Vikan


Vikan - 01.08.1974, Blaðsíða 17

Vikan - 01.08.1974, Blaðsíða 17
Ég fór í boðið hjá Barkershjónun- um af þvf að ég vissi,- að Sharon yrði þar. Ekki svo að skilja, að ég kunni ekki vel við Harry og Mörshu og samkvæmin, sem þau halda. Mér fellur einmitt vel hvernig þau taka á móti gestum, leyfa þeim að velja um margar tegundir drykkja og dansa gamaldags vangadans á rúm- góðu stofugólfinu. Ég fékk mér glas af bjór, kallaði eitthvað i kveðjuskyni til Harrys og Mörshu, og þá sá ég Sharon. Ég gerði mér vonir um, að sá dagur myndi renna upp, að ég gæti litið á Sharon Harrington án þess að fá sting i hjartað. En ég gat það ekki enn sem komið var. Þess vegna dró ég djúpt andann og gekk yfir herbergið til hennar og reyndi að láta sem minnst bera á þvi hvað mér lá á. Hún stóð neðan við stigann i siðum appelsfnugulum kjól með viðum ermum. Liturinn var litið eitt dekkri en hár hennar. Mér fannst eins og kjóllinn væri ótrú- lega laus á henni. Hún var falleg eins og lilja en jafn ósnertanleg og tigrislæða. Hún svipaðist um með þessu sérkennilega fjarræna tilliti og tvisvar sinnum leit hún framhjá mér án þess að sjá mig. Ég nam staðar frammi fyrir henni og beið þangað til hún leit á mig: „Sharon, komdu að dansa.” Ég rétti henni meira að segja hendina. „Ekki núna, David. Ég er að biða eftir Benedict Donovan. Hann ætlar að segja mér frá nýja leikritinu sinu. Kannski á eftir....” Hún þagnaði og leit yfir öxl mér. Hún brosti til min út i annað munnvikið og sagði: „Benedict! En gaman! Komum út á svalirn- ar. Þar er svo miklu kyrr- látara....” Ég stóð þarna án þess að hræra legg né lið og fannst ég vera jafn tilgangslaus og tómur brjóst- sykurpoki og ég velti þvi fyrir mér hvað ég gæti lengi þolað þessa meðferð Sharon á mér. Hvenær, spurði ég sjálfan mig, ætlarðu að hætta að vera eins og mús undir fjalaketti? Hvenær ætlar ormurinn að hætta að láta traðka á sér? Ég reyndi að loka eyrunum fyr- ir innri rödd minni, sem hélt áfram að ásaka mig fyrir að láta fara svona með mig og um leið taldi ég mér trú um, að enn væri ekki öll von um að krækja i Sharon úti. Veik og dauf von um að ég ætti eftir að heyra hana gefa mér jáyrði fyrir altarinu i kirkjunni. Ég hef átt heima i næsta húsi við Sharon frá þvi að ég man eftir mér og mamma hefur lengi haft augastað á henni fyrir tengda- dóttur. Ég hef leikið mér við Sharon frá þvi ég var smákrakki, farið i sund með henni og á völl- inn. Ég hef lánað henni vasa- peninga, gert við hjólið hennar og gert heimaverkefnin hennar i reikningi. Ég bauð henni á fyrsta ballið hennar, kenndi henni að aka bil og hef gert skatta- skýrsluna fyrir hana. OKUNN STÚLKA í ÖRMUM MÉR Smásaga eftir G.A. Callender. „Uppskafningsleg?” stakk ég upp á. Stú’.kan i rauða kjólnum hló við. „Já, einmitt. Og þú bara lézt hana banda þér svona frá sér..” Hún glotti upp i opið geðið á mér. „Hvað finnst þér ég hefði átt að gera?” hreytti ég út úr mér. „Lemja hana með hnefanum?” Bros hennar dofnaði. „Heyrðu nú,” sagði hún alvarlega. Ég var búin að biðja þig að fyrirgefa mér þetta. Og hún hefði ekki getað gefið hundinum sinum kaldrifjaðra svar, þegar ég bað hennar daginn sem hún varð tvitug. Ég man hvernig hún leit á mig bláum augum sinum, sem voru á stærð við undirskálar af undrun og hneykslun, þegar hún sagði, að henni þætti vænt um mig eins og bróður. Hún sagði, að auðvitað þætti henni vænt um mig, en ekki á þann