Vikan


Vikan - 01.08.1974, Blaðsíða 34

Vikan - 01.08.1974, Blaðsíða 34
ég er pabbi þinn, Dorothy! Eg er pabbi þinn! Ekkert heyrðist i simafium. Svo heyrbiéghana segja: — Mamma, ég held það sé bezt að þú takir simann. — Ég er frú Kemmitt — get ég • hjálpaö yður? — Anne, hvislaði ég. — Anne ert þétta þú?' Þaö var þögn og svo heyrði ég hana hvisla: — Bill? Bill? Bill? — Það er Bill, hvislaði ég á móti. —_Ó, guð minn góður, guð minn góður! Svo brast hún i grát. DóVothy tók simann og sagði lágri röddu: — Hvaðan hringið þér? Mamma er I of miklu upp- námi til að tala... — Ég get verið kominn til Baltimore snemma i fyrramálið, sagði ég. — Hvar búið þið? Þrjátiu ár Við gengum saman að húsinu. Hún hafði ekki getað beðið lengur og fariö út til þess að sjá mig koma. Mér fannst hún enn vera fegursta kona i heimi. Hún hafði ekki séö auglýsingarnar minar. hún hafði farið til Kentucky og búið hjá elzta bróður föður sins þar og Dorothy hafði ákveðið að verða kennslukona. Anne hafði ekki gift sig aftur. Hún sagði mér, að sér hefði ekki einu sinni dottið i hug annað hjónaband. Hún hafði komið til Boston frá Englandi og þegar hún kom til Baltimore, var móðir hennar látin. Þá haföi Anne selt eignirnarog flutzt til Kentucky til frænda síns. Dorothy hitaði ósköpin öll af kaffi og við sátum og töluðum saman allan daginn og nóttina, unz birta fór af degi. Þá sagði ég: — Elskan min, ég held að þú ættir að leggja þig svolitla stund. — Hún sefur pabbi, sagði Doro- thy lágt. Þá leit ég niður á Anne, sem lá með höfuðið á öxl minni og sá, að Dorothy hafði á réttu að standa. Ég tók þétt utan um hana og þeg ar ég opnaöi augun aftur, stóö' Dorothy fyrir framan okkur. —• Komið þið nú, sagði hún. — Morgunverðurinn er tilbúinn. Borðið nú svolitið og svo getið þið byrjað að tala aftur. Ég hef aldrei heyrt fólk tala önnur eins ósköp og ykkur! Anne horfði á mig með tárin i augunum og sagði: — Viö þurfum að bæta okkur upp heil þrjátiu ár, Dorothy, svo að þú verður aö vera þolinmóð við okkur. — Allt i lagi, sagði Dorothy brosandi, —- en komið þið nú og fáið ykkur eitthvað i svanginn. Annars get ég átt það á hættu, að þiö deyið úr hungri fyrir fram- an augun á mér. Aiið stóðum upp og fórum með Dorothy. En við morgunverðar- borðiö gat ég ekki horft á Anne og. hún gat ekki horft á mig, þvi að viö vorum bæði með kökk i háls- inum. Loks lét Dorothy okkur ein eftir og við gengum út i garðinn á bak við húsið og settumst þar. En viö töluðum ekkert saman. Hvor- ugt okkar gat fengiö það af sér að segja neitt.. # — Mildred. Mildred. Reyndu að lita á mig. Nú var farið að rofa til i öllu þessu ringli. Hann var aftur orðinn læknir. Nú voru örlög Rósu ekki lengur jafn mikilvæg og heilsufar veiku konunnar. — Svona nú! Opnaðu augun. Hún snéri höföinu fram og aftur á koddanum og þá sást i augun i henni. Hún lá þarna, rétt eins og hún áttaði sig ekki á umhverfinu. En svo kom einhver skilningur fram I svip hennar. Nú voru augun I henni orðin skærari og ekki eins hitasóttarkennd. En hann vissi bara ekki, hvort það var