Vikan

Eksemplar

Vikan - 15.11.1973, Side 25

Vikan - 15.11.1973, Side 25
ABSALON gróft, næstum þvi ruddalegt, og það sama var að segja um bjór- inn, sem var nánast orðinn hlægi- legur, og brytinn hugsaði þeim þegjandi þörfina. Messinn tór i land á hverju kvöldi. Kuldamper Absalon var hans fyrsta skip. Hann hafði farið til sjós til að brúka kjaft en ekki til að skúra. Já og til að losna að heiman, þar sem allt lyktaði af káli og hrossaskit. En nú var hann ekki lengur viss um dóm- greind sina. 1 raun og veru ofbauð honum vinnuhringurinn i skipinu. — Þessir djöflar, sagði hann oft við sjálfan sig. Stundum fannst honum þeir hljóta að vera mörg þúsund i lúkarnum, og það var alltaf verið að éta og skúra, og hann hryllti við tilhugsuninni um örlög sin. Atti hann að verða eins og þeir, með blóðlaust andlit og þurran hósta. Og hvenær, sem færigafst, flýttihann sér burt frá skipinu, til að losna um stund frá sápuvatninu og slagandi lúkarnum. Að visu voru þeir ögn skárri, eftir að þeir komust i rauðvinið, sem kostaði svosem ekki neitt, og núna minntu þeir hann meir á myglaða gamla ketti, sem gátu ekki lengur haldið opnum augun- um, en sig sjálfa, og hann hljóp við fót upp i bæinn. Ekki svo að skilja, að hann ætti nein ákveðin erindi. Nei. Hann átti ekki nein erindi. neignir tilfinningalausum vélum. Ef nýtt barn kemur í heiminn, set- ur náttúran i gagn einhverja mótora. Hjartað verður fullt af gieði. Mann langar til að hlaupa æpandi um göturnar. t sambandi við barnauppeldi og heimilishald hefur orðið veigamikil og ánægjuleg breyt- ing á sfðustu árum. Áður hugs- uðu konurnareingöngu um börn- in og heimilið, en mennirnir voru bara fullir eða einhvern fjanðann að gera. Auðvitað er manninum jafn eðlilegt og kon- unni að hugsa um sitt eigið barn. Stundum baða ég til dæmis hvltvoðunginn. Og ég þvæ stórþvotta. Ég hef ölll þvottaprógrömm alveg I kollin- um. Ég lifi liklega að sumu leyti sama llfi og mamma gerði. Ég er með svuntu alltaf þegar ég get. En ég geri vissar kröfur. Ég stig á bremsuna. Ég vil ekki, að eiginmaðurinn breytist I kell- ingu. Ég segi stundum að gamni minu, að ég setji mörkin þar, að ég neiti að hengja út þvott með rúllur I mér! Þar set ég mörkin. Við eigum skáld I haugum — al- veg steindauð. Þau ættu að leggjast I barneignir og reyna að fá eldsneyti á tankinn. Ég er hræddur um, að bókmenntirnar okkar séu nú eins og Isjaki, sem veltir sér. Það er búið að tæra jakann að neðan með alls konar undir- málsfólki. Mælikvarðinn á bæk- ur hefur verið sá að undanförnu, að bók verði að hafa það til brunns að bera til þess að vera álitin góð — að enginn vilji kaupa hana. Og ef enginn vill heldur lesa hana, þá fyrst telst hún til bókmennta. En þetta er að breytast. Sömu sögu er að segja um málverkið. Þar er á- standið þannig, að einhver mað- ur úti i bæ segir öðrum mönn- um, hvað hann eigi að mála og hvað sé myndlist. Þetta fellir fólk sig ekki við. Og núna allt I einu gliðnar isjakinn, og allir klessumálararnir fara i hafið. — Hvert er álit þitt á bók- menntagagnrýni? — Ég segi nú eins og Pétur frá Gautlöndum: Mér þykja all- ar góðar kökur vondar. Ég held, að bókmenntagagnrýni þyrfti afskaplega mikið að breytast. Við sjáum það til dæmis á þvi, að við sendum bækur til þessar- ar nefndar, sem úthlutar bók- mennta verðlaunum Norður- landaráðs. Þessar bækur eru teknar beint úr skápnum hjá páfunum. Og það er bara hlegið að þessu á Norðurlöndunum, ha! Það er hlegið að þessum bókum I Skandinaviu, bókunum, sem bókmenntafræðingarnir okkar telja það bezta, sem við höfum skrifað. Þetta er ég hræddur um, að verði að breyt- ast. Annars er alltaf, bæði I feók- menntum og myndlist, tilhneig- ing til að þröngva verkum upp á þjóðina. Þeir blása út málverk, bækur og höggmyndir eftir ein- hverja menn. Það er gert fyrir þá allt sem hægt er. Þeir gefnir út, þeir eru sýndir, það er verið með þá i fjöliniðlunum. Þetta er eins og þvottahúsið hjá Pálma Þórðar. Þar var allt gott — nema reksturinn. Hann gekk bara upp með fljótinu frá gasverkinu, heim að kirkjunni. Lengra fór hann ekki. Hannfórsamtekki inn i kirkjuna. Það vildi hann ekki eiga við. Þetta var kaþólsk kirkja. Þetta voru kaþólikkar. Fólk með marga útlenda guði, og svo voru tveir turnar á kirkjunni, sem útaf fyrir sig var nóg til að vekja tortryggni hans. Hann var i raupinni mjög einmana. 