Vikan - 15.11.1973, Blaðsíða 35
V I Ð T A L
V I D
SVEINBJÖRGU
Framhald af bls. 26
Hér þarf lika að ala upp ballett-
áhorfendur til að ballett fái þrifizt
eðlilega, og þaö verður ekki gert
nema með ballettsýningum.
— Mynduð þið hjónin koma
hingað til starfa, ef þið fengjuð
tækifæri og viðunandi skilyröi til?
— Vist gæti það komið til
greina, svaraöi Gray, en á þvi eru
margir vankantar. Sem stendur
finnst okkur við hafa mest út úr
þvi að starfa með ,,Tanz-For-
um” og verða ballettinum að
mestu gagni þar. og á meðan svo
er, er ómögulegt tyrir okkur að
slitna úr tengslum við flokkinn.
En okkur þætti gaman að koma
hingaö og sýna og ef til vill getur
orðiö af þvi, áður en langt um lið-
ur.
I Tanz-Forum eru 30 dansarar
og þeir eru af þrettán þjóðernum.
bað má þvi segja, að þar sé al-
þjóðleg samvinna höfð i háveg-
um. Tanz-Forum flokkurinn legg-
ur meiri áherzlu á „moderne”
eöa nútima ballett, en æfir þó
klassiskan ballett jafnframt.
bessi flokkur er sá eini i býzka-
landi, sem vinnur á þennan hátt,
og það var fyrst fyrir tveimur ár-
um að þetta skipulag var tekiö
upp innan flokksins. Tveir aðrir
ballettflokkar i Evrópu starfa
meö svipuöu sniði. Rambertball-
ettinn i London og Nederlands
Dans Theater i Hollandi.
— bað er ekki einungis ný
dansaðferð, sem við notum i
Tanz-Forum, heldur hafa dansar-
arnir lika mun frjálsari hendur en
i þeim ballettflokkum, sem ein-
göngu dansa sigildan ballett. Við
höldum fundi reglulega og þar
hafa allir tillögurétt. bar er rætt
opinskátt um verkefni, sem til
greina gæti komiö að glima viö,
og eins er fjallað um þá balletta,
sem verið er að æfa I það og þaö
skiptiö. betta hefur gefið góöa
raun og i flokknum rikir mjög
góður andi.
— Hver er aðalmunurinn á
„moderne” ballett og klassisk-
um?
—■ bvi er erfitt aö svara i fáum
oröum, segir Sveinbjörg. En mér
finnst munurinn meðal annars
liggja i þvi, aö i „moderne” ball-
ett hvilir meira á hverjum ein-
stökum dansara en i klassiskum
ballett. 1 klasslskum ballett er
eingöngu notuð klassisk tækni, en
i „moderne” ballettum eru
möguleikarnir ekki bundnir við
ákveðið kerfi. Tanz-Forum flokk-
urinn æfir t.d. Martha Graham-
stilinn. t „moderne” ballett getur
danssemjandinn notað hvaða
hreyfingar sem honum dettur i
hug, einnig getur hann notað
klassiskar hreyfingar og breytt
þeim eftir vild. „Moderne” ball-
ettinn er opinn fyrir áhrifum
hvaðanæva aö, en klasslski ball-
ettinn er háður sinu fasta kerfi.
— Er vinnudagurinn ekki lang-
ur hjá ballettdönsurum?
— Ballettflokkurinn, sem viö
erum I, æfir átta tima á dag, sex
daga vikunnar. Við byrjum æF-
ingar klukkan tiu á morgnana og
æfunl til klukkan tvö. Siðdegis eru
æfingar frá klukkan sex og þær
standa til klukkan tiu á kvöldin.
Dans er mjög erfiður likamlega
og andlega reyndar lika, en ég hef
komizt að raun um að dansinn
hjálpar manni mikið sálarlega.
Mér liður aldrei betur en að aflok-
inni sýningu. bað er eins og mað-
ur hafi gefið af sjálfum sér það
sem maður megnar að gefa og
kannski veitt einhverjum ein-
hverja gleði, dansað dansins
vegna en ekki fyrir sjálfan mann.
Mér fellur vel að eiga fri frá
klukkan tvö til sex á milli æfing-
anna, þvi að þeim tima get ég al-
gerlega varið meö Simoni Björg-
vin syni okkar. Annars verður
vinnutiminn stundum lengri en
þetta, sérstaklega hjá Gray, þvi
að hann þarf oft að sinna „kóreó-
grafiunni” utan æfingatima.
— Hvernig viljiö þið helzt verja
fristundum ykkar?
