Vikan


Vikan - 01.08.1974, Blaðsíða 30

Vikan - 01.08.1974, Blaðsíða 30
Þú munt lifa í hjarta mínu Ég steig út úr bflnum á horninu og meðan bfllinn fjarlægðist, gekk ég hægt eftir gangstéttinni. Gat þetta verið raunveru- legt? Var það ég, sem þarna gekk tfl fundar við konuna, sem ég hafði haldið að væri dáin? Ég gleymi aidrei deginum fyrir 25 árum, þegar ég hélt að Anne kona min og litla dóttir okkar hefðu farizt i sjó- slysi. Ég var 57 ára þennan október- dag og hún er 55 ára hugsaði ég með mér meðan ég skyggndist eftir númerinu á húsi vinstra megin við mig og sá að það var númer 48. Númer hússins sem ég minntist var 148. Það gaf mér tima til þess að hugsa mig um og reyna að róa taugarnar. Af hverju var ég taugaóstyrkur? Af hverju fór hjartað i mér að berj- ast eins og það væri að bresta? Af hverju sortnaði mér fyrir augum, svo að ég gat með naumindum staðið á fótunum? Ég sagði við sjálfan mig: — Hertu þig upp, gamli minn. Þú verður að vera sterkur. Að öðrum kosti brotnar þú saman og það hæfir ekki fullorðnum manni, verzlunarmanni, sem hefur stað- ið i ýmsu frá striðslokum. Nú er árið 1971, ekki 1941. Þetta var i borginni Baltimore i Maryland, en ekki i Folkestone i Englandi, þar sem allt hafði byrjað fyrir svo löngu, aö mér fannst það vera ár- þúsundir. Ég óskaði þess, að ég ætti eitt- hvað sterkt til þess að styrkja mig á, þó að ég sé ekki mikið gefinn fyrir áfengi og klukkan væri auk þess rétt rúmlega tiu aö morgni og of snemmt að fá sér nokkuð annað en te eða kaffi. Ég virti húsið fyrir mér um leið og ég gekk nær þvi. Það voru snotur gluggatjöld fyrir gluggun- um. En i rauninni sá ég ekki neitt af þessu, heldur andlit hennar eins og það var fyrir þrjátiu ár- um, augu hennar og brosið. Þekkir hún mig aftur? Þekki ég hana aftur, þegar ég sé hana? Já, sagöi ég við sjálfan mig, ég þekki hana samstundis aftur. Minning hennar haföi lifað i hjarta minu I öll þessi löngu ár og þó aö andlit hennar væri orðið hrukkað og breytt eins og andlit mitt, var ég sannfæröur um aö ég myndi þekkja hana aftur. Allt i einu sá ég einhvern koma á móti mér. Ég snarstoppaði, þvi að ég gat ekki hreyft fæturna. Ég stóö eins og negldur niður og sá hana nema staðar andartak og horfa á mig. Svo kom hún hlaup- andi á móti mér og allt i einu lá hún i faðmi minum og lagði höf- uöið að brjósti minu. Þannig stóð- um við langa stund og kærðum okkur kollótt, þó að fólk næmi staðar og starði á okkur. Það skipti okkur engu máli. Hvernig átti fólk að geta skilið þrána i öll þessi eyðilegu ár, þegar hún hafði talið mig af og ég hafði talið hana og dóttur okkar látnar? Og allt i einu var eins og við værum vakin til lifsins aftur, hefðum staðið upp úr gröfum okkar til þess að vera saman á nýjan leik, eins og við hefðum alltaf verið saman, elzt saman og árin, sem viö höfðum veriö aðskilin, hefðu horfið með morgundögginni. Ástfangin við fyrstu sýn Það var árið 1938 og áður en Evrópa logaði i brjálæðislegu eyðileggingarstríði. Faðir minn rak inn- og útflutn- ingsfyrirtæki i Folkestone i Kent fyrir striðið og ég stjórnaði fyrir tækinu dagsdaglega. Þegar ég var 24 ára, var ég einnig liðsfor- ingi í sjálfboðaliði flotans. Allt lék i lyndi. Okkur hafði verið lofað friöi á okkar timum og strið virt- ist nær óhugsandi fagra sumar- daginn 1938, þegar ég sá fallega stúlku um tvitugt stiga á land af ferjunni, sem var að koma frá Frakklandi. Hún burðaðist með tvær stórar töskur og virtist þurfa á aðstoð að halda með þær. Ég hljóp til og hún tók hjálp minni fegins hendi. Hún ætlaði að taka lestina til London og hafði klukkutima aflögu, svo að ég bauð henni upp á bolla af tei eða matarbita. — Þáð er mjög fallegt af þér, sagði hún. — Þú ert amerisk, hrópaði ég eins og það skipti einhverju máli. — Já, svaraði hún. — Ég er frá Baltimore og hef verið i frii. Ég ætla að fara heim með skipi frá Southampton. Hún sagðist heita Anne Virginia Washburn og ég sagðist heita William Haydel Kemmitt. Eftir tiu minútur vorum við farin að tala saman eins og aldavinir og það var ekki