1 útlöndum ef maðurinn einn. Að visu gat maðurinn lika orðið einn heima i Danmörku, en það var samt ekki á sama hátt og hér. Messinn kom úr stórfamiliu og þrengslum, þar sem ekki varð komið tölu á börnin og þar taldist einmanaleikinn til hreinna for- réttinda. t skipinu og þessum út- lendu borgum, fannst honum hann oft vera bak við þykkt hljóð- halt gler. t Englandi skildi hann ekki málið, heldur sá varirnar bærast og ekki heldur i Frans, og allra sizt skildi hann sitt eigið móðurmál um borð i Kuldamper Absalon. Hann skildi pkki maskincheffann, sem smurði rottugildrurnar samvizkusam- lega á hverjum degi og spennti svo upp i loftið einsog Knippels- brúna. Hann skildi ekki heldur. þessa gufumaskinu, sem suðaði eins og bænavél daginn út og dag- inn inn, né heldur hitann á fir- plássinu og kuldann i lúkarnúm. I fyrstu hafði hann reynt að spyrja til vegar i Rúðu. Það gerði hann ekki aftur. Þeir slógu um hann hríng, konur og karlar á tré- skóm, og horfðu á hann með opinn munninn og létu tunguna detta ofani kokið a sér og augun urðu stór, einsog kýraugun i skipinu og þau komu við hann, eins og hann væri litið sjaldgæft dýr. Franska var hræðilegt túngu- mál og frábrugðið öllu, sem hann hafði áður heyrt, og hann afréð að gangá i stóran hring, fremur en að eiga það á hættu að verða ávarpaður á götu, og hann stakk höndunum djúpt i buxnavasana og augu hans klifruðu upp i kirkjuturnana báða og niður aftur Jónas Guðmundsson ásamt konu sinni, Jónínu Jónsdóttur, og syni þeirra. og léku einsog eldglampar um alla borgina. Það kom fyrir að hann gætti sin ekki á vögnunum og hann heyrði ökumennina æpa upp yfir sig, eins og hann hefði ógnað öryggi þeirra, og hann tók til fótanna, svo það glumdi i strætunum undan tréskónum. Messinn átti engin erindi til Rúðu. Eða hvað? Jú, undir kirkjuveggnum himdu mellurnar, eins og leður- blökur i bergskúta. Hann var kominn til að sjá þær. Þetta voru leyndardómsfullar konur. Æsandi ungar konur, sem lyktuðu af volgu blóði. Lika gamlar, sem minntu meira á liðagigtina en ástina. Hann hugsaði mikið um konur. Hugsaði um að gera hitt með þeim, en kom sér aldrei til þess, og hann bölvaði lágt. Hann átti heldur enga peninga, eða þannig afsakaði hann sig að minnsta kosti fyrir sjálfum séj og hann sá þær ganga á brott eina af annarri með gömlum mönnum i siðum frökkum og hverfa i myrkrið, eins og þær sykkju i grænar, leyndardómsfullav tjarnir, og hann fylltist reiði og ofsa. Hann nam staðar og starði i kirkjubergið, sem holdgaðist i æsandi verur. — Ertu að fá þér mellu? var spurt fyrir aftan hann. Það var kyndarinn. Hann hrökk I kút. Þurfti hann nú endilega að vera hér, sagði hann við sjálfan sig. Hann heföi getað drepið hann. — Hvað er nú að? sagði hann aðeins og reyndi að láta, sem ekkert væri. — Svona, sagði kyndarinn allt að þvi bliðlega. Bordeauxvinin höfðu gert hann mildan og sátt- fúsan, einsog kvöldbæn, og hann fór að segja honum frá hinu kyninu. Frá lifinu á jörðunni, hvernig þvi er skipt i flokka.' Fiska, skordýr, nautgripi og fugla. Það er enginn munur á tveim fiskum, sagði hann. ' Karlfiski og kvenfiski. Ekki fremur en á hesti og hryssu. Sama er að segja um fuglana og skordýrin. En. Hann lagði áherzlu á það: A konum og körlum er mikill munur. ■ Kerlingar íángar aldrei til að gera hitt. Það verður að æsa þær upp. Sjómenn í lángfart draga púnginn eftir þilfarinu og þeir vakna á floti á hverri nóttu. Allt lífið er parað, nema I fang- elsum og skipum. Meira að segja i klaustrunum, skiptir páfinn, lifinu i múnka og nunnur, þó hann segist ekki vita betur én aldrei sé gert hitt i kirkjunum innanvið múrana, þá hafa allir farið með stúlkur I kirkjugarð. Þær verða óðar. Það er bara til sjós, þar sem menn eru látnir dúsa einir og kvenmannslausir og látnir hlaðast upp og rúnka sig fram I Framhald á bls 36 46. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.