— Ég vil helzt vera sem allra
mest heima, segir Sveinbjörg, en
Gray brosir við spurningunni og
segir að litið sé um eiginleg fri hjá
honum, en þaö komi ekki að sök,
þvi að hann sé svo heppinn að
hafa aöaláhugamál sitt að at-
vinnu.
— Ég ver miklum tima við að
hlusta á tónlist, segir Gray, þvi að
ég þarf að þekkja mjög vel tón-
listina, sem ég sem dansa viö. Ég
hef að undanförnu verið að kynna
mér islenzka tónlist, þvi aö ég hef
hug á að semja tvidans við is-
lenzka tónlist.
— En vitanlega höfum við
áhuga á fleiru en dansi, segir
Sveinbjörg. Okkur þykir mjög
gaman að ferðast og i sumarfri-
inu okkar i fyrra fórum við til
Júgóslavíu. bar tjölduðum við á
ströndinni og nutum þess að
vera frjáls. 1 styttri frium grip-
um við oft tjaldiö og tjöldum ein-
hvers staöar fjarri skarkala
borgarinnar.
— Attu eitthvert uppáhalds-
hlutverk Sveinbjörg?
— Mér þykir nú eiginlega gam-
an aö dansa allt, en mér er
minnisstæðast hlutverk mitt i
„Syndunum sjö”. Sá ballett var
byggöur á ljóöum Bertolts Brecht
og tónlist Kurts Weil viö þau.
„Syndirnar sjö” voru meðal ann-
ars á efnisskránni, þegar viö
dönsuðum I Opera di Roma i vor,
en þangað var flokknum boöið aö
koma og dansa.
— Ballettinn er i stöðugri þró-
un, segir Gray. Við höfum samið
balletta án þess aðhafa tónlist viö
þá og við höfum samiö balletta án
tónlistar en meö tali. Allar slikar
tilraunir hjálpa okkur til að þróa
og nýta þetta stórkostlega tján-
ingarform, ballettinn.
Enginn vafi leikur á, að
árangurinn verður góður, þegar
fólk nýtur starfs sins i eins ríkum
mæli og þau hjónin gera. Vikan
óskar þeim góös gengis i Köln og
viö hlökkum til aö frétta af þeim
þar, þó aö við vonum í aðra rönd-
ina að þeim verði sköpuð freist-
andi aðstaða til að starfa að hugö-
arefnum sinum hérlendis.
ÓSKAVIÐTAL
Framhald af bls. 22
— Ég hef aldrei orðið fyrir þvi,
nema i sambandi við björgun
Súsönnu. Vfirleytt yfirgefur
áhöfnin undir eins skipið, og þetta
er strax orðið mál trygginga-
félagsins.
— bú stundaðir sjálfur sjóinn
hér áður fyrr, var það ekki?
— Jú, ég er fæddur og uppalinn
við sjó, Patreksfirðingur og
Tálknfirðingur, og þegar ég var
að alast upp, þá var eiginlega
ekki ferðast öðru vfsi en á sjó, það
var fljótlegra að fara bæjarleið á
sjo heldur en hesti.
— Nú ert þú ekki gamall, voru
engir vegir komnir á þessum
árum?
— Engir vegir þarna, nákvæm-
lega engir vegir. Ég man raunar
vel eftir því, þegar fyrsti vegar-
spóttinn var lagöur milh Patreks-
fjarðar og Tálknafjarðar, mig
minnr 1935-6. bað komu þarna
verkfræðingar að sumarlagi og
völdu vegarstæðiö þvert ofan i
vilja heimamanna, sem vissu
auðvitað ofurvel, hvar snjóalögin
eru mest. Svo kom ég vestur fyrir
nokkrum árum og sá, að vegar-
stæðinu hafði verið breytt. Veg-
urinn liggur nú þar, sem heima-
menn vildu upphaflega.
— En svo við vikjum aftur að
umsvifum þinum hérna. bið dælið
stööugt sandi úr sjó á milli þess
sem þið bjargið skipunum.
— Efnistakan er nátturlega
aðalliöurinn i okkar starfsemi, og
við þurfum að stækka við okkur,
viö rétt slefum i þvi að hafa nog,
gætum selt meira. Sem stendur
erum viö bara með eitt skip i
þessu, Sandey, en erum nýbúnir
að kaupa pramma úti i Englandi,
sem á að breyta i sandflutninga-
skip.
— Ég get sagt þér það.að
Sandey er eina skipið á Islandi,
sem er gjörnýtt. Hún er alltaf i
gangi, gengur 24 tima á sólar-
hring helgar sem virka daga,
þ.e.a.s. frá þvi i april og fram i
október, þá verðum viö nú aðeins
að hægja á feröinni. Venjulega
leggjum viö henni svo um jólin,
notum janúar til viögeröa og
byrjum svo aftur I febrúar —
marz.
