Vikan


Vikan - 01.08.1974, Blaðsíða 4

Vikan - 01.08.1974, Blaðsíða 4
ERFITT AÐ VENJAST SKULDUM Margir kannast við verzlunina Jasmin —indversku undraveröld ina, sem er við Laugaveg, rétt of- an við Hlemmtorg. Jasmin er sannkölluð undraveröld, þvi að þar getur að lita hið fegursta úrval skrautmuna, sem flestir eru að öllu leyti handunnir. Andrúmsloftið er lika sérstætt i Jasmin og oft liggur reykelsis- ilmur þar i loftinu. Eigandi verzl- unarinnar og sá, sem gefið hefur henni sinn sérstaka svip, heitir Armann Jóhannsson. Vist er nafnið rammislenzkt og Armann islenzkur rikisborgari, en hann er fæddur á Norðvestur-Indlandi i um það bil tvö hundruð milna fjarlægð frá hafnarborginni Bombay. Mjög ungur fluttist Ar- mann með foreldrum sinum til Singapore, þar sem faðir hans rekur heildverzlun með krydd- varning alls konar. Það er langt til Singapore og þess vegna for- „Tengsl min við fjölskyldu mina á Indlandi hafa ekki rofnað, þó að ég hafi búið fjarri henni i fimmtán ár”, segir Armann Jóhannsson um hin stdrku fjöl- skyldutengsl meðal Indverja. Vikan ræðir við Ármann Jóhannsson, sem er fæddur á Indlandi en rekur verzl- un við Laugaveginn i Reykjavik. vitnilegt að kynnast þvi, hvernig það æxlaðist til að Ármann er kominn alla leið hingað norður til okkar á Island og farinn að reka verzlun við Laugaveginn, þar sem hann selur austurlenzka list- muni okkur til augnayndis og ánægju. Ármann er kominn af Hindúa- fjölskyldu og alinn upp i Hindúa- sið, en i Singapore gekk hann i meþódistaskóla. Hann segist þvi vera fullt eins vel að sér i kristn- inni og i trúarbrögðum Hindúa. — Kannski er svolitið skamm- arlegt að vera ekki fróðari um Hindúasið en ég er. Þó held ég það skipti ekki máli með hvaða nafni guð er tilbeðinn. Hann er alls staðar. Liklega hef ég verið skráður sjálfkrafa i þjóðkirkjuna um leið og ég fékk rikisborgara- rétt á íslandi: ég borga kirkju- gjald svo að það hlýtur efginlega að vera. Ég fer lika oft til kirkju og finnst ég hafa gott af þvi að vera við guðþjónustur: hlusta á tónlistina og heyra sálmana sungna. Talið er farið að snúast um trú- arbrögð og þvi liggur beint við að spyrja Armann um Ganges — fljótið helga á Indlandi. — Ég er alinn upp við trú á Ganges en ég hef aðeins komið að ánni einu sinni og þá var ég ekki nema tiu ára. Ég veit þess vegna mjög lítið um ána, nema þaö sem ig hef lesið og mér hefur veriö sagt. Og það er mjög erfitt að mynda sér ákveðna trúarskoðun á fyrirbæri eins og Ganges án persónulegrar reynslu: en vissu- lega ber ég virðingu fyrir Ganges og trú Indverja á hana. Fátækt er víða mikil á Indlandi og misrétti gifurlegt, þar sem sumir hafa ekki nóg til að draga fram lifið, en aðrir lifa i vellyst- Ármann ásamt konu sinni Þór- unni Danielsdóttur, syn'i þeirra Gunnvant Baldri og dótturinni Eddu Bryndisi. . 4 VIKAN 31. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.