Vikan - 01.08.1974, Qupperneq 2
TÍZKAN
ARIÐ
2000
Hugmyndir þriggja
frægra tizkuteiknara um
tízku ársins 2000 — þaegi-
lega fallega og hispurs-
lausa tízku.
Oft veltum viö þvi fyrir okkur hvað fram-
tiðin muni bera i skauti sinu og þó oft sé erfitt
að spá og margir spádómanna rætist aldrei,
þá hætta spámenn og spákonur ekki að láta i
sér heyra. Nú hafa þrir af mestu tizkuspá-
mönnum heims, þeir André Courréges, Jac-
ques Estérel og Paco Rabanne, sent frá sér
hugmyndir sinar um það hvernig kvenfata-
tizkan muni verða árið 2000. Hugmyndir
þeirra eru að vonum misjafnar, en allar taka
þær nokkurt mið af enn meiri tæknivæðingu
og breyttum hugsunarhætti en hingað til.
1 framtiðinni gera þeir ráð fyrir þvi að við
munum búa i upphituðum bæjum, þar sem
engin bilaumferð verður til þess að trufla sál-
arró okkar, heldur ferðumst við með raf-
knúnum brautum, sem engum hávaða og
engri mengun valda. ‘
I framtiðinni verður klæðnaðurinn þvi
mestan part til prýði og augnayndis, en ekki
fyrst og fremst til að hlifa likamanum fyrir
kulda og skýla nekt hans. André Courréges
telur, að árið 2000 muni kvenfatnaður falla
alls staðar að likamanum, en þó verði þess
vandlega gætt, að hann þrengi hvergi að svo
að erfitt verði um hreyfingar i honum. Hann
klæðir konu ársins 2000 i buxur, vesti, stigvél
og hjálm — allt skjannahvitt, þvi að á þvi
herrans ári verða engin vandamál að hreinsa
flikurnar — það verður nóg að hengja þær i
sérstakan skáp á næturnar og taka þær tand-
urhreinar út að morgni. Jacques Estérel
fleygir öllum efnum frá sér — hann klæðir
konu ársins 2000 úr öllu. Hann prýðir hana þó
með skartgripum úr góðmálmum. Nektin
mun engan hneyksla og enginn mun blygðast
sin fyrir að ganga nakinn.
Paco Rabanne klæðir konu ársins 2000 i
nokkrar þunnar slæður. Hún er ævintýra-
vera, sem leynir engu af yndisþokka sinum —
slæöurnar undirstrika hann aðeins. Klæðnað-
ur Rabannes minnir á klæðnað grisku gyðj-
anna á fornum höggmyndum og þá stað-
reynd, að tizkan gengur stöðugt aftur.
2 VIKAN 31.TBL.