Vikan


Vikan - 01.08.1974, Blaðsíða 5

Vikan - 01.08.1974, Blaðsíða 5
ingum praktuglega. En það er eftirtektarvert hvað Indverjar taka örlögum sinum af mikilli ró- semi og dauðinn viröist sjálfsagð- ur i þeirra augum. Kannski hefur þetta langlundargeð orðið þjóð- inni mest lán i óláni. Ég spurði Armann hvort hann kynni nokkra skýringu á þessari miklu rósemi. — Það er erfitt að skýra þenn- an eiginleika, en ég held hann sé arfleifð gamallar indverskrar heimspeki og hluti trúarbragð- anna. Indverjar trúa á endur- holdgun og að i þessu lifi verðum við að gjalda synda okkar og mis- gerða úr fyrra lifi: á sama hátt fáum við umbun fyrir unnin góð- verk i fyrra lifi á þessu tilveru- stigi. Og fyrir nær undantekning- arlausa trú Indverja á lif að loknu þessu er dauðinn ekki einungis sorglegur endir þessa tilverustigs i þeirra augum heldur einnig og öllu fremur upphaf nýs lifs. Af þessum sökum hafa Indverjar oft litið hugsað um daginn i dag, heldur um öll tilverustigin i heild. Ég held þetta viðhorf sé svolitið Armann verzlar meðal annars með fallegan fatnað úr indverskri bómull. að breytast með aukinni menntun og meiri vestrænum áhrifum — trúin er ekki bei.iiínis á undan- haldi, heldur aðlagast hún breytt- um timum. Enda verður hún að gera það, þvi að það getur oft ver- ið erfitt að lifa nútimalifi og lifa þó að vissu leyti i fortiðinni. Þó að vestræn áhrif hafi aukizt mjög i Indlandi og þeirra gæti i stöðugt rikari mæli,hefur tækni- væðingin gengið hægt þar og mörg mannvirki eru reist með gamaldags aðferðum, sem Vest- urlandabúar lita á sem úréltar. Ármann sagði frá fjögra kfló- metra löngum vegi, sem milli sex og sjö þúsund manns unnu við að leggja i tæp sex ár. Slik vinnu- brögð kunna að lita fáránlega út i okkar augum, en þau eiga sér eðlilega — og skynsamlega skýr- ingu. Hefðu vélar veriö fengnar til þess að vinna að vegarlagning- unni, hefði meiri hluti þessa fólks verið atvinnulaus og ekkert haft fyrir sig aö leggja. Armann og börnin fyrir utan heimili sitt i Mosféllssveitinni. 31. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.