Vikan


Vikan - 01.08.1974, Blaðsíða 9

Vikan - 01.08.1974, Blaðsíða 9
HÆSTANÆGÐUR A ÍSLANDI „Við fórum aftur til Englands eftir u.þ.b. árs dvöl hér. Þá brá svo við, að ég var farinn að sakna Is- lands eftir viku. Við ákváðum þvi að flytjast aftur til Islands og siðan hef ég verið hæstánægður hérna. Islendingar e'ru lika hreint prýðilegt fólk, og ég hef aldrei orðið var við neina fordóma gagnvart út- lendingum hér eins og oft gerist viða i Evrópu.” Þannig mælist Ármanni Jóhannssyni i viðtali við Vikuna á bls 4. KENNARI í SUNNUDAGASKÓLA „Móðir min var hvað áhrifamest i f jölskyldunni. Ég var alinn upp i mótmælendatrú i New York, en ég hef aldrei verið sérlega trúhneigður. Þar fyrir fylgdist ég með trúmálunum og fór við og við i kirkju, og þegar ég var sextán ára, var ég orðinn kennari i sunnudagaskólanum.” Já, Burt Lancaster var einu sinni sunnudagaskólakennari. Sjá nánar á bls. 24. LEITAÐ AÐ GRÖF „Timunum saman gekk ég frá einni gröf til annarr- ar og las sorglegar áletranir: „Óþekkt kona um fer- tugt”. „Óþekktur drengur um það bil tiu ára”... Slikargrafir voru margar. Ein þessara kvenna gat verið konan min, eitt barnanna barnið mitt.” Á bls 30 hefst frásögn af hjónum, sem týndu hvort öðru i siðari heimsstyrjöldinni, en fundust aftur eftir 30 ár. KÆRI LESANDI ,,Ungur piltur, sem tekinn var af lifi árið 1953 fyrir grimmdarlegt morð, kemur enn þann dag i dag oft til bernskuheimilis sins. Foreldr- ar hans heyra hann ganga stigana, rjála við bækurnar i bókahillunni, og oft sjá þau hann liggja i gamla rúminu sinu. Og þegar hann kemur, byrjar hundurinn að ýlfra. 1 garðinum bak við St. Pet- ers kirkju hefur fjöldi fólks hvað eftir annað séð unga, laglega konu á gangi með hundinn sinn. En hún er gegn- sæ og minnir þannig meira á gráa þoku en mannveru. Og það sama er að segja um hundinn. Þegar fólk reynir að nálgast hana, hverfur hún inn i múrinn. Við Mitre Square sást sið- astliðið haust eitt fórnarlamba hins þekkta Hnifa-Jacks, fall- eg ung kona, sem hann myrti árið 1888. Og kona nokkur, sem býr beint á móti Marble Arch, segir, að einn morgun- inn, þegar hún opnaði glugg- ann til þess að hleypa inn hreinu lofti, hafi hún séð af- töku á torginu. Á aftökuna horfði fjöldinn allur af fólki, sem klætt var gamaldags klæðnaði, en þegar hún æpti upp yfir sig, hvarf sýnin. Og rithöfundurinn Aickmann hef- ur mætt vofu manns, sem féll út úm gluggann á hótelinu Little Venice. Þessi upptaln- ing er bara litill hluti allra þeirra ðularfullu atburða, sem gerast i London.” Þetta er nú eitthvað við hæfi íslendingsins, sem sagður er lifa og hrærast i öðrum heimi. Lundúnabúar eru bara hreint engir eftirbátar okkar i draugatrúnni, gott ef þeirra sögur eru ekki bara enn mergjaðri. Sjá nánar á bls. 12. VIKAN útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaða- menn: Matthildur Edwald, Trausti ólafsson. Útlitsteikning: Þorbergur Kristinsson. Auglýsingastjóri: Sigríður ólafsdóttir. Ritstjórn, auglýsing- ar, afgreiðsla og dreif ing í Síðumúla 12. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 150.00. Áskriftarverð kr. 1.500.00 fyrir 13 tölublöð árs- f jórðungslega eða 2.925.00 kr. fyrir 26 tölublöð hálf sárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí, ágúst. Vikan 31. tbl. 36. árg. 1. ágúst 1974 BLS. GREINAR 2 Tízkan árið 2000 12 Reimleikar í London 24 Burt Lancaster 30 Þú munt lifa í hjarta mínu, sönn frásögn VIÐToL: 4 Erf itt að venjast skuldunum, rætt við Ármann Jóhannsson, verzlun- arstjóra í Jasmin SOGUR: 16 Ókunn stúlka í örmum mér, smá- saga eftir G.A. Callender 20 Bréfið, framhaldssaga, sjötti hluti 28 Tommy, smásaga eftir AAark Hellinger 34 Handan við skóginn, framhalds- saga, sjötti hluti Y AAISLEGT: 26 Töskur heklaðar úr hampi, tízku- þáttur Evu Vilhelmsdóttur 41 AAatreiðslubók Vikunnar, umsjón: Dröfn Farestveit 44 3m — músík með meiru i umsjá Edvards Sverrissonar 31. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.