Vikan


Vikan - 01.08.1974, Blaðsíða 14

Vikan - 01.08.1974, Blaðsíða 14
 Henni var þá sagður sannleikur- | inn, að bróðir hennar væri dauður og hefði verið svikari og braskari. 1 Söru brá svo mjög við þetta, að hún missti vitið. Hún lifði i ein- hvers konar draumaástandi og fór & hverjum degi niður i bankann til þess að spyrja, hvort bróðir sinn færi ekki aö koma. Og þang- að fór hún i hvernig veðri sem var i fjörutiu ár samfleytt. Þegar hún dó, var hún grafin i kirkjugarðin- um við hliðina á bankanum og þar hefur hún hvað eftir annað sézt á sveimi spyrjandi um bróður sinn. Lafði Alice i Grey- friarskirkjugarði Lafði Alice eitraði fyrir mann- inn sinn. Hún var tekin höndum, sat um hrið i Tower og þaðan var hún flutt til Holborn, þar sem hún ur á svip. Talið er, að sorg hans stafi af þvi, að kirkjan eyðilagðist næstum þvi i brunartum mikla. Þegar raflagnir i kirkjunni voru endurbættar nýlega, tók einn raf- virkjanna eftir þvi, að prestur nokkur stóð næstum hreyfingar- laus og horfði á hann vinna. Seinna spurði hann sóknarprest- inn að þvi, hvaða prestur gæti haft svona góðan tima og haft svona mikinn áhuga á starfi sinu. Sóknarpresturinn gerði sér þegar ljóst, að þarna var kirkjuvofan á ferli, og hún hafði áhuga á nú- timatækni. 1 Smithfield má enn heyra hræðsluóp og brakið i bálunum, sem Blóð-Maria lét tendra, þegar hún lét sverfa til stáls gegn fylgis- mönnum föður sins. Peter Under- wood segir, að það sé ekki undar- legt, að enn séu á sveimi ein- var tekin af lifi. Hún á að hafa verið sérstaklega fögur. Varð- maðuri kirkjugarðinum sá hana skríð'a þvert yfir grafirnar og á- leiðis til sin eitt kvöldið. Hann flýði I ofboði og sagði upp vinn- unni daginn eftir. Hann sagði, að fleiri vofur væru á sveimi þarna i kirkjugarðinum og hann kærði sig ekki um að halda áfram að liða fyrir sálir, sem engan frið fengju. Fransiskusarmunkar eiga það nefnilega til að vera á vakki þarna I þessum hljóðláta og af- skekkta kirkjugarði. Stundum hefur Isabella dóttir Philips IV af Frakklandi, sem giftist Edward II, en varð að ganga úr rúmi fyrir ástmeyjum hans, sézt þarna á sveimi. Hún þoldi ekki framhjá- hald manns sins, svo að hún safn- aöi her gegn honum i Frakklandi og lagði til atlögu við hann ásamt Roger Mortimer elskhuga sinum. Edward særðist, var fangelsaður og sfðan myrtur. En samt hefur Isabella ekki fengið ró i bein sin, þvi að hún er enn á ferli þarna I kirkjugarðinum. I einni af litlu kirkjunum i City er klukkan, sem slær án þess nokkur komi nærri henni. í St. Magnus the Martyr kirkjunni, sem reist er til minningar um norskan jarl, sem lézt á Orkneyj- um, gengur fyrrum sóknarprest- ur ljósum logum og er sorgmædd- . Húsið númer 50 viö Berkeley Square i Mayfair er* sannkallaö draugahús. Þarna er nú rekin forngripasaia, en enginn þorir aö dveljast I húsinu aö næturlagi. hverjar verur, sem urðu að þola skelfingarnar i Smithfield. Leikhúsvofan í Adelphi Það er á allra vitorði, að mikið er um reimleika i leikhúsunum i London. Enda hafa harmleikirnir ekki einungis verið leiknir þar á sviðunum, heldur hafa þeir einnig gerzt bak við tjöldin. Leikarinn William Terriss var myrtur með mörgum hnifstungum framan við innganginn i Adelphileikhúsið i Maiden Lane og dóttir hans hefur sjálf sagt frá þvi, að vofa föður hennar sé enn á sveimi bæði inni i leikhúsinu og úti á götunni. Oftast sést hann, þar sem hann var myrtur. Terriss var þekktur og vinsæll leikari og lék aðalhlutverkiö i sakamálaleikriti, sem annar leik- ari að nafni Richard Prince lék minna hlutverk i. En Prince var sannfærður um, að hann væri miklu hæfari leikari en Terriss og hafði gert allt, sem hann gat, til þess að fá aöalhlutverkið. Svo var það eitt kvöld rétt áður en sýning átti að hefjast, þegar Terriss kom 14 VIKAN 31.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.