Vikan

Eksemplar

Vikan - 30.08.1973, Side 25

Vikan - 30.08.1973, Side 25
Jónas haföi margt að segja um veru fjölskyldunnar á Spáni og starf sitt sem fararstjóri þar. sagöi að lærdomsrikt væri aö fylgjast meö vinnu annarra og sjá hvernig þeir ynnu úr hugmyndum og verkefnum, sem fyrir þá væru lögö. 1 Barcelona lærði hann lika. keramik og aö brenna gler á leirflisar, en sagöist ekki hafa aðstöðu til að vinna slikt hér, þö aö vissulega væri það gaman. Annars stendur aöstaöan til bóta, þvi aö með aöstoö fjölskyldunnar er Jónas aö koma sér upp vinnu- stofu viö hliöina á húsi sinu.-Þar verður hátt til lofts og vitt til veggja og mikill munur á að starfa þar eða I þvottahúsinu og á stofugólfinu. Halldóra sagði reyndar aö honum væri velkomið aö nota stofugólfiö, en honum lik- aöi þaö ekki nógu vel. Þaö er dýrt að byggja á íslandi og.þess vegna veröur Jónas aö vinna fleira en aö mála.Hann var á förum til Mallorca, fáeinum dögum eftir aö ég átti tal viö hann, en þar er hann fararstjóri hjá ferðaskrifstofunni Úrval. Hann hóf fararstjórastarfið áriö 1969. — Ég tók upp á þvi, vegna þess aö rétt eftir að við komum til Baj-celona, varð mikil gengisfell- ing hér heima og þeir peningar, sem ég haföi ætlaö t-il yfirfærslu, uröu heldur verðlitlir. Þá sá ég fram á, að ég yrði að fá mér ein- hverja vinnu, og fékk fararstjóra- starf hjá ferðaskrifstofunni Sunnu. Við það vann ég i tvö sum- ur, niu mánaða törn i hvort skipti. Mánuöina á milli notaði ég til þess aö mála. Fyrri veturinn var ég viö nám i Escuela de Arte Jónas með-hundinn Titus. „Spánarförin er eitt farsælasta skref, sem ég hef stigið i lifinu til þessa.” I Palma á Mallorca en þann seinni málaöi ég upp á eigin spýtur og hélt svo,sýningu i Palma. Ég fékk sýningarstyrk héöan aö heiman og sýningin gekk bærilega miðað viö aöstæö- ur. Ég var náttúrlega alveg óþekktur þar og viðhorfiö allt annað en hér á Islandi. Hér kaupa svo margir málverk I söfnunar- skyni. Fólk safnar nöfnum og heilmikið atriöi er að eiga mynd eftir sem flesta. Viö íslendingar erum lika svo miklir fööurlands- sinnar, aö viö kaupum frekar lélega mynd eftir íslending en góöa mynd eftir erlendan mann. Þaö hefur gerzt hér á þeim sámsýningum, sem erlendum listamönnum hefur verið boöiö aö taka þátt i. En mér gekk ágæt- lega aö selja myndirnar minar i Palma. Spánverjar keyptu þó nokkrar og svo voru þarna Englendingar og Frakkar, sem llka keyptu af mér. Haustið eftir aö ég hélt þessa sýningu i Palma, komum við heim. Fjarhagurinn var náttúrlega orö- inn bágur, enda var ég búinn, að lifa eins og „bóhem” með alla fjölskylduna á Mallorca i heilt ár. Þetta haust hélt ég sýningu hérna heima. Hún lenti i miðju frétta- og blaðamannaverkfalli, en gekk samt ótrúlega vel. Ég held aö þrjátiu myndir af þrjátiu og sex, sem á sýningunni voru, hafi selzt. — Eftir hverju ferðu viö verð- lagningu mynda á sýningum? . — Mér hefur frekar veriö álas- aö fyrir aö verðleggja of lágt heldur en hátt. En mér finnst engin ástæða til þess aö vera aö Jónas og Halidóra ásamt börnum sinum þeim Björgu, Birgi og Jón- asi mcð hundinn Titus fyrir utan heimili þeirra að Stekkjarkinn 17 i Hafnarfirði. safna þessu saman heima hjá sér eins og sumir gera. Kannski.er þaö skortur á sjálfsáliti að verð- leggja lágt, en mér finnst maður ekki geta strax sett upp sama verö og menn, sem hvarvetna hafa hlotið einróma viöur- kenningu og eru oröqir þekktir fyrir list sina. Þaö hefur viljaö brenna svolftið við hjá ungum mönnum hér, aö þeir hafi gert þaö. Mismunandi verö mynda fer svo aö mestu leyti eftir þvi, hvaö mér sjálfum þytír myndin góö. Jónas sagðist vera Skagfirö- inguraðættogþaölá beint viö aö snúa talinu aö hestum. Jónas gerði litiö úr hestamennsku sinni, sagöist vera ein þeirra skagfirzku undantekninga, sem ekki fengi neitt úr út hestum. Hann vildi heldur ekki kannast viö að hann málaði hesta, en þegar Halldóra sagöi aö þaö væri ekki satt, viður- kenndi hann meö semingi aö hann hefði fiktaö viö þaö aö gamni sínu. — Annars mála ég mest abstrakt, svo að ég skapa min mótiv eiginlega sjálfur. Þetta fæöist oftast jafnóðum. — Hvernig liti notarðu aölaö- lega? — Ég hef málað mest með oliu- litum. A seinni árum hef ég reyndar farið svolitiö út i að nota Jónas ineð eina mynda sinna. Þessa vill fjölskyldan ekki láta fara út af heimilinu. oliukrit, þvi aö ég hef veriö á stööugum ferðalögum og þá er erfitt aö taka mikiö efni meö sér. Þaö var óhjákvæmilegt aö koma aftur og aftur aö feröalög- um i þessu rabbi viö Jónas. öll fjölskyldan var saman á Spáni og bæöi hafa hjónin.unnið viö farar- stjórn þar. Halldóra er samt hætt þvi starfi, nema hvað hún fór i fyrrahaust með hópi af lömuöu fólki til Mallorca og sagöist trúlega gera þaö aftur I ár. Hún sagöi aö sérstaklega gaman væri Framhald á bls. 36 35. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.