Vikan - 01.08.1974, Blaðsíða 12
REIMLEIK
ILONDON
Það er reimt enn
þann dag í dag
Reimleikasérfræðingurinn Pet-
er Underwood hefur nýlega gefið
út bók um staði þá,sem reimt er á
i London. í inngangi bókarinnar
segir hann, að allt of margar frá-
sagnir séu til af reimleikum til
þess að ekki sé satt, að yfir-
náttúrlegir hlutir gerist i London.
Og yfirnáttúrlegir atburðir eru
ekki hættir að gerast. Enn þann
dag i dag verða Londonarbúar
varir við undarlegar verur heyra
merkileg hljóð, lifa upp aftur
sögulega atburði, og sjá þekkt
fólk úr hinni litriku sögu Eng-
lands.
Leikglöð vofa
Mitt i önn hversdagsins gerast
enn yfirnáttúriegir atburðir að á-
liti Peters Underwood. Hann seg-
ir frá sex barna móður, sem bjó i
Hampstead og framdi sjálfsmorð
af þvi að hún áleit að vofa ömmu
sinnar hyggðist gera sér mein.
Það var árið 1972, að leikarinn
Richard Harrris kom kunningj-
um sinum á óvart með þvi að
kaupa fjöldann allan af leikföng-
um og koma þeim fyrir i herbergi
undir súð uppi á lofti, þar sem
hann sagði að væri svo reimt, að
hann gæti ekki sofið á nótt-
inni. Hann haföi heyrt, að litiö
barn heföi dáið i þessu herbergi
og var þess vegna viss um, að
barnsvofan yrði hrifin af þvi aö
rekast á leikföng i herberginu.
Hann hafði greinilega getið sér
rétt til, þvi að strax og hann hafði
sett leikföngin i herbergið, varö
allt með kyrrum kjörum i húsinu.
Ungur piltur, sem tekinn var af
lifi áriö 1953 fyrir grimmdarlegt
morö, kemur enn þann dag i dag
oft til bemskuheimilis sins. For-
eldrar hans heyra hann ganga
stigana, rjála viö b'ækurnar i
bókahillunni og oft sjá þau hann
liggja I gamla rúminu. Og þegar
hann kemur, byrjar hundurinn að
ýlfra.
1 garöinum bak við St. Peters
kirkju hefur fjöldi fólks hvað eftir
annaö séö unga, lá'glega konu á
gangi meö hundinn.svnn. En hún
er. gegnsæ og minnir þannig
meira á gráa þoku en mannveru.
12 VIKAN 31. TBL.
Sviðsimigangurinn I Adelphi-
leikhúsið, þar sem leikarinn
Terriss var myrtur með hnif-
stungu. Þarna hefur hann iðulega
sézt.