hátt. Auk þess væri hún yfir sig ástfangin af Jack Curtis... Nú jæja, Jack Curtis entist i fimm mánuði og á eftir honum komu Dominic Harper, Gerald Foster, Philip Laycock, Peter Grant, Jeremy Morton og svo framvegis og svo framvegis. Suma þeirra sá hún um að losa sig við sjálf með þvi að gera alls konar athugasemdir um útlit þeirra eins og hún væri að sjá þá i fyrsta skipti. Aðra, eins og úlfinn Gerald Foster, varð ég að sjá um og henda út. Sem betur fer get ég gert slikt án þess að það kosti mig mikil átök, þvi að ég er bæði hávaxinn og sterkur. Meðan á öllum þessum sviptingum stóð, beið gamli tryggi David eins og klettur, sem öldurnar brjóta á, og bifaðist ekki. Og ég hélt áfram að gæla við hugsunina um það, þegar Sharon liti nú einu sinni almennilega á mig og gerði sér ljóst hvers hún hafði farið á mis og sæi sig um hönd. Við gætum verið komin vel á veg með að sjá mömmu fyrir rauðhærðu barnabörnunum, sem hún var alltaf að kvarta yfir að eiga ekki. Þarna neðan við stigann var ég að gera það upp við mig, hvort ég ætti ekki einu sinni að taka til hendinni og hrista þennan Donovan ærlega til, eða að minnsta kosti svo það sæi á stíf- straumaðri skyrtunni hans. Einhver hreyfing i stiganum fyrir ofan mig kom i veg fyrir að ég gerði nokkuð þvi likt. Þar sat stúlka: dökkhærð og grannvaxin stúlka i rauðum kjól. Hún var ró- leg á svip og um varir hennar lék ofurlitið bros og augun geisluðu af kátinu. Ég leit á hana, mér var heitt i skapi, og hún leit undan. En ég greip i þetta ögrandi bros eins og siðasta hálmstráið. An þess að hugsa mig um gekk ég frjálslega til hennar upp stigann. Svo settist ég hjá henni og leit kuldalega á hana. „Hvað finnst þér svona fyndið?” sagði ég eins kaldrana- lega og ég gat. Hún leit hugrökk framan i mig, en greinilega stóð henni ekki al- veg á sama; hún gerði enga til- raun til að þykjast misskilja mig. „Já....fyrirgefðu: það var bara hvernig hún bandaði þér frá sér. Eins og —• eins og..” „Flugu?” skaut ég inn i og gretti mig. „Og var það svona afskap- lega skemmtilegt?” Húngautaugunumá mig. „Ekki i raunmni, held ég. En, nú, þú ert svo stór og hún, stúlkan — hún er svo....’” Augu hennar voru blá eins og augu Sharon. En augu stúlkunnar i rauða kjólnum virtust litið eitt dekkri og auk þess var vingjarn- legt blik i þeim. Ég dró andann djúpt og fann mina heimskulegu reiði hjaðna. Ég brosti syfjulega til hennar og reyndi að finna eitt- hvað, sem væri við hæfi að segja eins og á stóð. Loksins ákvað ég að rétta henni hendina og sagði: „Komdu að dansa.” Og svo bætti ég við: „Ungfrú!” Enginn varð meira hissa en ég, þegar hún stóð á fæt- ur. Eins og ég er þegar búinn að taka fram þykir mér gaman að dansa vangadans, en þess ber þó að geta, að ég hef aldrei dansað vangadans við Sharon, þvi að hún nær mér ekki nema upp að öxl. En þessi stúlka var hærri en Sharon og augu hennar voru rétt neðan við augu min i dansinum. Þar sem við dönsuðum á parketgólfinu hans Harrys og hennar Mörshu virti ég fyrir mér vangasvip hennar og tók eftir þvi hvernig lokkarnir flögruðu i kringum eyra hennar. ,,....segja þetta við stúlkuna þina.” Ég missti af fyrri hluta setningarinnar, þvi að ég var svo upptekinn við að horfa á hárið á henni. „Ha?” sagði ég skilningslaus. Hún leit á mig..” Ég sagði, að kannski hefðir þú átt að segja þetta við stúlkuna þina.” 31. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.