Vikan - 01.08.1974, Blaðsíða 22
áhittingur... ég var að tala viö vin
minn i simann i morgun. Hann á
litið h<$tel í Santa Fe. Hann er
mikill skíðamaður og dvelur þar
þegar hann getur. Hann var að
stinga upp á þvi við mig, að við
héldum brúðkaup okkar þar.
— Ö, veistu það, að mig hefur
alltaf langað til að koma til Santa
Fe, sagði Celia dreymandi.
— Það er mjög venjulegur
staður, sagði Jules rólega og
beindi athyglinni að matnum, —
en merkilega heimsborgarlegur.
Það er ljómandi útsýni frá hóteli
Rogers, staðurinn er kallaður
Priory. Það er sjálfsögðu mjög
kalt þar núna um þetta leyti árs,
en þurrt loftslag, vegna hæðar-
innar.
— Já, ég hef heyrt það, sagði
Celia og gætti þess vandlega að
vera róleg. Hún hafði aldrei á
ævinni heyrt nokkurn skapaðan
hlut um SantaFe og vissi ekki
einu sinni hvar það var.
Julian var hugsandi, kreisti
sitrónusneið yfir humarinn á
diskinum sinum.,
— Við verðum að sjálfsögðu að
dvelja þar i nokkra daga fyrir
vigsluna, en það þyrftu ekki að
vera nema þrir dagar. Ég læt frú
Dewey athuga það núna siðdegis.
Varlega...varlega..vertu róleg,
sagði hún við sjálfa sig.
— Heldurðu að það sé hægt að
koma þvi i kring, vinur minn? Að
við gætum verið þar tvö ein og
losnað viö allt umtal i blöðum?
— Ef þú vilt hafa það þannig,
sagði Jules. — Ég skil ekki að
nokkur maður geti komið i veg
fyrir það.
Celia ljómaði i framan. — Við
skulum engum segja það, sagði
hún. En svo einfalt gat það nú
samt ekki orðið. Það var
nauðsynlegt að segja Adelaide og
nokkrum nánum vinum Jules frá
þessu ráðabruggi. Friths hjónin
og fleiri, sem allt vildu gera til að
heiðra þau, vildu lika endilega fá
að vita brúðkaupsdaginn.
Annan janúar fóru þau til Santa
Fe. Meðan þessir hefðbundnu þrir
dagar voru að liða, bjó Jules á
Priory hóteli, ásamt Adelaide
mágkonu sinni, sem aftók með
öllu að láta brúðkaupið fara fram,
án þess að einhver nákominn væri
viðstaddur. Celiu var komið
þægilega fyrir á gömlu og nota-
legu hóteli, nokkrum húslengdum
frá aðaltorginu.
Timinn leið ósköp notalega.
Fólkið, sem var þarna á hótelinu,
var ýmist glæsilega búið hefðar-
fólk eða úfið og druslulegt fram-
úrstefnufólk og listamenn, og
Celia var ánægð yfir þvi, að henni
var ekki veitt meiri athygli en
hverri annarri ljóshærðri konu.
Hún hafði engar áhyggjur af
þvi, hvað skeði, eftir að hún væri
orðin frú Jules Wain. Jules hafði
að visu skilið við konu, en það
voru vist gildar ástæður fyrir þvi.
Hann var það stoltur maður, að
hann myndi aldrei viðurkenna, að
hann hefði látið gabba sig, sér i
lagi ekki, ef Celia kæmi barnshaf-
andi heim úr Evrópuferðinni, eins
og hún hafði sannarlega ákveðið
að stuðla að. Þetta sex mánaða
ferðalag myndi veita henni svo
mikla tryggingu, að hún þurfti
ekki að hafa áhyggjur vegna
framtiðarinnar.
Og hér var hún svo blessunar
lega ókunn öllum og örugg. Það
var enginn hér i Santa Fe, sem
kannaðist við hana.
Klukkan sex, kvöldið fyrir
brúðkaupið, kom léttadrengur
með bréf til hennar. Celia þekkti
ekki skriftina og flýtti sér að opna
umslagið. Bréfið var stutt: „Ég
hefi beðið eftir þessum degi. Ef
þú hættir ekki við þetta brúðkaup,
þá skal ég sjá um að gera það”.
Það var engin undirskrift.
í reiði sinni reif hún bréfið og
umslagið i tætlur, brenndi þær
yfir öskubakkanum á nátt
borðinu, og fleygði svo öskunni i
ruglakörfuna. Hún var sem stein-
runinn og reyndi að grandskoða
hug sinn. Hver gat þetta verið?
Henni fannst að aðeins þrjár
manneskjur kæmu til greina: frú
Cannon, Susan Vestry og Willis
Lambert. Eitthvert þeirra hlaut
að hafa elt hana að þessu hóteli.
Það hræðilega var, að hún vissi
ekki hvert þeirra það var og það
gerði henni erfiðara að hugsa um
einhvern möguleika, til að losna
við hinn dulda óvin. Hvert þeirra
sem var, gat fundið upp á þvi, að
hringja: — Vitið þér, að hin til-
vonandi eiginkona yðar er af inn-
flytjendum komin, á foreldra og
fjölskyldu, sem býr i lélegri
kjallaraibúð? En hún mun eflaust
getaðstjórnaðþjónustufólki yðar,
vegna þess að hún hefur sjálf
verið vinnukona i mörg ár....
Framhald i næsta blaði.
22 VIKAN 31. TBL.