hans eigin óskhyggja, sem fékk hann til að sjá hana svona. Hann var með hitamælinn tilbúinn og stakk honum undir tunguna i henni. Varirnar á henni voru hrukkóttar og sprungnar. Hann gleymdi Rósu alveg, þessa minútu sem hann beiö. Hin, sem stóðu við rúmið, horfðu á hann i ofvæni, en hann þorði ekki að lita framan I þau. Ef dauðinn kæmi, þá mundu þau kenna það hans klaufaskap. Hann tók hitamælinn, rýndi I hann til að finna súluna, sem gaf hitann til kynna, en það gekk seint. En loksins stöðvuðust augu hans. Það fór eins og rafstraumúr niður eftir öllum hryggnum á honum. Undrunar- og gleðikennd. Hitinn hafði lækkað um þrjú stig. Hann sneri sér að hinum hálf- gapandi af æsingi. — Sorren, hann hefur lækkað! Elgur, henni batnar. Hann langaði mest til að faðma þau öll. Sorren sagði með tárin i augunum: — Ég vissi það læknir, að henni mundi batna undir eins og þú kæmir. Og svartklædda ljósmóðirin sagöi: — Við höfum veriö að ■ biöjast fyrir, læknir. Við Sorren höfum verið á hnjánum, timunum saman. Það dró, úr þessari snöggu gleði hans. — Auðvitaö. Þetta er hreinasta kraftaverk. Eins og hjartaö i henni hamaöist.... Hann gekk aftur að rúminu, greip höndina á frú Sorren, og langaöi mest til að kyssa á hana. Honum fannst einhvern veginn eins og hún hefði veitt honum rétt til að halda áfram aö vinna og lifa. — Þú hefur sigrað, Mildred. Eftir viku verðurðu komin á fætur. Hann reyndi að segja sjálfum sér, að hann hefði ekkert leyfi til að gefa svona loforö. Það gat eins vel verið, að þetta væri bara svolitiö hlé á sjúkdómnum, þar sem hann batnar og versnar á vixl, en endar þó með þvi aö versna. En þrjú stig og betri slagæð.... Hún brosti og augun sýndu, aö hún var með fullri rænu. — Ég átti bara ekki að deyja. Orðin komu i hvislingum. — Mér liður svo vel bérna... Nú fannst honum hann vera sterkur og öruggur i trú sinni. — Farið þið nú öll út. Ég ætla að gera henni til góða. Og það get ég ekki, ef þið eruð að glápa á mig. Hann sá brosið á Elg, sem ánægjan skein út úr. — Allt i lagi, Lew. Við veröum hérna hinum megin. — Ég ætla ekki að hætta að biöja, sagði frú Wetch. — Ég trúi guði betur en nokkrum lækni. — Það ættuð þér lika að gera,. sagöi læknirinn. — Amen við þvi, sagði Elgur utan úr dyrunum. Það leið klukkustund áður en læknirinn kom út úr sjúkra- stofunni. Hann var með töskuna i hendinni. Fenning var farinn. Frú Wetch sat sofandi, með gamla höfuðið út i hlið og hrukkóttar hendurnar spenntar i kjöltunni. Elgur sat úti við dyrnar. Sorren gekk um gólf. Hvernig liður henni? spurði .Elgur. Vonin skein út úr svipnum á Sorren. — Sofandi. Ég gaf henni plasma, eins og hún gat tekiö á móti. Og svo pensillinsprautu Þetta verður allt i lagi. — Ertu viss, eða er þetta bara óskhyggja? — Það er aldrei hægt aö vera viss. Hitinn getur farið illa með likamann og hjartað. — Hvers vegna i skrattanum ertu þá að fara með töskuna þina? ----Ég get ekkert meira gert I bili. — Hvert ertu að fara? — Aö finna hana Rósu. Hann HANDAN 34 VIKAN 31. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.