Vikan


Vikan - 01.08.1974, Blaðsíða 32

Vikan - 01.08.1974, Blaðsíða 32
segja mér það, að ég yrði skotinn sem njósnari, ef ég fyndist þarna f þorpinu og það gæti jafnvel leitt fjöldaaftökur yfir þorpsbúa fyrir að hafa falið mig og hjálpað mér. Ég gat ekki hugsað til þess að verða þess valdandi, svo að ég sagði við gamla manninn, að ég vildi freista þess að komast und- an, annað hvort i gegnum frum- > skóginn eða á litlum báti. Gamli | maðuri'nn brosti ofurlítið og t sagði: — Þú verður dáinn eftir fá- ^ einar klukkustundir i frumskóg- inum ög eftir hálfan dag á smá- báti á hafinu. Þú getur ekkert farið. Þú verður að vera hérna þangað til Japanir hafa sig á brott. Maðurinn yðar er fallinn Ég vildi gera eitthvert gagn og fór að vinna með mönnunum, en þeir vildu ekki hafa mig með sér á fiskiveiðar, ef við rækjumst á japönsk skip.Ef japanskir her- menn kæmu til þorpsins sagði gamli maðurinn mér, að ég skyldi flýja inni frumskóginn og leynast þar, þangað til þeir væru farnir aftur. Börnunum hafði verið sagt, að þau mættu alls ekki segja frá þvi, að hvitur maður hefðist við i þorpinu, svo að ég þurfti ekkert að óttast, sagði gamli maðurinn. Auk þess að ganga að ýmsri vinnu með fólkinu i þorpinu, fór ég að kenna börnunum ensku og stærðfræði og fleiri námsgreinar. Ég veit ekki, hvernig fólkið þarna i þorpinu fór að þvf að útvega sér hlutina, epeinn daginn birtist einn þeirra méð stilabækur, penna, töflu og krit, og ég fór að kenna börnunum að lesa og skrifa. En allan timann þjáðist ég i hjarta minu, þvi að ég vissi, að Anne hafði verið tilkynnt að ég væri látinn. Löngu siðar fékk ég að vita, að ég hafði getið mér rétt til. Hún hafði fengið simskeyti, þar sem henni var tjáð, að min væri saknað og ég hefði að öllum likindum fallið i bardaga. Mánuði siðarfékk hún staðfestingu á sim- skeytinu. Ég fór að fylgjast náið með tim- anum. Eitt ár leið — og tvö ár liðu. Þorpsbúar höfðu eigið kerfi við aö afla frétta og þar kom að okkur bárust fréttir af sigrum Bandarikjamanna á Kyrrahafi. „Stór sprengja” 1 júni 1945 fréttum við, að ástralskur her hefði gengið á land á Borneo og i ágúst fréttum viö, að Bandarikjamenn hefðu varpað tveimur „stórum sprengjum” á Japan og Japanir vildu semja frið. En þorpsbúar vildu ekki sleppa mér fyrr en þeir vissu, aö allt væri öruggt. Það var ekki fyrr en i otkóber 1945, að boð komu frá Palemburg þess efnis, að „hvita gestinum” væri óhætt að koma þangað. Ég var ákafur i að komast aftur I snertingu viö menninguna I von um að geta sent konu minni skeyti til að segja henni, að ég væri á lifi. En ég átti lfka erfitt með að kveöja vingjarnlegasta fólk, sem ég hafði kynnzt á ævi minni. Mér þótti mjög vænt um þorpsbúa og þeir höfðu viðurkennt mig. Þegar ég fór, lofaði ég þvi að ég skyldi koma einhvern tima aftur. Nokkrir menn úr þorpinu fylgdu mér til Palemburg og þaðan fór ég áfram til Djakarta, þar sem ég komst i samband við ástralska herinn. Þeir sögðust harma það mjög, en þeir gætu ekki sent einkamálaskeyti fyrir mig. Það bezta, sem þeir gætu fyrir mig gert, væri að senda mig til