Vikan

Issue

Vikan - 30.08.1973, Page 16

Vikan - 30.08.1973, Page 16
Framhaldssaga eftir Gunnar Berg. 3. HLUTI ÓENDANLEGUR DAGUR Hún hrinti upp hurðinni og varð að loka augunum sem snöggvast, vegna þess að sólin blindaði hana. Þegar hún opnaði augun aftur, var eitthvað orðið breytt, það var eitthvað öðru visi en það átti að vera.. . „Ung kona I útbæjarhverfi myrt á viðbjóðslegan hátt. . Hugsunin um ungu konuna, sem hafði veriö að vinna í garð- inum sinum á sólbjörtum morgni og nokkru siðar oröið aðalfrétttin i siödegisblöðunum, ætlaði aldrei að hverfa úr huga Cillu. Dagmar hafði lika greinilega verið að vinna I garöinum. Hún hafði verið að blða eftir henni. Hún haföi smurt brauö, til aö hafa með kaffinu og undirbúiö hádeg- isverðinn. Og Dagmar var horfin. Atvikin ráku hveFt annað I huga Cillu. En þrátt fyrir þetta allt, hlaut hún aö hafa blundað, þvi hún hrökk við, þegar hann opnaði bildyrnar og slengdi skjalamöpp- unni inn i sætiö. — Þetta gekk betur en ég hafði vonað! sagði hann glaðlega — Ég tók með mér kaffibrúsa frá hótel- inu, ég geng yfirleitt fyrir kaffi, þegar ég er að vinna. . . Liður þér betur nú? — Já, takk, mikiö betur, sagði Cilla. — Það litur nú samt ekki þann- ig út. Ungi maðurinn var tor- tryggnin uppmáluð. Hann strauk ljósa hárið frá augunum og brosti hughreystandi til Cillu: — Vertu ekki svona óróleg vegna systur þinnar. Hún hefir sennilega gleymt þvi, aö hún ætti von á þér og Skroppið eitthvað frá, kannski fariö til hárgreiöslu- konunnar. Þótt ég sé ekki mikið fyrir aö tala um mismun kynj- anna, þá finnst mér stundum að konur eigi bágt með að átta sig á timanum. Annars er ég blaðá- maður, eins og ég sagði þér áður og ég heiti Staffan Jernberg. — Cilla Malmström, tautaði Cilla. Hann leit snöggt upp og virti hana vandlega fyrir sér. . — Cilla Malmström! Þú ætlar þó ekki aö segja mér, aö þú sért sú Cilla Malmström, sem skrifaö- ir bókina „Sumir falla fyrir dyggðunum. . .” Cilla hló aö undrun hans. — Jú, þaö er reyndar sama manneskjan. — Þú verður að fyrirgefa mér. Ég hefði átt aö þekkja þig. Ég var á blaöamannafundinum, þegar bókin kom út. Þessvegna hafði Cilla lika haft þaö á tilfinningunni, aö hún hefði hitt hann áður! — Ég hefði lika átt að þekkja þig af myndinni á bókarkápunni, hélt hann áfram meö miklum á- kafa. — Þetta er stórkostleg bók, ég man ekki til að ég hafi veriö hrifnari af annarri bók upp á sið- kastiö. Maöur hefði mátt ætla, aö það hefði veriö karlmaður, sem skrifaði bókina. . . fyrirgefðu, nú talaöi ég vist af mér. Hérna, fáðu þér kaffisopa, kaffið er heitt, að minnsta kosti! Og reyndu aö gleyma þvi sem ég sagði! Þaö hlýtur að hafa verið erfitt, aö skrifa fyrsta kaflann, lýsinguna af æskuáruifi piltsins. Sú lýsing byggði upp einhvern fyrirboða um framhaldiö. Hvað kom. þér til aö kafa svo djúpt I sálarfylgsni ofbeldismannsins á þennan hátt? Ógreindari rithöfundur hefði gert framhaldið aö ómerkilegum reyf- ara. Cilla gleymdi ótta slnum út af Dagmar svolitla stund. Minning- arnar um hve æsandi þaö hafði verið að byrja á bókinni, komu I huga hennar. — Þetta kom næstum af sjálfu sér, sagði hún. — Þetta varð eins og ósjálfrátt að sögu, framhaldið lika. Fjölskylda morðingjans og allir þeir framtiöardraumar, sem höfðu veriö viö hann tengdir frá fæöingu. Foreldrarnir, sem veittu honum fjarvistarsönnun, ein- göngu vegna þess, að þau voru svo fullviss um að hann hefði aldrei getað framiö þetta ódæði, þau gátu ekki hugsað sér, að drengurinn þeirfa væri morö- ingi. . . . og siöar urðu þau að halda fast við framburö sinn. Cilla þagnaði sem snöggvast, siðan hélt hún áfram — hugsandi: — En eftir þvl sem timinn leiö, fór efinn að gera vart við sig. Þau gátu auövitað ekki veriö alveg viss um, að hann heföi ekki fariö út aftur þetta kvöld, þótt hann hafi veriö kominn heim áður. Þau höföu að sjálfsögöu ekki haft hug mynd um, hvað pilturinn geröi. þvi að þau voru sofnuð. Og svo. þegar hann haföi veriö sýknaöur, kom heim aftur og þau höföu hann fyrir augunum, drenginn þeirra, sem hafði fyrirgert fram- tið sinni, gerðist efinn æ áleitnari við þau. Hvernig sem framtiðin veröur, held ég aö þau losni aldrei við þennan hræöilega efa. — Já, þú komst þessu öllu vel til skila. En má ég spyrja þig, i forvitni minni, — hvað heldur þú um raunverulega morðið? Heldur þú aö pilturinn hafi veriö sekur? — Já, sagði Cilla hikandi, — þaö held ég reyndar. En hvað heldur þú? — Að sjálfsögöu var hann sek- ur! Þaö gekk kraftaverki næst, hvernig þessi lögfræöingur fékk hann sýknaðan. En Axelsson er lika mjög greindur maöur og snjall lögfræöingur. Hann var of hygginn til aö byggja nokkurn hlut á fjarvistarsönnun foreldr- anna, þaö var of þunnur þráður fyrir hann. En honum tókst að nota sér framburð annarra vitna, — fólk verður svo miður sin I vitnastúkunni, sérstaklega þegar það á að segja frá þvi, sem það hefir séö eða ekki séö. En framar öðru notfærði hann sér afstööu i- % búanna i hverfinu, sem voru æstir út af siðferðismálum stúlkunnar. Þaö voru þó nokkrir, sem voru sannfærðir um að vesalings stúlk- an heföi uppskorið eins og hún hafði sáð. Jernberg þagðium hriö og Cilla tók eftir djúpri hrukku milli augna hans. Þar fannst henni eitthvaö vera, sem hún gat ekki skilgreint. Hann virtist svo eöli- legur i framkomu og mjög mál- glaöur, en hann sýndi samt, aö hann var hugsandi maður. — Ég skrifaði fréttir frá þess- um réttarhöldum, sagöi hann, —- og ég var miöur min, einmitt vegna þessarar afstöðu sumra i- búanna þarna. Ég fylgdist lika 16 VIKAN 35. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.