Vikan

Eksemplar

Vikan - 30.08.1973, Side 28

Vikan - 30.08.1973, Side 28
Smásaga eftir Guy de Maupassant Þrjú blöð úr dagbók veiðimanns Hann drap hana og síðan sjálfan sig á eft- ir, svo að hann hlýtur að hafa elskað hana. En hvaða máli skiptir hann eða hún? Ástarharmleikur þeirra kemur mér til að rifja upp einkennilega minningu um ævintýri i veiðiför . . . Ég hefi nýlokiö aö lesa um ástarharmleik á meöal hinna almennu frétta í dagblaöinu mfnu. Hann drap hana og siöan sjálfan sig á eftir, svo að hann hlýtur að hafa elskað hana. Hverju máli skiptir hann eöa hún? Þaö er aðeins ást þeirra, sem skiptir mig nokkru. Og ég hef ekki áhuga á ástarharmleik þeirra vegna þess, aö hann komi mér til þess aö vikna eöa fyllast undrun vegna þess, aö hann geri mig viðkvæmari eöa veki mig til umhugsunar, heldur eingöngu vegna þess, aö hann kemur mér til þess aö rifja upp eina æsku- minningu mína, einkennilega minningu um ævintýri i veiöiför, þar sem hin dýrlega Ast birtist mér ljóslifandi, líkt og kross Krists birtist hinum fyrstu kristnu mönnum á miöri festingunni. Ég var fæddur meö allar eölis- hvatir og skynjanir hins frum- stæöa manns, sem voru deyföar af röksemdafærslu og aöhaldi siö- menningarinnar. Ég hef sérlega gaman af veiöum, og þó kippist hjarta mitt viö og viröist næstum stanza, er ég sé hina særöu fugla, blóöiö á fjöörum þeirra og hönd- um minum. Þetta ár kólnaöi veöriö mjög skyndilega seinni hluta haustsins, og Karl de Rauville, einn af frændum minum, bauö mér aö koma meö sér að skjóta endur Uti á mýrunum i dögun. Frændi minn var kátur náungi um fertugsaldur, rauðhæröur, mjög feitur og skeggjaður. Hann var af yfirstétt sveitanna, nokkurs konar aöalsmaður, vingjarnlegur og óheflaöur. Hann var gæddur þeirri frönsku klmnigáfu, sem gerir jafnvel meöalmennskuna viöfelldna I augum vorum. Hann bjó á setri, sem var nokkurs konar sambland af sveitabæ og aöalssetri. Þaö lá I viöum dal, sem á liðaðist eftir. Hæöirnar voru skógi vaxnar á báöa bóga, þéttar af glæsilegum trjám, þar sem hægt var ennþá aö finna hina sjaldgæfustu veiöifugla i öllu Frakklandi. Stundum voru ernir skotnir þar. Og farfuglar, sem sjaldan hætta sér inn yfir þann of þéttbýla hluta Frakklands, skutust á milli þessara risavöxnu eika, likt og þeir þekktu þarna aftur einhverjar frum- skógaleifar, sem heföu oröiö þarna eftir til þess aö skjóta yfir þá skjólshúsi, meöan á þeirra stuttu næturdvöl stóö þar. I dalnum voru stórar engjar, sem ræstar voru fram meö skuröum og aöskildar meö lim- giröingum. Þar fyrir handan breiddi áin allt I einu úr sér og myndaöi geysistór mýrafen. Þessi mýrafen voru bezti veiði- staðurinn, sem ég hef nokkurn tima vitað um. Þetta landsvæöi heyröi undir landareign frænda mins, og hann friöaði þaö fyrir ágangi annarra. 1 gegnum sefiö, sem skrjáfaði i, lágu dýpri skuröir, þar sem sefið haföi veriö skorið I burt. Eftir þessum skuröum var hinum flatbotnuöu bátum ýtt og stýrt með stöngum. Þeir liöu hljóölega áfram eftir hinu dauða vatni, strukust viö sefiö og komu fiskunum til þess aö flýja inn i sefiö og hinum ótömdu fuglum til þess að stinga sér snögglega niöur i vatniö. Ég elska vötnin og sjóinn, sjóinn, þó að hann sé of ómælis- stór og hvikull, árnar, sem eru svo fagrar, en liða áfram og viröast flýja i burt. Og umfram allt elska ég mýrarnar og fenin, sem iöa af öllum hinum litt kunnu og ókunnu vatnsdýrum. Heimur mýranna og fenjanna er i rauninni alveg sérstæöur heimur út af fyrir sig i jaröheiminum. Þaö er ólikur heimur, sem hefur sitt eigið llf, sina föstu ibúa og gesti, sem dveljast þar aöeins um stund til hvildar á sinu eilifa flakki, sinar sérstöku raddir og hljóö umfram allt sinn sérstæöa leyndardóm. Ekkert er áhrifameira, ekkert fyllir mann meiri óróa og jafnvel stundum hræöslu en fen. Hvi skyldu óljósar ógnir hvila yfir þessum lág- sléttum, sem þaktar eru vatni? Er það hiö létta skrjáfur I sefinu, sem þvi veldur? Eða eru þaö hin einkennilegu mýraljós, þögnin, sem rikir þar á kyrrum nóttum, hiö kyrra mistur, sem liggur yfir fenjunum likt og likklæði? Eöa er þaö þetta sifellda skvamp, sem er svo lágt, aö þaö heyrist varla, en samt stundum þrungið meiri ógn en fallbyssur mannanna eöa þrumur himinsins, sem gerir þessi fen lik löndum, sem mann hefur dreymt um, - löndum ógna, sem bjuggu yfir ókunnum og hættulegum leyndardómum? Nei, þau fela I sér eitthvað enn meira, annan leyndardóm, ef til vill hinn mikla leyndardóm sjálfrar sköpunarinnar! Var þaö ekki I úldnu og forugu vatni, mitt á meöal hinnar þungu gufu frá votlendinu undir sólarhitanum, aö fyrsti lifsneistinn, fyrsti frjó- anginn, kveikti lif heimsins og ruddi brautina fyrir dögun lifs- ins? Ég kom til seturs frænda mins um kvöldið. Þaö var grimmdar- gaddur. Frændi minn, klæddur selskinnsjakka, liktist sjálfur ein- hverju einkennilegu dýri frá köldu landi, þar sem hann sat i stóru stofunni sinni, sem þakin var fuglshömum meö útbreidda 28 VIKAN 35. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.