Darwin i Astraliu. Þeir voru vissir um að þaðan gæti ég sent skeyti. Ég fékk far með gamalli Dakotavél til Da'rwin, þar sem ég fór á fund yfirvalda brezka hers- ins og gaf skýrslu. Ég dró enga dul á, hve mjög mig langaði til að senda skilaboð heim — og komast heim sjálfur. — Þér eruð bara einn af mörg- um, sagði ofurstinn við mig. — Þér verðið að biða eftir heimförinni. Heimilisfangið óþekkt Þeir gerðu mér þó þann greiða að senda konu minni simskeyti og ég beið svarsins með eftirvænt- ingu og mér var alls ekki rótt. Hvað gat ekki hafa gerzt á árun- um, sem ég var talinn af! Um það bil sex vikum eftir að simskeytið mitt hafði verið sent, kom svar þess efnis, að heimilis- fang frú Anne Kemmitt væri óþekkt. Hvað gat hafa komið fyr- ir? Ég held ekki, að neinn, sem ekki hefur reynt eitthvað þessu likt, geti gert sér sálarangist mina i hugarlund. Mig langaði meira heim en nokkru sinni áður, en það eina, sem ég gat gert, var að biða eftir skipsferð. Allar flug- vélar voru fullar af særðum mönnum. Dagarnir 45 um borð i flutn- ingaskipinu, sem ég fór með heim, voru kannski þeir lengstu, sem ég hef nokkurn tima lifað. Það var eins og timinn stæði kyrr meðan skipið silaðist fyrir Góðra- vonarhöfða. En svo sá ég hvitu klettana i Dover framundan. Ég var kominn heim. Eftir að hafa gengið frá nokkrum formsatrið- um, lagði ég af stað til heimilis mins. Það fyrsta, sem ég sá, var að geröar höfðu verið sprengjuárás- ir. Flugvélar óvinanna höfðu varpað sprengjum yfir Folke- stone og Dover á leiðinni aftur til Evrópu. Rústir og grafir Nú vissi ég af hverju simskeyt- ið, sem ég hafði sent, hafði ekki komizt til foreldra minna eða eig- inkonu. Þarna voru engin hús, einungis rústir. Lostinn skelfingu fór ég að leita mér upplýsinga. Eftir nokkrar klukkustundir fékk ég að vita, að báðir foreldrar minir hefðu látið lifið, þegar sprengja lenti á húsi þeirra. En hvar var konan min? Hvað hafði oröið um hana og barniö okkar? Það var augljóst, að enginn þekkti þau, eða vissi neitt um þau. Sprengjuárásina á bæinn hafði komið öllu á annan endann. t kirkjugarðinum fann ég leg- steina pabba og mömmu og ég kraup hjá þeim og baöst fyrir. Timunum saman gekk ég frá einni gröf til annarrar og las sorglegar áletranirnar: „Óþekkt kona um fertugt.” „Óþekktur drengurum það bil tiu ára”.... Slikar grafir voru margar. Ein þessara kvenna gat verið konan min, eitt barnanna barnið mitt. Samt sem áður gat ég ekki fengið mig til þess að trúa þvi, að þær væru dánar. Sundurkramið hjarta mitt neitaði einfaldlega að leggja trúnað á það, að Anne og Dorothy væru horfnar mér fyrir fullt og allt. Ég hélt leitinni áfram I von um að finna einhvern, sem gæti hjálpað mér. Ég ætlaði að hafa uppi á prest- inum, sem hafði gefið okkur Anne saman i hjónaband,'en hann var einnig dáinn. Svo leitaði ég til Rauða krossins án þess að vita hvers vegna. Ég var farinn að sætta mig við þá tilhugsun, að kona min og dóttir væru dánár. Enginn hefði getað lifað af sprengjuregnið, sem dunið hafði yfir bæinn, sem við höfðum verið svo óendanlega hamingjusöm i. Nei, Rauði krossinn