— Og þið dælið alltaf upp úr
Hvalfiröinum?
— Já, þetta er svo sem ósköp
einfalt mál. Við erum með 2
skiþshafnir á Sandey, og hún
kemur hingað fjórum sinnum á
sólarhring meö sin þúsund tonn af
sandi, dælir þeim inn I leiðslur,
sem flytja sandinn ögn hérna upp
á bakkann, og þar tekur harpan
við.
— Harpan?
— Já, þetta er kölluð sand-
harpa, sennilega sú afkastamesta
I heiminum, flokkar þúsund tonn I
fjóra grófleika á einni klukku-
stund. Við smlðuðum hana sjálfir.
Viö höfum oröiö aö finna út allar
okkar aðgerðir sjálfir, þaö hefur
enginn gert þetta hérna áður.
— En erlendis?
— beir koma til okkar aö leita
ráöa. Viö fáum alltaf fyrirspurnir
viðs vegar að, m.a. alla leið frá
Kenya. Janvel Norðmenn hafa
komið til að læra af okkur.
— Hverjir eru annars þessir
við?
— Við Hreinn Pálsson, við
höfum átt þetta saman sfðan 1958.
— Allir athafnamenn hafa eitt-
hvert hobbi, og þú elur upp fisk.
Mér skilst það eiginlega vera
orðið álika mikið fyrirtæki og
Björgun hf.
— Já, allir hafa sitt hobbi,
sumir eru vitlausir I hesta, ég
hins vegar rækta fisk. Viö Snorri
heitinn Hallgrimsson, læknir
byrjuöum á þessu saman, Hann
var gifurlega mikill atorku-
maður, ég hef engan mann vitað
vinna eins mikið og hann. Við
vorum miklir vinir, og við
byrjuðum að ala upp seiði i bil-
skúrnum hjá mér. Nú, þetta
svona smáhlóð utan á sig, og nú
erum við komnir með þrjú eldis-
hús, eitt á Keldum, eitt i Tungu i
Landbroti og loks eitt á öxnalæk i
ölfusi, sem er verið að klára um
þessar mundir.
— Eldishúsið á öxnalæk er
ekkert smáhýsi, 850 fermetra
hús, og þ'ar á að verða fiskibú, við
ætlum að rækta þar matfisk. Ég
held það séu gifurlegir mögu-
leikar i þeirri grein hér, við
höfum svo margt fram yfir aðra I
þeim efnum. Við höfum allan
þennan jarðhita, við höfum
ómengaö vatn, og við erum ennþá
a.m.k. laus við sjúkdóma i
fiskinum. Ég man alltaf þegaF
Snorri kom með ameriskan pro-
fessor til að skoða eldishúsið
okkar hér á Keldum. Hann ætlaði
ekki að trúa þvl, að við gætum
haldiö llfi i fiskinum, svona
þröngt i meira en einn dag. Sam-
kvæmt hans kenningum og til-
raunum var það ekki hægt. En
það er vatniöokkar, sem er svona
gott.
— Hitinn er lika ómetanlegur.
Við gerðum tilraun með ræktun
bleikju á öxnalæk, og á einu ári
náðum við henni upp i þá stærð,
sem t.d. Dani og bjóöverja tekur
18 mánuði að ná regnbogasil-
ungnum upp I. bað er allt að
þakka hitanum og okkar góða
vatni.
— Eitthvað kostar nú svona
fyrirtæki, Kristinn.
— Við höfum áætlað, að eldis-
húsið á öxnalæk kosti u.þ.b. 20
milljónir.
— bað er dýrt hobbí.
— betta er nátturlega orðið
meira en hobbi, og það er verst,
hvað maður hefur litinn tima til
að sinna þessu áhugamáli.
Auðvitað er ég ekki einn I þessu,
við höfum nokkrir saman stofnað
um þetta fyrirtæki, sem heitir
Tungulax hf„ og út frá þessu er
búið að stofna fóöurverksmiðju
og allt hreint. Eldisstöðin á
Keldum var byggð 1960, stöðin i
Tungu I Landbroti komst i gang i
fyrra, og öxnalækjarhúsiö verður
vonandi komið i gang, áður en
langt um liður. bað er hins vegar
bara einn liöur i keðjunni, næst
dreymir okkur um aö koma upp
sjóeldisstöð, rækta lax i stórum
tjörnum, og við höfum alveg
ákveöinn stað i huga, Reykja-
nesið. bar er hlýr sjór og nægur
46. TBL. VIKAN 35