Vikan - 15.11.1973, Síða 9
ÍR LAUREL?
8. HLUTI FRAMHALDSSÖGU
MARLYS MILLHISER
út. En fimmy beygði sig betur
niður i áætið og saug ákaft þumal-
fingurínn, staröi þögull á hliðið að
húsirui, sem hann átti að erfa.
Hún varð að beita sér til að ná
honum út úr bilnum.
Stóri forsalurinn var mannlaus
og eyðilegur, eins og venjulega.
Michaél leit inn i bókaherbergið,
en lokaði svo dyrunum þangað
inn. Svo fór hann inn i dagstofuna.
Laurel fylgdi honum eftir, með
Jimmy á eftir sér.
— Jæja, svo þið eruð komin,
alveg á réttum tima, sagbi Janet,
sem stóö i tröppu við arininn.
Consuela, stór og fyrirferöamikil,
stóö hjá og studdi við tröppuna.
Djúp raust Michaels bergmál-
aði I stofunni.
— A réttum tima til hádegis-
verðar, vona ég?
— Já, þegar þið hafið séö, það
sem ég ætla að koma ykkur á
óvart með, sagöi Janet, dularfull
á svipinn. — Consuela, sæktu þau
hin.
Ráðskonan hreyfði sig ekki.
— Sæktu þau, segi ég!
Michael lagði arminn bliðlega
um axlir Consuelu og spurði hvað
stæði til.
— Ó, herra Michael, það er svo
hræðilegt....
— Consuela er vist ekki hrifin
af tiltæki minu. A ég að sækja þau
sjálf? Lágvær rödd Janet var
kuldaleg. **
— Ég skal fara. En áöur en
Consuela fór, lagðist hún á kné
fyrir framan Jimmy og kyssti
hann á kinnina. Hann hló feimnis-
lega, en sleppti ekkihönd Laurel.
Janet sneri sér iiú aö Jimmy og
Laurel.
— Setjist þið og standið ekki
þarna eins og ótindir betlarar.
Þið eigið vist alltþetta hús, er það
ekki rétt?
— Laurel, þú hefir ekki andað
út úr þér einu einasta orði. Slær
hann þig, til þess að þú segir ekki
neitt? Hve marga marbletti ertu
með?
— Hvern fjgndann meinarðu
með þessu öllu? Michael sneri sér
að mágkonu sinni og hvessti á
hana augum. En rétt i þvl kom
Paul I fylgd með Claire og Consu-
elu.
— Hvað er um að vera, Janet,
þú veizt að það má ekki trufla
okkur.... ó, Michael og Laurel, ég
var húnin að gleyma, að von væri
á ykkur. Fyrirgefiö mér.
Claire, sem eins og Paul, var
klædd hvitum sloppi, gekk beint
til Michaels. Laurel fannst hún
jafn aumkunarleg, eins og þegar
hún kom i heimsókn til hennar
fyrir skömmu. Lestrargleraugun
voru neðst á nefinu og hún varð að
horfa yfir þau.
— Hvað sem það nú er, sem þú
ert með I bakhöndinni, þá bið ég
þig að flýta þér að segja okkur
það, sagði Paul og andvarpaði,
þegar hann settist við hlið Laurel.
— Ég vona bara aö þaö sé nógu
bjart, til þess að þetta njóti sin,
sagði Janet og kippti i snúru á
grænu flauelstjaldi og þá kom i
ljós málverk af konu með dreng i
kjöltunni.
Janet hafði búizt við einhverju
óþægilegu, þegar tekið var tillit
til þess hve æst Janet var og grát-
bólginna augna Consuelu. En
málverkið hafði engin áhrif á
hana. Konan var dökk yfirlitum,
grannvaxin og fögur.
Laurel heyrði, aö Consuela
snökkti. Paul sat hreyfingarlaus
viö hlið hennar og Claire pirði
augunum yfir gleraugnabrúnina.
Michael var orðinn náfölur.
Vöðvarnir i kinnum hans kipptust
til, en hann sagði ekki nokkurt
orö.
Janet leit, sigri hrósandi, I
kring um sig, horfði fast á hvert
þeirra fyrir sig.
Það var greinilegt, að málverk-
ið var af Mariu meö Michael I
kjöltunni. Þau hlutu að hafa séð
það áður. Þetta var fallegt mál-
verk og fór vel á þessum stað.
Hvers vegna hafði þetta svona
mikil áhrif á þau öllsömul.
— Ég fann þetta málverk i
ruslakompu og lét ramma það
inn. Janet, sem greinilega var
ánægð með verk sitt, settist I sófa
og naut þess. — Þetta er fallegt
málverk, finnst þér það ekki,
Michael?
En Michael strunsaði, löngum
skrefum, út úr stofunni. Consuela
flýtti sér á eftir honum.
—■ Hvers vegna gerirðu þetta,
Janet? sagði Paul og leit nú loks-
ins af málverkinu. Þú hefir reynt
að koma illu af stað i allt sumar.
Og svo kemur þetta. Hvers
vegna?
— Hvers vegna ekki? Þetta er
eina fjölskyldumyndin, sem ég
hefi i þessu húsi.
Paul tók af sér gleraugun og
nuddaði augun.
— Ég fer til rannsóknastofunn-
ar, sagði hann og gekk I burtu.
— Janet, sagöi Claire lágt, —
þú hefðir nú getaö látið þetta
vera. Ertu afbrýðisöm vegna
þessarar konu, sem er dáin fyrir
tuttugu árum.