gat aðeins vottað mér samúð, en hann gat ekki veitt mér nejna aðstoð. Ég ákvað að reyna að safna saman þráðum lifs mins og skrif- aði móður Anne langt bréf. Ég sagði henni frá árangurslausum tilraunum minum til að hafa uppi á Anne og dóttur okkar, eða gröf- um þeirra. Eftir nokkurn tima fékk ég bréfið aftur og á það var skrifað, að heimilisfang væri óþekkt. Ég skrifaði bandariska sendiráðinu og bað það um aðstoð við að hafa uppi á núverandi heimilisfangi frú Marguerite Washburn. Fjórum mánuðum siðar fékk ég svar frá sendiráð- inu, þar sem mér var tjáð, að þeir heföu reynt að komast eftir heimilisfanginu i Baltimore og komizt að þvi, að frú Marguerite Washburn heföi dáið þann 3. ágúst 1913. Ég átti ekki um neitt annað að velja, en sætta mig við það, að kona min og dóttir væru látnar. Dapur i skapi settist ég að i heimabæ minum og tók að reisa verzlunarfyrirtæki föður mins við. Fimm ár liðu og ég var orðinn 38 ára. Ég var einmana, en ég haföi ekki hug á að stofna til sam- bands við neina konu aðra en þá, sem ég hafði elskað svo mjög. Astin til Anne hafði verið allt of djúp til þess að önnur kona gæti komið I hennar stað. Verzlunin gekk afbragðs vel. Ég rak bæöi inn- og útflutnings- verslun og verzlaði I stöðugt rikari mæli við Ameriku og Kanada. Svo kom sumardagurinn árið 1953, þegar ég kom auga á eldri konu úti á götu, sem mér fannst ég kannast viö og vera frú Appleby, sem hafði búið I nágrenninu, þegar ég var kvaddur i herinn. — Frú Appleby, sagði ég. — Eruð þér ekki frú Appleby? Hún virti mig fyrir sér, en þekkti mig ekki aftur. — Ég er Bill Kemmitt, sagði ég. — Sonur Wiifreds Kemmitt. — Auðvitað, sagði hún bros- andi. — Mér fannst ég kannast við andlitið, en ég gat ekki komið þvi fyrir mig. — Foreldrar minir... sagði ég. — Voruð þér... — Nei, greip hún fram I fyrir mér. — Ég var hjá systur minni og slapp þess vegna við martröð- ina. En þær fluttust burtu! — Hafið þér ekki tima til þess að drekka tesopa með mér? spurði ég. — Það er svo notalegt að hitta aftur einhvern siðan i gamla daga. Hún þáði teið og við sátum og töluðum um gamla daga. — Mér brá hræðilega við að heyra, að foreldrar þinir hefðu farizt, sagði hún. — Þau höfðu alltaf verið mér svo góð. Ég var viðstödd útför þeirra. Við héldum öll, að þú værir dáinn. Kona þin og foreldrar fengu simskeyti þess efnis, að þú hefðir fallið I Austur- löndum fjær. — Varst þú viðstödd útför konu minnar og dóttur og geturðu sagt mér, hvar þær eru grafnar? Hún horfði á mig og það kom djúp hrukka milli augnanna á henni. — En þær fórust ekki, Bill. Hún fór til Ameriku og tók barnið með sér. Ég held það hafi verið einhvern tima I árslok 1943 eöa i ársbyrjun 1944. Ég man ekki ná- kvæmlega hvenær það var. Hún tók lát þitt sér mjög nærri. Hún sagði mér, að hún færi af þvi að hún hefði ekkert til að lifa fyrir i Englandi, en sagðist myndu koma i heimsókn eftir striðiö. Ég varð.magnvana. Var konan min og barnið okkar á lifi i Ame- riku? Mig langaði til þess að gráta eins og barn. Mér fannst 32 VIKAN 31. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.