aðasta manneskja 1 landinu. Henni var kennt um náttúruham- farir jafnt og ófarir rikisins. Henni var kennt um skuldirnar, sem stöðugt söfnuðust fyrir er- lendis, án þess að gerð væri nokk- ur tilraun til þess að útskýra hvernig hún bar ábyrgð á þeim. Nafn hennar var notað eins og grýla I frönsku fjölskyldulifi. Ef konur voru ekki eins undirgefnar mönnum sinum og tilhlýöilegt þótti, var sagt um þær að þær væru „austurrikisiskar” og það var álitið þaö versta, sem konu gat hent. Marie Antoinette vissi vel um þá andúð, sem þjóöin hafði á henni. Höfupdur hinna margum- töluðu Corrcspondence secréte segir frá þvi, að eitt sinn þegar drottningin kom opinberlega fram árið 1785, hafi óvildin i garð hennar veriö meir áberandi en ella. Þá sneri hún sér aö einum vina sinna og spuröi: „En hvað hef ég gert, að ég verðskuldi að þau leggja á mig slikt hatur?” Höfundurinn segir einnig, að Önnur grein um vináttu Axels von Fersen og Marie Antoinette. franska þjóðin eigi ekki sök á þessu hatri. „Illviljinn”, segir hann, „á rætur sinar að rekja annað- Niðskrif, eitraðar og óstaöfestar niövisur, sem rekja má til hirðarinnar, hafa slegið ryki I augun á góðhjörtuðum borgurum”. Niðskrif um Niðskrif um Marie Antoinette Það er. ekki til leyniprent- smiöja Marts eða Héberts, sem rekja má uppruna niðritanna um Marie Antoinette, sem.eru varð- veitt 1 Bibliothéque Nationale 1 Paris I sérstöku herbergi, sem kallað er l’enfer (vitið), vegna þess að rit þau, sem þar eru geymd, eru álitin óæskileg lesn- ing fyrir almenning. Flest þess- arra rita komu frá hirðinni, þar sem voldugir aðalsmenn eins og d’Aiguillon og hertoginn af Orléans skerptu sverö sin til tak- markalausrar hefndar. Vitaö er að bróðir konungsins, greifinn af Provence, lagði sitt af mörkum við að brugga launráðin. Þó aö hjónaband Marie Antoi- nette mætti nú kallast gott miðað viö þaö, sem áöur haföi verið, og hún ætti oröiö þrjú börn, þarfnaö- ist hún tryggs vinar, sem verði hana gegn óvinum hennar innan hiröarinnár. Þaö er þvi ekki undarlegt, að hún fagnaöi von Fersen vel, þegar hann kom aftur til Parisar frá Ameriku og stuðl- aöi að þvi með öllum mögulegum ráðum að hann yröi settur yfir Royal Suédois, sænsku herdeild- ina, sem hafði barizt fyrir-Frakka þegar á dögum Lúðviks XIV. Þetta kom þvi til leiðar, að hann gat búið áfram I Paris og umfram allt I grennd við Marie Antoinette. Þetta olli föður hans, sænska rikisráðinu, miklum vonbrigðum, þvi aö hann hafði vonað, aö Axel sneri nú loksins heim til Sviþjóöar og hæfi þar glæstan embættis- mannsferil. Axel ætlaði sér ein- mitt aö heimsækja fööur sinn vor- iö 1784 og ræöa málin við hann, en þá blandar Gústav II. sér i leik- inn. Það ár fer hann I yfirfeið um Evrópu og skipar Axel von Fer- sen til að vera aöstoðarmaður sinn á feröinni. Eftir nokkurra mánaða ferö um ítaliu, kemur sænski kóngurinn og fylgdarliö hans til Parisar 7. júni. Franska höfuöborgin átti að verða hápunktur ferðarinnar. Enn voru engar blikur sjáanlegar á himni I Paris, að minnsta kosti kom sænski konungurinn ekki auga á þær þvi að hann kastaöi sér út I hringiðu skemmtana, Axel til mikilla leiöinda. Hann skrifar föður sinum: „Við höfum flækzt um alla mögulega staði og hvarvetna staðið stutt við. í Ver- sölum var óperusýning okkur til heiðurs. Við höfum haldið dans- leiki auk fjölda hádegis og kvöld- verðarboða. Við erum á stöðug- um þeytingi og svo virðist sem kóngurinn eigi hægara með að neita sér um mat, drykk og svefn, heldur en um eina minútu af sam^ kvæmislifinu. Þetta er orðin árátta . . .” Háþunkturinn á heimsókn Gústavs konungs var 21. júni, 8 VIKAN 35. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.