Janet hló illskulega. — Mig
langaði til að sjá, hvort Paul væri
ennþá ástfanginn af hinni fögru
konu föður sins. En ég hélt aö
Michael væri kominn yfir þessa
móðurtilbeiðslu sina. En aðallega
vildi ég láta ykkur sjá þetta mál-
verk.
— Hvers vegna? spijrði Claire.
— Vegna þess að þið báðar vilj-
ið eiga Michael. En þið sáuö hann
núna. Janet benti á málverkiö. —
Þetta er eina konan, sem hann
hefir nokkurn tima elskað og
hann mun aldrei elska aðra konu.
Hún sneri sér að Laurel. — Þú ert
að reyna að fá hann til þin aftur,
en hann hefir aldrei verið þinn I
raun og veru. Hann kvæntist þér
eingöngu vegna þess, aö þú liktist
svo móður hans. Janet hallaði sér
fram og greip 1 handlegg Laurel.
— Taktu nú vel eftir, sjáðu augun,
höfuðlagið og svipinn á andlitinu.
— Hefiröu nú lokið þér af?
Laurel kippti til sin handleggnum
og Janet tók i höndina á Jimmy.
Hann reyndi að losa höndina, en
hún hélt fast og talaði hratt og
ákaft.
— Nei, það er eitt eftir. Littu á
Jimmy og siðan á Michael og
Mariu. Hún skældi sig i framan og
munnurinn varð að einni grettu.
— Þarna hafið þið sönnunargagn-
ið!
— Hvaða sönnunargagn?
— Fyrir þvi, að Jimmy er ekki
sonur Michaels, Janet sleppti
hönd Jimmys og sneri sér að mál-
verkinu. — Hvernig ætti Michael
sem átti mexikanska móður og
þú, sem sjálf ert svona dökk, að
geta eignazt ljóshært barn. Þaö er
mjög ósennilegt.
Claire gekk nú alveg aö arnin-
um og leit af málverkinu á
Jimmy.
Janet hélt áfram, sigri hrós-
andi: — Nú hlýtur jafnvel Micha-
el, að sjá þaö sem við hin höfum
alltaf vitað, að faðir Jimmys hlýt-
ur að hafa verið ljóshærður. Erf-
inginn er ekki réttur erfingi!
Laurel tók Jimmy i faöm sér og
þrýsti honum upp að brjóstinu.
Gamlar spurningar, sem áður
höfðu sótt á hana, komu nú fram
á ný. T fyrsta sinn, sem hún sá
Jimmy, hafði hún sjálf furöað sig
á þvi, hve ljóshæröur hann var.
Colleen hafði lika tekiö eftir þvi.
Hún virti betur fyrir sér myndina
af Michael. Hann hlaut að hafa
verið á svipuðum aldri og Jimmy
núna, þegar myndin var máluö.
En skyndilega sá hún hve likir
þeir voru. Það var sama höfuö-
lagið, sama nefið. Ef Jimmy væri
dökkur yfirlitum, gæti þetta rétt
eins verið málverk af honum.
EFTIR
An þess að segja nokkurt orð,
fór hún með Jimmy út úr stofunni
og skyldi konurnar tvær eftir.
Claire var eitthvað hikandi, svo
Janet sá, að hún hafði ekki unniö
algeran sigur.
— Ég vil fara heim, sagði
Jimmy, án þess að taka út úr sér
þumalfingurinn.
— Það vil ég gjarnan lika. Við
skulum leita að pabba og fá hann
til að aka okkur heim, sagði
Laurel þunglega og gekk upp
stigann. Þau hittu Michael I
svefnherberginu, sem Laurel
hafði áður veriö i. Hann stóð við
gluggann, sem sneri út'að eyði-
mörkinni. Um leið og þau komu
inn, sneri hann sér við og starði á
Laurel. Þaö var eitthvað við
augnaráð harts, sem hún var
hrædd við.
— Við Jimmy.... við viljum
fara heim.
— Þetta hús er heimili okkar
Jimmys og það er mitt eigið hús.
— Ég held þetta sé ekki hent-
ugur timi til að heimsækja þau.
Finnst þér það?
Hann svaraöi ekki, en hélt á-
fram að stara á hana.
— Hvað er að, Michael?
— Ég var næstum búinn aö
gleyma hvernig móöir min leit út.
Ég mundi ekki hve þú likist henni
mikið.
— Var þaö þess vegna, sem þú
kvæntist mér?
— Ég var oröinn fulloröinn
maður, þegar ég kynntist þér,
Laurel. Ég vildi eignast konu,
ekki móður.
— Janet heldur að Paul elski
ennþá móður þina, og að þú hafir
kvænst mér, eingöngu vegna þess
hve mjög ég likist henni. Hún
segir að þú munir aldrei elska
aðra konu en hana og aö Jimmy
geti ekki verið sonur þinn, þar
sem hann er ljóshæröur,sagði
Laurel.
— Vitleysa! sagði Michael og
lyfti Jimmy upp og þrýsti honum
fast að sér.
— En hvers vegna varð þér
svona mikiö um þetta, Michael?
Þetta er fallegt málverk og fer
vel á þessum stað. Hvers vegna
viltu ekki láta minna þig á hana?
— Veiztu hvers ég minnist....
hvað þetta málverk minnir mig
á? óp! Iskrandi hemla og óp
konu. Mömmu minnar, sem svar-
aði mér ekki, þegar ég talaði við
hana. Blóð, lakið var rautt af
blóði, blóði drifið hár og opin
svöðusár.... Arma, sem héldu
mér fast, svo ég komst ekki til
hennar. Rödd hans var lágvær en
svo áköf, að þessi hræðilega
Framhald á bls. 36
46. TBL. VIKAN 9