Vikan - 15.11.1973, Blaðsíða 4
Hvað á ég
að *
gera?
Notaðu
SUPER COREGA
Svarið er einfalt.
Þetta nýja tannlím heldur
gervitönnunum á sinum stað.
Þaö erjafnvel betra en gamla,
góða COREGAtannlimið,sem
stendur þó ennþá fyrir sinu.
COREGA
OG
SUPER COREGA
FÁST í APÓTEKUM
Kemikalia h.f.
Tei6 er tilbúiö, ástin!
Dósturinn
Hótar lifláti
Kæri Póstur!
Ég sný mér til þin i vandræðum
minum, þvi ég veit ekki, hvað ég
á aö gera. Ég er alveg I ferlegum
vandræðum með strák, sem ég er
búin aö vera lengi með, en er ekki
nógu hrifin af. Það er svo sem
ágætt að sofa hjá honum, en
eiginlega ekkert meira. Mér
finnst hann ekkert skemmtilegur,
þó hanri sé góður strákur. Hann
tekur allt ógurlega alvarlega, er
allur á kafi i einhverju skáld-
skaparþrugli og yrkir m.a.s. ljóð
Hann vill hafa mig alveg út af
fyrir sig, ég má helzt ekki tala við
aörar manneskjur og náttúrlega
siztaf öllu aðra stráka. Hann seg-
ist elska mig einhver ósköp og
mundi svipta sig lifinu, ef ég segði
skilið við hann. Ég hef nokkrum
sinnum reynt að losna við hann,
jafnvel verið með öðrum strák-
um, og það var nú meira vesenið.
Hann varð alveg óður hótaði öllu
illu og mest að drepa sig, ef ég
yröi ekki með honum áfram, og
i eitt skiptið rauk hann til og
brauzt inn og stal og lenti i fang-
elsi. Mér var náttúrlega kennt um
allt saman af vinum hans, og mér
fannst ég verða að taka hann aft-
ur. En ég er orðin ægilega pirruð
á þessu, mér finnst ég aldrei
frjáls að neinu. Hvað á ég eigin-
lega að gera? Auðvitað vil ég
ekki, að strákgreyið fari i hund-
ana, hann fer náttrulega alltaf á
fyllirí, ef eitthvað slettist upp á
vinskapinn hjá okkur. En ég get
ekki hugsað mér að sitja uppi
meö hann allt mitt llf. Hvernig
eiga annars saman vog og naut?
Og lestu eitthvað út úr skriftinni.
Ambátt.
Þetta samband getur aldrei
oröið gott, og þvi fyrr sem þú
kemur honum I skilning um það,
þeim mun betra. Sjáifselska hans
kemur i veg fyrir að hann geri al-
vöru úr sjálfsmorðshótun sinni,
þeir sem hæst tala um slikt, láta
sjaidnast af þvi verða sem betur
fer. Auðvitaö er hann vis til þess
að setja eitthvaö stórkostlegt á
sviö til þess að reyna að vekja
meðaumkun þina eða hefna sin á
þér, en þér þýðir ekkert að vera
að burðast með samvizkubit út af
þvi, og láttu ekki vini hans rugla
þig i riminu. Þegar fram i sækir,
er það bezt fyrir ykkur bæði að
slita þessu sambandi og það
strax. Bezt væri, ef þú gætir farið
i burtu um skeið. Það getuí
brugðið til beggja vona með
sambúð vogar og nauts. Skriftin
bendir tii þess, að þú sért góð-
hjörtuð og svolitiö ósjálfstæö.
Hvað kostar smásjá?
Kæri Póstur!
Ég þakka allt gamalt og gott.
Ég ætla ekki að skrifa þér um
hvort ég sé i ástarsorg eða
svoleiðis, þvi I sliku get ég bjarg-
aö mér sjálf. En tilefnið að ég
skrifa þér er það, að mig langar
mikið að vita, hvað sæmilega góð
smásjá kostar. Mig grunar, að
þær séu allar of dýrar fyrir mig,
þar sem ég er ekki annað en
skólablók.
Ogsvo er það annað. Hvernig á
að losna við vörtur af höndum?
Ég er með nokkrar, þó ekki stór-
ar, en samt finnst mér það alveg
hræöilega ljótt.
Hvernig er skriftin og staf-
setningin? Hvað lestu úr skrift-
inni?
Hvernig eiga fiskarnir og vogin
saman?
Vona, að þú viljir svara þessu,
þvi ég hef mikinn áhuga á að vita
þetta, sérstaklega þetta meö
smásjána.
Grúskari.
Samgleðst þér að vera svona
sjálfbjarga i ástamálunum. t
verzlun Hans Petersen hf. feng-
um við þær upplýsingar, að þar
fengjust fjórar geröir af japönsk-
um smásjám. Sú dýrasta dregur
900 og kostar rúmar 2.000 krónur.
Tvær gerðir draga 750 og kosta
rúmlega 1300 og tæplega 1200 kr.
ódýrasta gerðin dregur 300 og
kostar rúmar 900 kr. Geturðu ekki
óskað þér einnar 1 jólagjöf frá
fjölskyldunni?
Reyndu ekki að krukka I vört-
urnar sjáif láttu lækni ná þeim
burtu.
Skriftin er i sjálfu sér góð, en
tæpast nógu læsileg, stafsetning
virðist vera I lagi. Skriftin bendir
til dugnaðar og viljastyrks.
Fiskur og vog eiga saman að
vissu leyti, en ekki. I sambúð.
Svar til Lilju
Fiski og steingeit er spáð öllu
góöu, en þið eruð alltof ung til
þess aðbinda ykkur. Kannski hef-
ur einmitt sú staðreynd áhrif á
framkomu konunnar gagnvart
þér, henni finnst þú e.t.v. vera að
ánetja son 'sinn. En það er von þér
sárni umtaiið. Það er bara litiö
fyrir þig, að gera annað en sanna
það með timanum, að orð heunar
séu ósönn, a.m.k. hvað sjálfa þig
snertir. Ileyndu að skýra afstöðu
þina æsingalaust fyrir stráknum,
og i ölium bænum verið varkárari
I sambandi ykkar. Þið hafið ekki
minnslu vitund með barn að gera.
Af skriftinni má ráða, að þú sért
óeigingjörn og dálitið viðkvæm.
4 VIKAN 46. TBL.