liðinn nema hálftimi, þegar ég spurði hana hvort hún vildi koma með mér heim og hitta Dorothy móður mina, sem væri mikill matreiðslusnillingur. Anne kom með mér heim og mamma fékk hana til að þiggja kvöldverð hjá okkur. Af hverju liggur þér svona á að komast tll London? spurði mamma. Áttu vini þar, sem þig langar til að hitta? Anne sagðist ekki eiga neina vini þar, en hún yrði að fara um London á leiðinni til Southamp- ton, en þaðan ætlaði hún að fara með skipi til New York eftir fimm daga. — En af hverju viltu ekki vera hérna? Mamma var mjög sann- færandi. — Vertu heldur hjá okk- ur. Það er mjög fallegt viöa hér i kring og Bill er vis til að skreppa með þér I skoðunarferðir. Það er engin ástæða tii þess, að þú sért að fara til London, ef þig langar ekki til þess. Þú hefur verið i London, er það ekki? — Jú, svaraði Anne. — Ég sá mig um i Englandi, áður en ég fór til Frakklands, Sviss og ttaliu. Ég kom bara til Englands til þess að ná i skipið heim. Hvernig verður maður eigin- lega ástfanginn? Ég var 24 ára og Anne 22. Ég var fæddur og uppal- inn i Englandi og brezk ihalds- semi hafði sett svip sinn á mig. Anne var fædd og uppalin i Ame- riku. Faðir hennar lézt árið áður og eftir hann hafði hún erft mikil auðæfi, svo að hún gat gert það, sem hana langaði mest af öllu til: að skoða sig um i Evrópu. Marguerite móðir hennar bjó i Baltimore, þar sem Anne hafði starfað sem hraðritari. Já, hvernig verður maður eiginlega ástfanginn? Ég veit það ekki. Ég veit það bara, að ég varð ástfang- inn á einni klukkustund og eftir þessa klukkustund óskaði ég þess,. að Anne færi aldrei til Ameriku. Brúðkaupsferð. Ég fór með Anne viða um Kent og Sussex og sýndi henni helztu staðina þar. Þegar ég komst að þvi, aö hún var hrifin af leikhúsi, fór ég með hana til London, þar sem við sáum nokkrar sýningar. Kvöldið áður en Anne ætlaði að leggja af stað heimleiðis, setti ég i mig allan kjark, sem ég átti til, og tók um hendur henni og sagði: — Anne þarftu að vera að fara? Ég elska þig. Ég átti erfitt með að stynja þessu upp. Englendingar eiga erfitt með að tjá konum ást sina, erfitt með að tjá tilfinningar sin- ar, en ef ég ætlaði ekki að missa þessa stúlku, varð ég að segja þetta og ég sagði það. — Ég elska þig og ég vil kvænast þér. Hún hvarf til min og ég fann yl- inn frá likama hennar og öll þau bitru ár, sem ég átti fyrir hönd- um, mundi ég eftir ilminum af henni. Ég heyrði hana segja: — Ég er búin að biða eftir að heyra þig segja þetta, Bill. Ég elska þig og ef þú vilt mig, þá vil ég ekkert fremur en vera konan þin. Orðin streymdu af vörum henn- ar: — Ég afpanta skipsferðina. Ef við getum það ekki núna, þá get- um við sjálfsagt gengiö þannig frá, að við getum farið næsta ár og heimsótt móður mina, svo að þú getir kynnzt henni og hún þér. Við giftum okkur sex vikum seinna og fórum i brúðkaupsferð til Skotlands, þvi að þangað hafði Anne aldrei komið og af þvi að hana langaði til að sjá skozka há- lendið. Dapur skilnaður Faðir minn hjálpaði okkur að festa kaup á húsi i nágrenni heimilis foreldra minna og við Anne vorum yfir okkur ham- ingjusöm i hjónabandinu. Við vorum hamingjusöm, kannski allt of hamingjusöm. Við vorum svo ástfangin hvort af öðru, að við lá aö okkur liði i’la. Ég varð að fara i ýmsar ferðir vegna starfs mins við fyrirtæki föður mins og stundum varð ég einnig að starfa i sjálfboðaliði flotans. En ég var hamingjusamur með Anne við hlið mér. Og saman áttum við stundir, sem áttu eftir að halda i mér lifinu, þegar ég var að dauða kominn. Þegar hún sagði mér, að hún væri með barni, réðum viö okkur varla fyrir gleði. Þegar dóttir okkar fæddist i nóvember árið 1939, hafði England verið I tvo mánuði i striði og ég var kvaddur til herþjónustu i sjóhernum. Ég var settur I Noröursjávarsveit- ina, svo að ég gat farið heim við og viö. Svo vorið 1941 var mér skipað að starfa á skipi, sem átti að hafa aðsetur i Austurlöndum fjær og ég átti aö fara með þvi til Singa- 30 VIKAN 31.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.