Vikan - 01.08.1974, Blaðsíða 19
sem fékk mig til þess að heim-
sækja hana.
,,Til hvers komstu, herra
Carey?”
Ég þurfti að ræskja mig. ,,Ég
veit það eiginlega ekki,” sagði ég
eins og asni. ,,Jú, til þess að vita
hvernig þú hefðir það? til þess að
biðja þig afsökunar á þvi að vera
þér til leiðinda þarna um kvöldið;
til þess að bjóða þér að koma með
mér út og drekka með mér einn
bjór eða svo”.
Hún settist rólega á arminn á
einum stólnum. „Eins og þú sérð
þá hef ég það ágætt,” sagði hún.
,,Og það er engin þörf á þvi að
biðja afsökunar, þvi að eins og þú
manst sagði ég þér að hypja þig.
Og ég kæri mig ekkert um að
fara að drekka á þessum tima
sólarhrings, en þakka þér samt
fyrir.” Hún hikaði. ,,Var það
nokkur fleira, herra Carey?”
Ég reyndi að brosa til hennar.
,,Nei, ég held ekki. Það er eins og
þetta hafi verið allt. Ætlarðu ekki
að fylgja mér til dyra?”
Hún leit upp og ég sá hún var
ekki lengur i eins mikilli varnar-
stöðu. „Heyrðu mér þykir leitt,”
byrjaði hún.
„Já, er það ekki? Og auðvitað
þykir þér þetta allt saman leiðin-
legt sjálfrar þm vegna. A ég að
koma aftur eftir hálft ár, þegar
þú verður kannski orðin svolitið
manneskjulegri?”
Hún stóð hægt á fætur og gekk
til min. Hún horfði i augu mér og
varir hennar skulfu.
Ég gróf hendurnar i buxna-
vasana og virti andlit hennar
fyrir mér fullur áhuga. Ég var
ekki viss um hvort hún myndi
heldur fara að skæla eða slá mig
utan undir.
Mér til undrunar gerði hún
hvorugt.
Smám saman jafnaði hún sig og
leit þreytulega á mig augum, sem
vissulega voru i uppnámi, en
greinilega mannleg.
Ég brosti til hennar og sagði:
„Komdu og fáðu þér glas með
mér.”
Við fórum á litinn og rólegan
stað við ána og drukkum þar bjór
og borðuðum heitar pylsur. Við
töluðum um allt og ekkert,
rifumst svolitið og hlógum heil-
mikið og mér þótti gaman að sjá,
að Frances skemmti sér hið
bezta.
Ég ók hægt heim á leið,
ánægður með sjálfan mig og með
Frances syfjaða við hlið mér, en
hún hélt áfram að tala, þó syfjuð
væri. Ég fylgdi henni að dyrun-
um.
„Þakka þér fyrir dásam-
legt kvöld, herra Carey,” sagði
hún. „Ég get ekki lýst þvf hvað
mér liður miklu betur og það er
allt þolinmæði þinni — og bliðu að
þakka.”
„Viltu vera svo væn að þegja
svolitla stund,” greip ég fram i
fyrir henni. „Og hættu að kalla
mig herra Carey. Ég verð tauga-
veiklaður af þvi. Ég ætla að
kveðja þig hérna og nú langar
mig til þess að biðja þig að öskra
ekki og vekja alla i húsinu.”
Ég hallaði mér fram og kyssti
hana. Frances stóð grafkyrr og
gaf ekki frá sér nokkurt hljóð. Ég
held hún hafi varla dregið and-
ann. Þegar ég sleit loks kossin-
um, opnuðust augu hennar hægt.
„Hvað var þetta?” spurði hún.
„Huggun?”
Ég dró djupt andann, þvi að nú
vissi ég hvað Sharon hafði átt viö,
þegar hún talaði um samanburð.
Ég horfði ástúðlega i augu
Frances. „Auðvitað ekki,” sagði
ég. „Ég nota þessa aðferð viö að
kynnast fólki.” .
Gefið barninu leikföng, sem hvetja hug og
hönd.
Sendum i póstkröfu.
VÖLUSKRÍN
Sírverslun meS þroskaíeikföng og barnabcekur,
Laugavegi 27, Reykjavík, 'island. Simi: 15135.
GISSUR
GULLRASS
E.FTIR'
BILL KAVANAGH e.
FRANK FLETCUER
Svo að Gissur lét þig fá
þusundkall fyrir að þykjast
hafa brotið vasann.
Og Rasmina lét mig hafa
þúsundkall fyrir að þykjast
hafa beyglað bil-
31. TBL. VIKAN 19